XVI.

Hlutfall sona Jósef var frá Jórdan í mót Jeríkó allt til þess vats sem liggur í austur frá Jeríkó og sú heiði sem gengur upp frá Jeríkó, í gegnum fjallsbyggðir Betel, og liggur frá Betel til Lús og gengur í gegnum landamerki Arkíatarót og gengur so ofan í vestur til Japhleti landamerkja allt til hins neðsta Betrón landamerkja og inn til Gaser og endast við hafið. [ Þetta tóku synir Jósef, Manasse og Efraím, í arfskipti.

Efraímsona landamerki eftir þeirra kynþáttum, þeirrar arfleifðar, í mót austri var Atarót Adar allt til hinnar efri Bet Hóron og gengur í vestur frá Mikmetat sem liggur í norður og þaðan snýr sér það aftur í austur til þess staðar Taenak Síló og gengur þar í gegnum austur til Janóha og liggur frá Janóha til Atarót og Naarata og liggur upp og tekur til Jórdanar og gengur frá Tapúa og vestur til Nahalkana og endast við sjó. [

Þetta er arfleifð Efraímsona kynkvíslar eftir þeirra kynþáttum. Og allar Efraímsona landamerkjaborgir með þeirra þorpum lágu til samans meðal arfs Manassessona ættar. Og þeir rýmdu ekki út þá Cananeos sem bjuggu í Gaser. So voru Cananiter á meðal Efraím allt til þessa dags og voru undir þá skattgildir.