Þá Arad kóngur Kananeorum sem bjó í suður heyrði að Ísrael var kominn að vegi njósnarmanna þá barðist hann á móti Ísrael og tók nokkra til fanga af þeim. [ Þá hét Ísraelslýður Drottni einu heiti og sagði: „Þegar þú gefur þetta fólk undir mína hönd þá vil ég og bannfæra þeirra borgir.“ Og Drottinn heyrði Ísraelis raust og gaf þeim Kananítana og þeir bannfærðu þá og þeirra borgir og kölluðu þann stað [ Harma.

Síðan reistu þeir frá því fjalli Hór á veginum sem liggur til þess rauða Hafs, að þeir færi um kring landið þeirra Edómítis. Og fólkinu leiddist vegalengdin og talaði í móti Guði og í mót Móse: „Því færðir þú oss af Egyptalandi svo að vér dæjum í þessari eyðimörku? [ Því hér er hverki brauð né vatn og vorar sálir velgir við þessari léttri fæðu.“

Þá sendi Drottinn brennandi höggorma á meðal fólksins. [ Þeir bitu fólkið so að margir dóu af Ísrael. Þá komu þeir til Mósen og sögðu: „Vér höfum syndgast í því að vér höfum talað í móti Drottni og í móti þér. Bið þú Drottinn að hann vilji taka þessa höggorma frá oss.“ Og Móses bað fyrir fólkinu.

Þá sagði Drottinn til Mósen: „Gjör þér einn eirorm og reis hann upp til eins merkis. Hver sem er bitinn og lítur á hann sá skal lifa.“ Þá gjörði Móses einn eirorm og reisti hann upp til eins merkis. Og þegar eirn höggormur beit nokkurn þá leit sá til eirormsins og hélt lífi.

Og Ísraelssynir voru í Óbót. Þeir fóru frá Óbót og lögðu sig í Jim hjá Abarímfjalli í eyðimörkunni, þvert yfir frá Móab í mót sólarinnar uppgangi. Þeir ferðuðust þaðan og lögðu sig hjá þeim læk Sared. Þá drógu þeir þar frá og lögðu sig þessumegin Arnon sem liggur í eyðimörku og strekkir sig þaðan út til Móabítanna landamerkja. Því að Arnon er Móabs landamerki millum Móab og þeirra Amoríta. Þar fyrir segist í Bardagabók Drottins að Vaheb í Súfa og Arnonlækur og lækjanna uppsprettur taka til borgar Ár og beygir sig og er Móabítanna landamerki.

Og þeir ferðuðust þaðan og komu að einum brunni, það er sá brunnur sem Drottinn talaði um við Mósen: „Samansafna fólkinu, ég vil gefa þeim vatn.“ Þar söng Ísrael þessa vísu og eirn söng til annars yfir brunninum: „Þessi er sá brunnur sem höfðingarnir hafa grafið, þeir göfugu á meðal fólksins hafa grafið hann, fyrir lærimeistarann og þeirra [ stafi.“ Þeir fóru frá þessari auðn til Matana og frá Matana til Nahalíel og frá Nahalíel til Bamót og frá Bamót til þess dals sem liggur í Móabíta landi, til þess háva fjallsins Pisga sem breiðist við eyðimörkinni.

Og Ísrael sendi boð til Síhon Amorítakóngs og lét segja honum: „Leyf mér að fara í gegnum þitt land. Vér viljum ekki víkja út á akrana og ekki í víngarðana, vér viljum og ekki drekka vatnið af brunnunum, vér viljum fara þjóðbrautir þar til að vér komum í gegnum þín landamerki.“ En Síhon vildi ekki gefa Ísrael fararleyfi í gegnum sín landamerki heldur safnaði hann að sér öllu sínu fólki og dró út í mót Ísrael í eyðimörkina. [ Og þá hann kom til Jaksa barðist hann við Ísrael. En Ísrael sló hann með sverðseggjum og eignaðist hans land frá Amón og allt til Jabob og allt til Arnonsona, því Ammónssona landamerki voru rambyggð. [ So tók Ísrael alla þessa staði og bjó í öllum Amorítanna stöðum í (borg) Hesbon og öllum hennar [ dætrum. Því að borgin Hesbon heyrði Síhon Amorítanna kóngi til og hann hafði áður strítt í móti kónginum þeirra Móabítarum og tekið hans land frá honum allt til Arnon.

Hér af segja menn í sínum orðskviðum: „Komið til Hesbon að byggja og uppreisa Síhon stað. Því þar er kominn eldur af Hesbon, einn logi af Síhonstað, sem hefur uppétið ár þeirra Móabítanna og borgarana þeirrar hávu Arnon. Vei þér Móab, þú Kamosfólk ert fortapað, hans synir eru slegnir á flótta og hans dætur eru herteknar, hafðar í burt til Síhon kóngsins Amorítarum. Þeirra prýði er orðin að öngvu frá Hesbon og inn til Díbon. Hún er eyðilögð allt til Nófa sem tekur til Medba.“ Svo bjó Ísrael í Amorítanna landi.

Og Móses sendi njósnarmenn út til Jaeser og þeir unnu hans undirborgir og tóku þá Amoríta sem þar bjuggu. Og þeir sneru sér og drógu upp að veginum til Basan. Þá dró Óg kóngurinn af Basan út í móti þeim með allt sitt fólk til að berjast í Edrei. [ Og Drottinn sagði til Mósen: „Óttast hann ekki því ég hef gefið hann í þínar hendur með landi og lýðum. Og þú skalt gjöra við hann líka sem þú gjörðir við Síhon Amorítanna kóng sem bjó í Hesbon.“ Og þeir slóu hann og hans sonu og allt hans fólk so þar var ekki ein eftir og eignuðust allt það land. [ Eftir þetta fóru Ísraelssynir og settu herbúðir sínar á völlum Móab, hinumegin Jórdanar, gagnvart Jeríkó.