XXIII.

Þessi eru þau síðustu Davíðs orð. Það segir Davíð, sonur Ísaí, það segir sá maður sem settur er til Krists Guðs Jakobs, það lystilega psalmaskáldið Ísrael: Andi Drottins talaði fyrir mig og hans orð er skeð við mína tungu. [ Guð Ísraels sagði til mín, Sá sterki Ísraels talaði, Sá réttferðugi stjórnari á meðal mannanna, Sá stjórnari í Guðs ótta. Og líka sem ljósið er um morgnana nær sólin gengur upp um morguninn án skýja þar sem grasið vex af jörðunni af skini hitans eftir regnið. því mitt hús er ekki so hjá Guði því hann setti við mig einn sáttmála sem er eilífur og í allan máta vel skikkaður og varðveittur. Því öll mín hjálp og gjörningur er það og þar er ekkert sem ekki vex.

En Belíal eru allir saman sem útkastaðir þyrnir hverja eð mann kann ekki að taka með höndunum heldur hver sem taka skal á honum hann má hafa járn og spjótskaft í hendinni. Og þeir skulu uppbrennast með eldi í þeirra heimilum.

Þessi eru nöfn Davíðs kappa: [ Jasabeam son Hakmóní, sá yppasti á meðal þriggja. Hann upplyfti sínu spjóti og drap átta hundruð á einum tíma.

Næst honum var Eleasar, son Dódó, sonar Alóhí, meðal þeirra þriggja kappa Davíðs. Þann tíð þeir brígsluðu Philisteis og voru þar samankomnir til bardaga og þá Ísraelsmenn fóru upp þá stóð hann og sló Philisteos so lengi að hans hönd þreyttist og krepptist að sverðinu svo að hann gat hana ekki hrært. Og Guð gaf eina mikla hjálp á þeim tíma so að fólkið sneri aftur að ræna valinn eftir honum.

Næst honum var Samma, son Age Harariters. [ Þá Philistei söfnuðust saman í nokkru þorpi þá var þar einn akur fullur bauna og þá fólkið flýði fyrir Philisteis þá gekk hann fram mitt á akurinn og frelsaði þá og sló Philisteos so Guð gaf eina mikla hjálp.

Og þessir þrír yppustu á meðal þrjátígi komu ofan til Davíðs um kornskurðartíma í þann hellir Adúllam en fylkingar þeirra Philistinorum lágu í Betlehem. [ Og Davíð fékk lysting og sagði: „Hver vill sækja mér vatn að drekka af þeim brunni í Betlehem sem að stendur hjá borgarhliði?“ Þá brutust þeir þrír kappar í gegnum Philisteis herbúðir og tóku vatnið af brunninum þeim sem var í Betlehem undir portinu, þeir báru og færðu Davíð það. En hann vildi ekki drekka það heldur hellti hann því út fyrir Drottni og sagði: „Drottinn forði mér að eg skyldi það gjöra. Er það ekki þeirra manna blóð sem settu sig í lífsháska og gengu þangað?“ Og hann vildi ekki drekka það. Þetta gjörðu þeir þrír kappar.

Abísaí, Jóbas bróðir, son Serúja, var og yppastur á meðal þriggja. [ Hann upplyfti sínu spjóti og sló þrjú hundruð. Hann var og nafnkunnigur á meðal þriggja og sá inn dýrlegasti á millum þeirra þriggja og var þeirra yppastur en var þó ekki jafn við hina þrjá.

Benaja, son Jójada, son Ísahil, var allágætur í sínum gjörningum af Papseel. [ Hann drap tvö Móabsleón og hann gekk og drap eitt león í einum brunni á snjótíma. Hann drap einn hræðilegan egypskan mann hver eð hafði eitt höggspjót í sinni hendi. En hann gekk ofan til hans með staf og kippti spjótinu af þess egypska hendi og drap hann með hans eigin spjóti. Það gjörði Benaja, son Jójada. Og hann var allfrægur á millum þeirra þriggja kappa og miklu ágætari en þeir þrjátígi. En ekki kom hann til jafns við þá þrjá. Og Davíð gjörði hann sitt heimugligt ráð.

Asahel, bróðir Jóab, er einn af þeim þrjátígi. [ Elhanan, son Dódó af Betlehem. Samma Haraditer. Elíka Haraditer. Heles Paltiter. Íra, son Íkes Tekoiter. Abíeser Anthotiter. Mebúnaí Husathiter. salmón Ahohiter. Makeraí Nethophathiter. Heleb son Baena Nethophathiter. Ítaí son Ríbaí af Benjamínsonum í Gíbea. Benaja Pirgathoniter. Hídaí af læk Gaas. Abi Albon Arbathiter. Asmavet Barhumiter. Elíahaeba Saalboniter. Synir Jónatan og Jasen. Samma Haratiter. Ahíam son Sararar Haratiter. Elífelet son Ahasbaí sonar Maekatí. Elíam son Akítófel Giloniter. Hesraí Carmeliter. Paeraí Arbiter. Jegeal son Natan af Sóba. Baní Gaditer. Seleg Ammoniter. Naharaí Beerothiter. Skjaldvseinn Jóab, sonar Serúja. Íra Hethiter. Gareb Jetriter. Úría Hethiter. Þessir allir saman eru að tölu sjö og þrjátígi.