Ef þér gangið nú eftir mínum setningum og haldið mín boðorð og gjörið þar eftir þá vil ég gefa yður regn í hæfilegan tíma. [ Jörðin skal og gefa sinn gróða og trén á mörkinni skulu bera sinn ávöxt og þreskjunartíminn skal vara allt til vínyrkjunnar og vínyrkja skal ná til kornsæðistímans. Og þér skuluð hafa gnótt brauðs og búa tryggilega í yðru landi. Ég vil gefa frið í yðru landi og þér skuluð mega sofa og enginn skal fæla yður. Og ég vil í burtu taka þau skaðsömu dýr af yðar landi og þar skal ekkert sverð ganga í gegnum yðart land.

Þér skuluð elta yðar óvini og þeir skulu falla fyrir yðrum sverðum. Fimm af yður skulu elta hundrað og hundrað af yður skulu elta tíu þúsundir. Því að yðar óvinir skulu falla undir sverð fyrir yður. Og ég vil snúa mér til yðar og láta yður aukast og ávaxtast og ég vil staðfesta minn sáttmála við yður. Og þér skuluð eta af því inu gamla og burt taka það gamla þegar það nýja kemur. Ég vil búa á meðal yðar og mín sála skal ekki burt kasta yður. Ég vil ganga á millum yðar og ég vil vera yðar Guð, svo skulu þér vera mitt fólk. Því ég er Drottinn yðar Guð, sem leiddi yður af Egyptalandi, að þér skuluð ekki vera þeirra þrælar. Og ég hefi í sundurbrotið yðart ok og látið yður ganga rétta.

En vilji þér ekki hlýða mér og ekki gjöra öll þessi boðorð og viljið fyrirlíta mína setninga og yðar sálir útskúfa mínum réttindum so þér haldið ekki öll mín boðorð og gjörið ónýtan minn sáttmála, þá vil ég og gjöra yður þetta: Ég vil vitja yðar með hræðslu, kaunum og köldusýki að yðart andlit skal visna og yðar líf vanmegnast. [ Þér skuluð forgefins sá yðra akra og yðrir óvinir skulu uppeta þá. Og ég vil setja mitt auglit í gegn yður og þér skuluð verða slegnir af yðrum óvinum og þeir sem yður hata skulu drottna yfir yður og þér skuluð flýja þó enginn elti yður.

En ef þér viljið þá enn ekki hlýða mér þá vil ég sjöfalt meira refsa yður fyrir yðar synda sakir, so ég fái sundurbrotið yðar harðúðlega drambsemi. Og ég vil láta himininn verða yður sem járn og yðar jörð so sem kopar og allt yðar ómak og erfiði skal vera til einskis. Og yðar jörð skal ei gefa sinn gróður og trén í landinu skulu ekki bera sinn ávöxt.

Og ef þér þá enn gangið í gegn mér og viljið ekki hlýða mér þá vil ég enn gjöra það sjöfalt meira, að slá uppá yður fyrir yðvarar synda sakir. Og ég vil senda villidýr á meðal yðar, þau skulu uppsvelgja yðar börn og í hel rífa yðart fé og fækka yður og yðar vegir skulu verða í eyði.

Vilji þér þá enn ekki láta tyfta yður af mér, heldur gangið í gegn mér, þá vil ég ganga í gegn yður og slá yður þá enn sjöfaldlega fyrir yðar syndaskuld og leiða eitt hefndarsverð yfir yður sem að hefna skal míns sáttmála. [ Og ef þér safnið yður saman í yðrum stöðum þá vil ég líka vel senda drepsótt á meðal yðar og gefa yður í yðra óvina hendur. Þá vil ég fordjarfa yðar brauðs nægð so að tíu kvinnur skulu baka yðvart brauð í einum ofni og yðart brauð skal vegast út með vigt og nær þér etið skulu þér ekki verða mettir.

Vilji þér þá enn ekki með þessu hlýða mér heldur ganga í gegn mér þá vil ég og ganga í gegn yður í minni reiði og ég vil refsa yður sjö sinnum harðara fyrir yðar syndir, svo þér skuluð eta yðra sona og yðra dætra kjöt. Og ég vil afmá yðar hæðir og upprykkja yðrum bílætum og ég vil kasta yðar likömum ofan á yðar afguði og mín sál skal hafa viðbjóð við yður. Og ég vil eyðileggja yðar staði og niðurbrjóta yðar helgidómskirkjur og ég vil ekki lukta yðarn sætan ilm.

So vil ég eyða landið að yðar óvinir sem búa í því skulu undrast þar uppá. En yður vil ég burt dreyfa á meðal heiðingja og útdraga sverðið eftir yður og yðart land skal verða eyði og yðar borgir skulu niðurbrjótast. Þá skal landinu þóknast og sínir sabbatsdagar, so lengi sem það liggur í eyði og þér eruð í yðra óvina landi. Já, þá skal landið halda heilagt og vel bíhaga sínir helgir dagar, alla þá stund það liggur eyði, þar fyrir að þér kunnið ekki að halda heilagt þá þér áttuð að halda heilagt þá þér bjugguð þar inni.

Og þeir sem lifa eftir af yður þá vil ég gjöra so deighjartaða í þeirra óvina landi að eitt þjótandi lauf skal elta þá og þeir skulu flýja þar fyrir, líka sem eitt sverð elti þá og falla þó enginn þá. Og hver skal falla yfir þveran annan, líka sem fyrir sverði, en þó að enginn elti þá. Og þér skuluð ekki þora að reisa yður í móti yðar óvinum og þér skuluð eyðileggjast meðal heiðingjanna og land yðra óvina skal uppsvelgja yður.

En hvörjir sem þá lifa eftir af yður þeir skulu vanmegnast í þeirra misgjörningum í þeirra óvina landi og þeir skulu vanmegnast í þeirra forfeðra misgjörningum. Þá skulu þeir kannast við sína misgjörninga og sinna forfeðra misgjörninga með hvörjum þeir hafa syndgast í móti mér og móthverfst mér. Þar fyrir vil ég ganga í gegn þeim og í burt reka þá í sinna óvina land. Og þar skal þá þeirra óumskorna hjarta auðmýkja sig og þá skal þeim vel þóknast þeirra misgjörninga refsing.

Og ég vil minnast á minn sáttmála við Jakob og á minn sáttmála við Ísak og á minn sáttmála við Abraham og ég vil þenkja á það landið sem af þeim er yfirgefið og hefur þóknan á sínum hvíldardögum þá stund að það liggur eyði fyrir þeim og þeim skal bíhaga refsing sinna misgjörninga. Því þeir forsmáðu mín réttindi fyrir þeim og þeirra sálir höfðu viðbjóð á mínum setningum. Og þó þeir sé í þeirra óvina löndum þá hefi ég ekki heldur útskúfað þeim og hefi ekki heldur svoddan viðbjóð við þeim svo sem það væri útgjört með þeim og minn sáttmáli með þeim skyldi ekki meir gilda. Því ég er Drottinn þeirra Guð. Ég vil minnast á minn fyrsta sáttmála við þá þá ég færða þá af Egyptalandi fyrir heiðingjanna augum svo að ég væri þeirra Guð. [ Ég er Drottinn.“

Þessir eru þeir setningar, dómar og lögmál sem Drottinn gjörði í millum sín og Ísraelissona á fjallinu Sínaí fyrir hönd Móses.