Prophetinn Zephonias

I.

Þetta er það orð Drottins sem skeði til Zephonias Kúsísonar, Gedaljasonar, Amarjasonar, Ezechiesonar, á dögum Jósía Ammónsonar sem var kóngur Júda. [

Eg vil taka alla hluti í burt af landinu, segir Drottinn. Eg vil í burt taka bæði menn og fénað, bæði fuglana undir himninum og fiskana í sjónum, með þeim hneykslunum og ásamt þeim óguðlegu. Já, eg vil fólkið útreka af landinu, segir Drottinn. Eg vil útrétta mína hönd yfir Júda og yfir alla þá sem búa í Jerúsalem. So vil eg og uppræta því sem eftir er af Baal, þar með nafnið [ Kamarím og prestanna nöfn, af þessum stað, og þá sem upp á þekjunum ákalla himinsins herskap, þeir sem tilbiðja það og sverja þó við Drottin og undir eins við [ Malkón og þá sem falla frá Drottni og þá sem ekki hirða um Drottin og ei akta hann.

Verið kyrrir fyrir Drottni Drottni því Drottinns dagur er í nánd. Því Drottinn hefur tilreitt sitt slátrunaroffur og boðið sínum gestum þar til. Og á Drottins slátrunaroffursdegi vil eg heimsækja höfðingjana og kóngsins börn og alla þá sem bera útlenskan klæðnað. Og á þeim sama tíma vil eg heimsækja þá sem stökkva yfir þrösköldu og fylla sinna herra hús með ráni og rangindum.

Á sama tíma, segir Drottinn, skal þar uppkoma eitt hátt kall frá Fiskaportinu og einn grátur frá því öðru portinu og ein mikil eymd á hæðunum. Ýli, þér sem búa í mylnuhúsunum, því allt kaupmannafólkið er í burtu og þeir allir sem safna peningum eru í burt reknir.

Á sama tíma vil eg rannsaka Jerúsalem með skriðljósum og eg vil heimsækja það fólk sem liggur á sínum [ dreggjum og segir í sínu hjarta: „Drottinn mun hvorki gjöra vont né gott.“ Og þeirra góss skal verða að herfangi og þeirra hús í eyði. Þeir skulu byggja hús og ei búa í þeim, þeir skulu planta víngarða og ekkert vín drekka af þeim. [

Því að sá mikli dagur Drottins er í nánd, hann er nærri og flýtir sér. Þá ryktið kemur um Drottins dag þá skulu þeir inu sömu sterku beisklega hrópa. Því þessi dagur er reiðinnar dagur, dagur hörmungar og eymdar, dagur storms og vindar, dagur myrkurs og dimmu, dagur skýja og þoku, dagur lúðranna og básúnanna, mót þeim sterku borgum og hávu slotum. Eg vil gjöra fólkið so hugsjúkt að þeir skulu ganga í kring sem blindir menn af því þeir hafa syndgast í mót Drottni. Þeirra blóð skal úthellast líka sem væri það duft og þeirra líkamir so sem það væri óhreinindi. Þeirra silfur og gull skal ekki hjálpa þeim á þeim reiðinnar degi, segir Drottinn, heldur allt landið skal eyðast við hans vandlætingareld. Því hann skal gjöra einn fljótan enda með alla þá sem búa í landinu.