II.

Heyrið orð Drottins, þér af húsi Jakobs og þér allar kynkvíslir af húsi Ísraels. [ So segir Drottinn: Hvern brest hafa yðrir forfeður fundið á mér að þeir í burt viku so frá mér og áhengu þeim ónýtum afguðum af þeim þó er þeir öðluðust ekki neitt og hugleiddu það ekki né einu sinni: Hvar er sá Drottinn sem oss hefur útflutt af Egyptalandi og leiðtogað oss í þeirri eyðimörkinni, á þeim óvegunum og auræfunum, í því myrkva þurrlandinu, í því landinu sem enginn fer yfir og enginn maður innibýr?

Og eg flutti yður inn í eitt gott land so að þér skylduð neyta þess ávaxtar og landgæða. Og þá að þér komuð þar inn saurguðuð þér mitt land og gjörðuð mína arfleifð að svívirðingu. Prestarnir hugsuðu eigi það: „Hvar er Drottinn?“ og þeir hinir vel lærðu skeyttu ekki um mig og hirðarnir í burt leiddu fólkið frá mér og prophetarnir spáðu út af Baal og áhengu þeim ónýtum afguðum.

Eg hlýt allt jafnt að þrátta við yður og við yðar barnabörn, segir Drottinn. [ Farið burt í þær eyjarnar Kitím og hyggið að og sendið til Kedar og merkið með athygli og gætið að því hvort að þar gengur so til og hvort það hinir heiðnu gjöra umskipti á sínum guðum þó að það sé ekki neinir guðir? [ Og mitt fólk hefur þó umskipt sinni [ dýrð í einn ónýtan afguð, fyrir hvorjum það himinninn mætti þó grúa og hræðast og skelfast, segir Drottinn. Því að mitt fólk það gjörir eina tvefalda synd: Mig þann hinn lifanda brunninn yfirgefa þeir og gjöra sér hér og þar úthöggna brunna hverjir öngu vatni halda og ekkert vatn af sér gefa.

Hvert er þá Ísrael einn þjón eður einn þræll það hann hlýtur að vera hvers manns herfang? Því að leónin grenja yfir honum og rymja fast og foreyða hans land og uppbrenna hans borgir so að enginn búi þar inni. Að auk þessa þá sundurslá þeir af Nóf og Taphanhes þitt höfuð. Svodda þá gjörir þú þér sjálfur af því þú yfirgefur Drottin Guð þinn svo oft sem það hann vill leiða þig á réttan veg.

Hvað hjálpar það þér að þú fer í Egyptaland og vilt [ drekka það vatnið Síhor? Og hvað hjálpar það þér að þú fer burt í Assyriam og vilt drekka það vatnið Euphrates? Því veldur þín illgirni að þú verður so húðstrýktur og þín óhlýðni að þú þannin straffast. So hlýtur þú nú með þessu fá að vita og formerkja hverja eymd og hjartans angur það gjörir að yfirgefa Drottin Guð þinn og að óttast hann ekki, segir Drottinn Drottinn Sebaót.

Því að þú hefur allt jafnt þitt ok í sundurbrotið og þín bön í sundurslitið og sagt so: Eg vil ekki þannin undirgefinn vera, heldur hljópstu upp á allar hávar upphæðir og undir öll blómguð tré eftir [ hóraninni. En eg hafða þig útsett til eins sætleiks vínviðar, eitt næsta réttilegt sæði. Hvernin ertu þá vorðin fyrir mér einn beiskur villiskógarvínviður?

Og nær eð þú þvægir þig enn nú með lút og tækir þar mikla sápu til þá birtist þó þess meir þín ódyggð fyrir mér, segir Drottinn Drottinn. Hvernin dirfist þú þá að segja: „Eg er eigi saurugur, eg áheng ekki Baalím.“ Hygg að því hvað þú hefst að í dalnum og hugleittu að hvernin þú hefur því af stað komið. Þú hleypur um kring sem önnur úfaldsfylja í brunntíð og so sem annað skógdýr er vant í eyðimörkinni nær eð það er álægta og ríður uppi af miklum ofurbruna so að enginn fær því þá aftur haldið. Hver eð það vill vita sá þarf eigi langt að leita, á hvíldardeginum sést það vel.

