IX.

Viskan byggði sér hús og hjó sjö stólpa, slátraði fé sínu, uppskenkti sitt vín og bjó sitt borð og sendi út sínar ambáttir að bjóða upp á sal borgarinnar. Hver hann er bernskur komi hann hér, og til fávísra sagði hún: Komið og etið mitt brauð og drekkið vínið það eg yður byrla og yfirgefið bernsklegt athæfi, þá munu þér lifa og gangið á skynseminnar vegi.

Hver hann agar spélinn mann hann hlýtur skömm fyrir að hafa og sá hann vandar um við óguðrækinn verður hæddur. Ávíta ekki [ spélinn mann, hann hatar þig. [ Ávíta hygginn mann og mun hann elska þig. Gef þú vitrum manni og mun hann hyggnast. Kenn þú réttlátum og mun hann á auka.

Upphaf viskunnar er ótti Drottins og spekin nemur það sem heilagt er. [ Því að þar fyrir munu margfaldast dagar þínir og ár lífs þíns aukast. Sértu vitur, so ertu þér vitur, sértu háðgjarn muntu það einnsaman bera.

Þar er ein heimskufull, galin, kraftmálug kona og veit ekkert. Hún situr í sínum húsdyrum á stóli, hátt upp í staðnum, að bjóða öllum þeim sem umfara þar og réttan ganga fram sinn veg. Sá sem bernskur er fari sá hingað, og til hins heimska talar hún: Ófrjáls vötn eru sæt og leyndarbrauð eru lystileg. En hann veit ekki að í þeim stað er dauði og hennar gestir í neðsta helvíti.

Þessir eru orðskviðir Salomonis.