XXV.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, snú þú þínu augliti á mót Ammónsonum og spáðu á móti þeim og seg þú til Ammónsona: Heyrið orð Drottins! So segir Drottinn Drottinn: Fyrir það að þér sögðuð „Ha ha!“ yfir mínum helgidómi, að hann væri vanhelgaður, og yfir Ísraelslandi að það væri í eyðilagt og yfir húsinu Júda að það sé hertekið í burt flutt, þar fyrir sjá þú, að eg vil gefa þig í hendur þeirra barnanna af austrinu og þeir skulu byggja sína kastala og bústaði þar inni. Þeir skulu eta þinn ávöxt og drekka þína mjólk. Og eg vil gjöra Rabbat að úfaldastalli og sonu Ammón til féhirðara. Og þér skulu so formerkja að eg er Drottinn.

Því so segir Drottinn Drottinn: Fyrir það að þú klappaðir þínum höndum so til samans og sparkaðir með fótunum og hefur so með hæðni glatt þig af öllu þínu hjarta yfir Ísraelslandi, þar fyrir sjá þú, eg vil upprétta mína hönd yfir þig og gefa þig heiðnum þjóðum til hlutskiptis og upprykkja þér frá fólkinu og foreyða þér úr landinu og afmá þig svo að þú skalt formerkja að eg er Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Af því að Móab og Seír segja so: „Sjá þú, það húsið Júda er líka so sem allir aðrir heiðingjar!“ sjá þú, eins þá vil eg opna Móab á hliðinni í hans stöðum og í takmörkum þess eðla landsins, einkum sem er Bet Jesímót, Bael Meon og Kirjataím, þeim börnunum mót austrinu meður Ammónsonum og eg vil gefa þeim hana til arfleifðar svo að ekki skal meir sona Ammón getið verða á meðal heiðinna þjóða. Og eg vil láta ganga lagadóm yfir Móab og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Þar fyrir að Edóm hefur hefnt sín á húsinu Júda og syndgast svo meður sinni hefnd, þar fyrir þá segir Drottinn Drottinn svo: Eg vil útrétta mína hönd yfir Edóm og eg vil í burt svipta þaðan bæði mönnum og fénaði og hana í eyðileggja frá Teman inn til Dedan og fella þá fyrir sverði. Og eg vil hefna mín aftur á Edóm vegna míns fólks Ísraels og þeir skulu gjöra við Edóm eftir minni reiði og grimmd svo að þeir skulu formerkja mína hefnd, segir Drottinn Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Fyrir það að þeir Philistei hafa hefnt sín og hefnt svo þess gamla hatursins eftir öllum sínum vilja meður skaðræði míns fólks, þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Sjá þú, eg vil útrétta mína hönd yfir Philisteis og afmá þá bardagamenn og eg vil fyrirkoma þeim sem eftir eru orðnir við sjávarsíðuna og eg vil gjöra stóra hefnd á þeim og refsa þeim með grimmd svo að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn þá eg hefi fullgjört mína hefnd við þá.