Kæri, stöðva þig og hlaup þig ekki so móðan. En þú segir: „Eg fæ þess ekki án verið, eg hlýt viður þá hinu annarlegu ást að leggja og eftir þeim að hlaupa.“ Líka sem annar þjófur hann verður til skammar nær eð hann verður gripinn eins líka so þá mun Ísraels hús til skammar verða ásamt með sínum kóngum, höfðingjum, prestum og prophetum, þeir eð til trésins segja: „Þú ert minn faðir“ og til steinsins: „Þú hefur fæddan mig.“ Því þeir snúa bakinu við mér og ekki andlitinu en nær eð nokkur nauð yfir gengur þá segja þeir: „Upp, þú, og hjálpa oss!“ En hvar eru þá þínir guðir sem þú hefur gjört þér? Skipa þeim upp að standa, láttu sjá hvort að þeir kunna að hjálpa þér í nauðinni. Því að so margar sem borgirnar eru svo margan guð hefur þú, Júda.

Hvert vilji þér enn hafa rétt á móti mér? Þér eruð allir frá mér affallnir, segir Drottinn. Allar áklögur við yðar börn eru til forgefins því þau láta þó ei heldur mennta sig af því að yðvart sverð uppsvelgir einnin líka yðar propheta so sem annað grimmdafullt león. Þú hin vonda [ tegund, gættu að orði Drottins: Hvort er eg vorðin Ísrael til einnrar eyðimerkur eður til eins eyðilands? Hvar fyrir segir þá mitt fólk: „Vér erum yfirherrarnir og megum ei hlaupa eftir þér“? Ein jómfrú forgleymir ei sínu skarti og eigi heldur ein brúður sínu höfuðsilfri en mitt fólk það forgleymir mér ævinlegana.

Hvar fyrir prýðir þú þinn gjörning so mjög að eg skuli þér miskunnsamur vera? Undir þvílíku fegurðaryfirvarpi þá fremur þú æ þess meiri illgirni. Þar að auk þá finnst einnin hjá þér blóðið fátækra og saklausra sálna í öllum stöðum og er ei heimöglegana heldur opinberlegana í þeim sömum stöðunum. Þó segir þú samt: „Eg er saklaus, hann snúi sinni reiði í frá mér.“ Sjá þú, eg vil ganga í dóm við þig um það að þú segir: „Eg hefi ekki syndgast.“

Hvar fyrir skeikar þú so viljanlega og dettur so hingað og þangað? En af Egyptalandi muntu til skammar verða so sem að þú ert af Assyria til hneykslunar vorðin. Því að þú hlýtur einnin í burt þaðan að fara og slá þínum höndum til samans yfir þínu höfði. Því að Drottinn mun láta þá þína von bregðast og í hjá þeim mönnum þér ekki neitt vel lukkast og segir: Nær eð maðurinn lætur skilja sig við sínar eignarkonu og hún fer í burt frá honum og tekur einn annan mann, þorir hann þá nokkuð að taka við henni aftur? Er eigi so að þá yrði landið saurgað? En þú hefur hóranir drýgt með mörgum elskhuga – þá kom aftur til mín, segir Drottinn.

Upplyftu þínum augum til þeirra hæðanna og gæt að því hvernin þú drýgðir hóranir alla vegana. Við veginn situr þú og tekur vara á þeim líka sem einn Arabiar í eyðimörku og saurgar so landið meður þinni hóran og illsku. Þar fyrir skal og einnin morgunregnið í burt takast og ei neinar kveldskúrir koma. Þú hefur einnrar hórkonu yfirlit og þú vilt eigi lengur þín skammast og kallar þó líka samt til mín: „Kæri faðir, þú meistari míns ungdóms. Viltu þannin reiðast allævina og láta eigi af þeirri grimmdarheiftinni?“ Sjá þú, þú kennir og gjörir illa og lætur ekki ráða við þig.