XL.

Sálmur Davíðs til að syngja

Væntandi beið eg Drottins og hann hneigði sig til mín og heyrði mitt kall.

Og hann leiddi mig út af þeirri ógnunargröf, burt úr þeim saurindaþrekk og setti mína fætur á fasta hellu so að eg fékk greiðilega gengið.

Og nýjan lofsöng gaf hann mér í minn munn til að lofa vorn Guð. Margir munu sjá það og óttast Drottin og vona á hann.

Sæll er sá maður sem setur sína von upp á Drottin og hann hver að ekki snýr til hinna sérgóðu og þeirra sem lygar um hönd hafa.

Drottinn minn Guð, miklar þá eru þínar dásemdir og þínar hugsanir þær þú auðsýnir oss. Ekkert er það þér sé samlíkjanda, eg vil kunngjöra þær og þar af segja þó að þær séu óteljanlegar.

Fórnir og offranir þóknast þér ekki en mín eyru opnaðir þú, syndoffur og brennifórnir það viltu hvorki.

Þá sagði eg: [ „Sjá þú, eg kem. Í bókinni er skrifað mér.

Þinn vilja, minn Guð, gjöri eg gjarnan og þitt lögmál hefi eg í mínu hjarta.“

Eg vil kunngjöra réttvísina í þeirri hinni miklu samkundu, sjá þú, eg mun ekki minn munn á mér byrgja láta, þú Drottinn veist það.

Þína réttvísi byrgi eg ei í mínu hjarta, út af þínum sannleika og hjálpræði þá tala eg, eg dyl ekki þína miskunn og sannleiks tryggð fyrir þeirri hinni miklu samkundu.

En þú, Drottinn, snú ekki þinni miskunn frá mér, láttu þína miskunnsemd og sannleiksdyggð jafnan varðveita mig.

Því að óteljanleg kvalræði hafa umkringt mig, mínar syndir þær höndluðu mig so að eg [ gat ei séð, fleiri eru þær en hárin á höfði mínu og mitt hjarta það hefur yfirgefið mig.

Lát þér það þekkt vera, Drottinn, að þú frelsir mig, flýttu þér, Drottinn, mér til hjálpar.

Skammist þeir allir sín og til skammar verði sem leita að minni sálu að þeir tortýni mér, til baka þá falli þeir og til skammar verði þeir sem mér vilja til vonda.

Sína hneisu þá beri þeir sem segja til mín: „Vel, vel!“

Gleðji sig og fagni allir þeir eð þín leita og þeir eð þitt hjálpræði elska, þá megi ætíð segja: „Háleitlega sé Drottinn lofaður!“

Því að eg em fátækur og fáráður en þú, Drottinn, ber áhyggju fyrir mér, þú ert minn hjálpari og frelsari, minn Guð, seinka þú ekki.