XIIII.

Sínkum manni hæfir illa að hann sé ríkur og hvað skal mörgum hundi góss og peningar? [

Hver hann samandregur og gjörir sjálfum sér ekkert gott, sá dregur saman fyrir aðra og aðrir munu því ónytsamlega uppeyða. [

Hver ekki gjörir sjálfum sér neitt gott, hvað skyldi sá öðrum gott gjöra? Hann mun aldrei af sínu góssi glaður vera. Enginn hlutur er skammarlegri en sá að maðurinn ann sér sjálfum einskis til góðs og það er makleg plága fyrir hans vonsku. Gjöri hann nokkuð gott so veit hann þar ekki par af og með seinsta styggist hann þar af.

Það er illur maður sem ekki má sjá öðrum gott gjört heldur frásnýr sínu andliti og miskunnaraugum.

Einn ávinningsgjarn maður lætur sér aldrei nægja með sinn hluta og kann ekki fyrir ágirni að þrífast.

Einn ríkur maður má ei gjarnan sjá að etið sé og það er honum sárt þegar hann skal gefa að eta. [

Son minn, gjör sjálfum þér nokkuð gott af þínu og gef Drottni þau offur sem honum tilheyra.

Minnstu á það að dauðinn dvelur ekki og þér er vel kunnigt hvern sáttmála að þú hefur með dauðanum.

Gjör þínum vin nokkuð gott fyrir þitt endadægur og rétt þína hönd að fátækum eftir megni.

Gleym þú ekki fátækum þá þú hefur gleðidag, so mun þér fögnuður veittur þá þú girnist. Þú hlýtur við þinn súran sveita öðrum að ætla og þitt erfiði hjá erfingjum þínum eftir að láta.

Gef þú gjarna, so muntu þar igen meðtaka og [ helga þú þína sál því að þá þú ert dauður þá hefur þú út tært.

Allt hold slitnar sem klæði því að það er hinn gamli sáttmálinn. Þú hlýtur að deyja.

Líka sem græn lauf á fögru tré, sum falla af en sum vaxa aftur, so gengur og til mönnum, sumir deyja en sumir koma til.

Allir forgengilegir hlutir hljóta enda að taka og þeir sem þar með umganga fara og so í burtu með.