IX.

Það fólk sem gengur í myrkrunum sér eitt ljós mikið og yfir þeim sem byggðu í myrkvo landi er eitt skært ljós upprunnið. [ Þú fjölgar þá inu heiðnu, þar með eykur þú ekki gleðina. En fyrir þér munu þeir gleðja sig líka sem að þeir gleðjast í haustvinnunni og líka sem að þeir eru glaðir nær eð þeir skipta með sér herfangi. Því að þú hefur í sundurbrotið okið þeirra þunga og vöndinn þeirra herða og stafinn þess sem þá framdreif, líka sem á dögum Madían, það allt stríð með styrjöld og blóðugum ræflum mun brennt og með eldi foreytt verða,

það oss er eitt barn fætt, einn sonur er oss gefinn hvers höfðingjadómur eð er á hans herðum. Og hann heitir Undarlegur, Ráð, Kraftur, Hetja, Eilífur Faðir, Friðarhöfðingi, so að hans höfðingjadómur verði mikill og á friðnum enginn endi, á þeim stólnum Davíðs og hans kóngsríkis, að hann tilreiði það og efli meður dómi og réttvísi héðan í frá og að eilífu. Slíkt mun gjöra vandlæting Drottins Sebaót.

Drottinn hefur eitt orð útsent í Jakob og það er niðurfallið í Ísrael so að það sama skal formerkja allt það fólk Efraím og þeir innbyggjarar til Samaria, þeir eð segja í metnaði og í stærilæti þeirra sinnis: „Tígulsteinarnir eru niðurfallnir en vér viljum með þeim höggnum steinum upp aftur byggja. Mórbertré ero afhöggvin þá viljum vér sedrusviðu þar í staðinn uppsetja.“ Því að Drotitnn mun herlið Resíns forhefja í móti þeim og þeirra óvini til samans draga, þá út af Syria að framan og þá Philistei á bak til, so að þeir éti Ísrael með fullum munni. Í öllu þessu þá lætur hans reiði ei af, hans hönd útbreiðir sig enn nú, þó snýst það fólk ekki að heldur til hans sem á það leggur og skeytir ekki um Drottin Sebaót.

Þar fyri mun Drottinn burt höggva af Ísrael bæði höfuðið og halann, bæði kvistinn og tréð á einum degi. Hinir gömlu heiðursmenn eru höfuðið en þeir spámenn sem lygi kenna eru halinn. Því að leiðtogar fólks þessa eru villumenn og þeir eð so láta leiðtoga sig eru glataðir. Þar fyrir kann Drottinn ekki að gleðjast yfir þeirra yngismönnum né þeirra ekkjum og föðurleysingjum miskunnsamur að vera. Því að allir saman eru þeir hræsnarar og illmenni og allra munnur talar heimsku. Í öllu þessu lætur reiði hans eigi af, hans hönd útbreiðir sig enn nú.

Því að það óguðlega athæfið er upptendrað líka sem eldur og foreyðir klungrum og illgresi og logar so í þykkvum skógi og gefur af sér hávan reyk. Því að í reiði Drottins Seabót er landið formyrkvað so það fólkið er líka sem annar eldsmatur, enginn vægir öðrum. Ef ræna þeir til hægri handar þá líða þeir hungur, matist þeir til vinstri handar þá verða þeir þó ei saddir. Hver einn etur kjötið síns armleggs: Manasses Efraím, Efraím Manasses og þeir báðir til samans í móti Júda. Í öllu þessu lætur hans reiði enn ei af, hans hönd útbreiðir sig enn nú.