XX.

Það bar svo til á því sjöunda árinu, þann tíunda daginn í þeim fimmta mánaðinum, þá komu nokkrir af öldungunum í Ísrael að aðspyrja Drottin og settu sig niður hjá mér. Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: Þú mannsins son, tala þú til öldunganna og segðu til þeirra: So segir Drottinn Drottinn: eru þér komnir til að spyrja mig? So sannarlega sem eg ligi þá vil eg ei vera aðspurður af yður, segir Drottinn Drottinn. En viltu, mannsin son, umvanda við þá, þá máttu á þennan veg finna að við þá: Lát þá fá að vita svívirðingina sinna forfeðra og seg þú til þeirra:

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Á þeim tíma þá eð eg útvaldi Ísrael upphóf eg mína hönd til sæðisins þess hússins Jakobs og eg auglýsta mig fyrir þeim í Egyptalandi. Já, eg upphóf mína hönd upp til þeirra og sagði: Eg er Drottinn yðar Guð. Eg upphóf mína hönd þann sama tíma að eg útleidda þá af Egyptalandi í það land er eg hafða fyrirhugað þeim það sem rynni með mjólk og hunangi, eitt ágætt land fyrir öllum löndum. Og eg sagði til þeirra að hver kasti í burt þeirri svívirðingunni frá sínum augum og saurgið yður ekki á þeim Egyptalands afguðum það eg er Drottinn yðar Guð.

En þeir voru mér óhlýðugir og vildu ekki heyra mér og enginn af þeim í burt kastaði þeirri svívirðingunni frá sínum augum og yfirgáfu ekki þá Egyptalands afguði. Þá þenkta eg að úthella minni grimmd yfir þá og láta alla mína reiði koma yfir þá þá þegar í Egyptalandi. En eg gjörða það eigi fyrir míns nafns sakir svo að það skyldi ekki vanhelgað verða fyrir heiðnum þjóðum á meðal hverra þeir voru, fyrir hverjum eg hafða mig auljósan gjört í því að eg vildi útleiða þá af Egyptalandi.

En þann tíð eg hafði útleitt þá af Egyptalandi og leitt þá í burt í eyðimörkina þá gaf eg þeim mín boðorð og kenndi þeim mín réttindi fyrir hver að maðurinn lifir sá sem heldur þau. [ Eg gaf þeim og einnin minn þvottdag til eins teikns á millum mín og þeirra svo að þeir vissi þar út af að eg sé sá Drottinn sá sem þá heilaga gjörir. En Ísraels hús var mér óhlýðugt, einnin líka í eyðimörkinni, og lifðu ei eftir mínum boðorðum heldur fyrirlitu þeir mín réttindi fyrir hver að maðurinn lifir sá sem heldur þau og þeir saurguðu mína þvottdaga. Þá þenkta eg að úthella minni grimmd yfir þá í eyðimörkinni og foreyða þeim með öllu. En eg gjörða það ei fyrir míns nafns sakir svo að það skyldi ekki vanhelgað verða á meðal heiðingjanna í frá hverjum eg útleidda þá.

Og eg upphóf mína hönd á móti þeim í eyðimörkinni að eg vildi ei innleiða þá í það landið sem eg hafði gefið þeim, það er flýtur með mjólk og hunangi, eitt ágætt land yfir öll lönd, af því að þeir fyrirlétu mín réttindi og lifðu ekki eftir mínum boðorðum og saurguðu minn þvottdag. Því að þeir gengu eftir þeim afguðum síns hjarta. En mitt auga vægði þeim að eg tortýndi þeim eigi og það eg fyrirfór þeim ekki með öllu á eyðimörkinni.

Og eg sagða til barna þeirra á eyðimörkinni: Þér skuluð ekki lifa eftir boðorðum feðra yðvara og ekki varðveita þeirra réttindi og ekki saurga yður á þeirra skúrgoðum því að eg er Drottinn yðar Guð. Þér skuluð lifa eftir mínum boðorðum og þér skuluð halda mín réttindi og gjöra þar eftir og þér skuluð helga mína þvottdaga að þeir sé eitt teikn á millum mín og yðar so að þér skuluð vita að eg er Drottinn yðar Guð. En börnin voru mér einnin óhlýðug og lifðu ekki eftir mínum boðorðum, varðveittu og eigi heldur mín réttindi að þeir gjörðu þar eftir fyrir hver að maðurinn lifir sá sem þau varðveitir og þeir vanhelguðu mína þvottdaga.

