Og sem Jakob sá að korn var til kaups í Egyptalandi þá sagði hann til sona sinna: „Því horfi þér so lengi á þetta? Sjáið, eg heyri sagt að korn sé til kaups í Egyptalandi. Þar fyrir farið ofan þangað og kaupið oss atvinnur so vér megum lifa og deyja ekki.“ Þá fóru Jósefs bræður ofan til Egyptalands að kaupa korn. En Jakob lét ekki Ben-Jamín Jósefs bróður fara með sínum bræðrum því að hann sagði: „Má ske að hann megi saka nokkuð.“ Og Ísraels synir komu að kaupa korn með þeim öðrum sem að fóru jafnframt þeim. Því að þar var og hallæri í Kanaanslandi.

En Jósef var höfðingi í landinu. Hann seldi kornið öllum mönnum landsins. Og sem hans bræður komu nú til hans féllu þeir niður til jarðar fyrir honum á sínar ásjónur. Og hann sá uppá þá og þekkti þá en hann lét sem hann þekkti þá ekki og mælti harðlega við þá og sagði til þeirra: „Hvaðan eru þér aðkomnir?“ Þeir svöruðu: „Af Kanaanslandi að kaupa oss fæðslur.“ En þó hann þekkti þá þá þekktu þeir hann ekki að heldur.

Jósef minntist þá á draumana sem hann hafði áður til forna dreymt um þá og sagði til þeirra: „Þér munuð vera njósnarmenn komnir til þess að sjá hvar landið er [ opið.“ [ Þeir svöruðu honum: „Eigi er so, herra, þínir þénarar eru hingað komnir að kaupa fæðslur. Vér erum allir eins manns synir, vér erum ærlegir og þínir þénarar hafa aldrei verið njósnarmenn.“ Hann sagði þá til þeirra: „Nei, þér munuð sannlega komnir að skyggnast um hvar landið er [ opið.“ Þeir svöruðu honum: „Vér þínir þjónarar erum tólf bræður, eins manns synir í Kanaanslandi, og sá hinn yngsti er nú heima hjá vorum fæður, en sá tólfti er ekki til.“

Jósef sagði til þeirra: „Þetta er það sem eg hefi sagt: Þér eruð njósnarmenn. Þar uppá vil eg reyna yður, so sannarlega sem faraó lifir: Þér skuluð ekki á burt fara héðan fyrr en yðar yngsti bróðir kemur hingað. Sendið einn af yður og látið sækja hann. En þér skuluð vera í fjötrum þar til eg reyni yðar sagnir, hvort þér segið satt eða ei. Annars eru þér so sannarlega sem kóng faraó lifir njósnarmenn.“ Og hann lét setja þá í myrkvastofu þrjá daga.

En á þeim þriðja degi sagði hann til þeirra: „Ef vilji þér halda yðar lífi þá gjörið so sem eg segi, því að eg óttunst Guð. Ef þér eruð frómir þá veri einn af yðar bræðrum bundinn í myrkvastofu í yðarn stað en aðrir fari heim með það korn sem þér hafið keypt yðars hungurs vegna og hafið hingað yðar yngsta bróðir til mín, þá vil eg trúa yðrum orðum so þér skuluð ekki deyja.“ Og þeir gjörðu svo.

Og þeir töluðust við sín á milli: „Maklega líðum vér þetta því að vér misgjörðum við bróður vorn sjáandi angist hans andar þá hann grátbændi oss og vér vildum ekki heyra hann og þar fyrir kemur nú þessi hörmung yfir oss.“ [ Rúben svaraði þeim og sagði: „Hvort sagði eg yður ekki þetta? Þá eg sagði: Syndgist ekki við sveininn, en þér vilduð ekki hlýða mér. Nú heimtist hans blóð.“ En þeir vissu ekki að Jósef skildi hvað þeir töluðu því hann talaði við þá fyrir einn túlk. Og hann sneri sér frá þeim og grét. En sem hann sneri sér nú til þeirra aftur og talaði við þá þá tók hann Símeon og lét binda hann fyrir þeirra augum.

Og Jósef bauð að fylla skyldi sekki þeirra með korn og láta í sekki þeirra aftur sérhvers þeirra peninga þar til með vistir uppá veginn. Og so gjörðu þeir. Og þeir lögðu kornið uppá sína asna og fóru í burt þaðan. En sem einn þeirra leysti til síns sekks og vildi gefa sínum eyk fóður í herberginu þá fann hann sína peninga að þeir lágu ofan á í sekknum. Og hann sagði til sinna bræðra: „Mínir peningar eru komnir til mín aftur. Sjá, þeir eru hér í mínum sekk.“ Og þeir urðu óttaslegnir og felmtsfullir og sögðu: „Hverju mun það sæta að Guð hefur gjört oss þetta?“

En sem þeir komu nú heim til síns föðurs Jakobs í það landið Kanaan kunngjörðu þeir honum allt það sem yfir þá hafði gengið og sögðu: „Sá maður sem er herra í því landi hann talaði harðlega til vor og hélt oss fyrir landsins njósnara. [ En þá vér svöruðum honum: Vér erum erlegir og vorum aldrei njósnarar heldur erum vér tólf bræður, vors föðurs synir, og sá einn er ekki meir til en sá yngsti er enn nú heima hjá vorum föður í Kanaanslandi, þá sagði landsherrann til vor: „Þar af vil eg merkja hvert þér eruð frómir eður ei: Látið einn af yðrum bræðrum vera hér eftir hjá mér en þér takið fæðslur handa yðar húsum og farið heim aftur og hafið so yðarn yngsta bróður til mín hingað. Þá merki eg að þér eruð ekki njósnarmenn heldur erlegir, þá vil eg og gefa yður yðar bróðir aftur og so líka skulu þér mega kaupslaga hér í landi.“

Og sem þeir helltu korninu úr sínum sekkjum þá fann hvor um sig sína peninga í sínum sekk. Og sem þeir sáu að það voru þeirra peninga hnykilskautar þá urðu þeir felmsfullir og so þeirra faðir.

Þá sagði Jakob þeirra faðir til þeirra: „Barnlausan gjöri þér mig. Jósef er ekki á dögum og Símeon er burtu, Ben-Jamín vilji þér í burt taka, allt þetta kemur yfir mig.“ Rúben svaraði sínum föður og sagði: „Ef eg færi þér hann ekki aftur þá slá þú báða mína sonu í hel. Sel þú hann ekki utan í mína hönd, eg vil færa þér hann aftur.“ Hann sagði: „Minn son skal ekki fara þangað með yður því hans bróðir er andaður og hann er einn eftir orðinn. Ef honum félli nokkur ólukka til á veginum þeim þér farið þá munu þér leiða mínar hærur með hjartans sorg til grafarinnar.“