XI.

En trúan er öruggt traust þeirra hluta sem vér vonum og efum eigi hvað vér sjáum ekki. Fyrir hana fengu þeir hinir gömlu vitnisburðinn. Fyrir trúna undirstöndum vér heiminn gjörðan vera með Guðs orði og það hvað sýnilegt er út af hinu ósýnilego vorðið. [

Fyrir trúna hefur Abel Guði meiri offran gjört en Kain, fyrir hverja hann hefur vitnisburðinn fengið það hann réttlátur sé, þá Guð gaf vitnan af hans gjöfum. [ Og um þá sömu talar hann enn þótt hann sé látinn.

Fyrir trúna varð Enok burt numinn að hann sæi eigi dauðann og varð eigi fundinn af því það Guð tók hann á burt. [ Því áður fyrri en hann var í burt numinn hefur hann vitnisburðinn haft það hann þóknaðist Guði. En án trúarinnar er ómögulegt Guði að þóknast. Því hver hann vill koma til Guðs sá hlýtur að trúa það að hann sé og það hann muni endurgjaldari verða þeirra sem hans leita.

Fyrir trúna hefur Nói vegsamað Guð og örkina fyrirbúið til hjálpræðis sínu húsi þá hann meðtók guðlegan bífalning um það hvað eigi var skeð, fyrir hvert hann veröldina fordæmdi og er erfingi vorðinn þess réttlætis sem fyrir trúna kemur. [

Fyrir trúna varð Abraham hlýðinn þá hann kallaður varð út að ganga á þá jörð sem hann erfa skyldi. Og hann gekk út og vissi eigi hvert út hann mundi koma. [

Fyrir trúna er hann framandi verinn á fyrirheitsjörðunni so sem á annarlegri og búið í tjaldbúð með Ísaak og Jakob, með erfingjum sama fyrirheitsins. Því að hann vonaði upp á þá borgina sem grundvöllinn hafði, hverrar uppbyggingarsmiður og skapari er Guð.

Fyrir trúna meðtók hin óbyrja Sara kraft það hún varð frjófsöm og fæddi fram yfir tíma hennar aldurs. Því að hún hélt hann trúfastan sem henni hafði það til sagt. [ Fyrir hvað að margir eru upprunnir af einum, þó að dáins líkama væri, líka sem stjörnur himins og so sem sandur við sjávarströnd, hvað óteljanlegt er. [

Þessir allir eru í trúnni undir lok liðnir og hafa ekki fyrirheitið meðtekið heldur það af fjarska til séð og hafa þar á treyst og sér nægja látið og viðurkennt það þeir væri á jörðu gestir og framandi. Því að þeir sem þetta segja þeir gefa til að skilja það þeir annarrar föðurleifðar leiti. Og að sönnu, ef þeir hefðu meint hana af hverri þeir voru útfarnir hefði þeir nógan tíma til aftur að snúa. En nú girntust þeir aðra betri, það er himneska. Fyrir því óvirðist ekki Guð að nefnast þeirra Guð því að hann hefur þeim borg fyrirbúið. [

Fyrir trúna fórnfærði Abraham Ísaak þá hann varð freistaður og fram gaf hinn eingetna, þann sem hann hafði þó í fyrirheitinu meðtekið, út af hverjum eð sagt var: „Í Ísaak skal þér þitt sæði kallað verða“, íhugandi það Guð kynni af dauða up að vekja, fyrir hvað hann einnin aftur fékk hann til fyrirlíkingar. [

Fyrir trúna blessaði Ísaak af því hvað eftirkomandi var Jakob og Esaú. [ Fyrir trúna blessaði Jakob þá hann deyði báða sonu Jósefs og gjörði lotning því fremsta á hans ríkissprota. [

Fyrir trúna talaði Jósef út af göngu Ísraelssona þá hann deyði og bífalning gjörði um sín bein. [

Fyrir trúna varð Moyses þá hann var fæddur í þrjá mánuði falin af sínum foreldrum fyrir því þau sáu það hann var ágætlegt barn og hræddunst ekki kóngsins bífalning. [

Fyrir trúna afneitaði Moyses þá hann gjörðist stór sig að vera dótturson pharaonis og kjöri miklu heldur meður fólki Guðs ómak að þola en að hafa stundlegt eftirlæti syndarinnar og hélt vanvirðing Christi fyrir stærra ríkdóm en fésjóðu egypskra því að hann leit á verðlaunin.

Fyrir trúna forlét hann Egyptaland og óttaðist ekki kóngsins grimmd. Því að hann hélt sig að þeim hvern hann sá ekki, líka so sem að hann sæi hann.

Fyrir trúna hélt hann páskana og blóðsúthellingina upp á það að eigi snyrti þá sá sem frumburðina drap. [

Fyrir trúna gengu þeir í gegnum Hafið rauða svo sem um þurrlendi, hvers einnin hinir egypsku freistuðu og drekktust. [

Fyrir trúna niðurhrundu múrveggir Héríkó þá er þeir höfðu í sjö daga um kring hana gengið. [

Fyrir trúna varð Rahab, sú hórkona, ei fortöpuð meður vantrúuðum þá hún meðtók þá njósnarmenn vinsamlega. [

Og hvað skal eg meir segja? Tíminn verður mér of stuttur nær eg skylda framþylja af Gideon, Barak, Samson, Jephtahe, Davíð og Samúel og spámönnunum, hverjir eð hafa fyrir trúna kóngaríki yfirunnið, réttlætið verkað, fyrirheitið öðlast, leónamunnana tilbyrgt, eldsins magn útslökkt, sverðsins eggjar umflýð, kröftugir vorðnir úr breyskleikanum, öflgir gjörst í stríðinu, annarlegra herbúðum umvelt. Kvinnurnar hafa sína framliðna af upprisunni aftur fengið.

En hinir aðrir eru lemstraðir og gabbaðir og hafa öngva frelsan meðtekið so að þeir öðluðust hina betri upprisuna. Sumir hafa háðung og húðstrokur liðið, þar ofan á bönd og fjötranir. Þeir eru steinum grýttir, skammhöggnir, í gegnumstungnir, fyrir sverði vegnir. Þeir eð um hafa farið í sauðafeldum og geitskinnum, með eymdum, með harmkvælum, með ómaki, hverra heimurinn var eigi verðugur, hafa og villir gengið á eyðimörkum, á fjöllum, um fylsni og hella jarðarinnar.

Þessir allir fengu vitnisburðinn fyrir trúna og hafa ekki meðtekið fyrirheitið fyrir því það Guð hefur eitthvað betra áður til forna um oss fyrirhugað so að þeir fyrir utan oss yrði ekki fullkomnir gjörðir.