Þá þenkta eg að úthella minni grimmd yfir þá og láta alla mína reiði geisa yfir þá á eyðimörkinni. En eg sneri minni hendi um og gjörði það ei fyrir míns nafns sakir so að það skyldi ekki vanheiðrað verða fyrir heiðnum þjóðum í frá hverjum eg hafði útleitt þá. Eg upphóf einnin mína hönd í móti þeim á eyðimörkinni að eg í burt dreifða þeim á meðal heiðingjanna og í sundurtvístraði þeim út í löndin af því að þeir héldu ei mín boðorð og fyrirlitu mín réttindi og vanhelguðu mína þvottdaga og litu eftir afguðum feðra sinna. Þar fyrir gaf eg þá í þann lærdóminn sem ekki er góður og í þau réttindin í hverjum þeir kunna ekki að hafa lífið og í burt kastaði þeim með sitt offur þar eð þeir uppbrenndu alla sína frumgetninga með eldi, hvar með eg eydda þeim svo að þeir vissi það að eg er Drottinn.

Þar fyrir tala þú, mannsins son, við Ísraels hús og segðu til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn: Yðrir forfeður hafa enn nú framar lýtt mig og lastað. Því að þá eg hafða innleitt þá í landið yfir hvert að eg hafða mína hönd upphafið að eg vildi gefa þeim það, hvar eð þeir sáu eitt hátt fjall eður eitt þykkvaxið tré, þar offruðu þeir sínar fórnir og báru sínar háðuglegar gjafir þangað og fórnfærðu þar sinn sætleiksilm og úthelltu þar sínu drykkjaroffri. En eg sagði til þeirra: Hvað skulu þó þessar hæðir til hverra þér gangið? Og svo kallast það síðan hæðir allt til þessa dags.

Þar fyrir seg þú til Ísraels hús: Svo segir Drottinn Drottinn: Þér saurgið yður í athæfi feðra yðvara og fremjið hóranir með yðrum svívirðingum og saurgið yður með yðrum afguðum til hverra þér offrið yðar gjafir og uppbrennið syni yðra og dætur með eldi allt til þessa dags. Og skyldi eg láta yður af Ísraels húsi spyrja mig? So sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, þá vil eg vera óspurður af yður. Þar að auk þá þenki þér so: „Vér viljum gjöra svo sem heiðnar þjóðir og so sem annað fólk í löndunum og tilbiðja stokka og steina“ – það skal bregðast yður.

Svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, eg vil drottna yfir yður með öflugri hendi og útréttum armlegg og með úthelltri grimmd. Og eg vil útleiða yður frá þeim þjóðunum og af þeim löndunum sem þér eruð í burt dreifðir og samansafna yður þar með öflugri hendi og útréttum armlegg og með úthelltri grimmd. Og eg vil í burt leiða yður á eyðimerkurnar fólksins og ganga þar í lagadóm við yður frá augliti til auglits. Líka sem að eg gekk í dóm við forfeður yðra á eyðimörkinni hjá Egyptalandi eins líka so vil eg ganga í dóm við yður, segir Drottinn Drottinn. Eg vil færa yður undir hirtingarvöndinn og þvinga yður með böndunum sáttmálans. Og þeir sem falla frá mér og brjóta í móti mér yðar á milli þeim vil eg í burt sópa, já úr því landinu sem nú búa þeir í og láta þá ekki koma í Ísraelsland, svo að þér skuluð það vita að eg er Drottinn.

Þar fyrir, þér af Ísraels húsi, svo segir Drottinn Drottinn: Fyrst að þér viljið ekki mér hlýða, svo farið í burt og þjóni hver yðar sínum afguðum. En látið héðan í frá mitt heilaga nafn vera óskammað með yðrum fórnfæringum og afguðum. Því að svo segir Drottinn Drottinn: Upp á mínu heilögu fjalli, á því háva Ísraelsfjalli, þar skal allt Ísraels hús og allir þeir sem í landinu eru þjóna mér, þar skulu þeir þóknast mér og þar vil eg krefja yðvars upphafningaroffurs og yðvara frumfórna með öllu því þér helgið mér. Þér skuluð mér þóknast með þann sætleiksilminn nær að eg útleiði yður frá fólkinu og samansafna yður af löndunum til hverra að þér eruð í burt dreifðir og eg vil helgaður verða í yður fyrir heiðingjunum.

Og þér skuluð fá að vita að eg er Drottinn nær að eg hefi innleitt yður í Ísraelsland, í það landið yfir hvert að eg upphóf mína hönd að eg vildi gefa yðar feðrum það. Þar munu þér minnast á yðar breytni og á alla yðar gjörninga meður hverjum þér eruð saurgaðir og yður munu angra allar yðar illgjörðir sem þér hafið gjört. Og þér skuluð formerkja að eg er Drottinn nær að eg gjöri við yður fyrir míns nafns sakir en ekki eftir yðvari vondri breytni og skaðsamlegum gjörningum, þú Ísraels hús, segir Drottinn Drottinn.