II.

Þá kom [ engill Drottins upp frá Gilgal til Bókím og sagði: „Eg hefi leitt yður úr Egyptalandi og fært yður í það land sem eg sór yðar feðrum og sagða að eg vilda aldrei rjúfa minn sáttmála með yður og að þér skylduð öngvan sáttmála gjöra við þessa lands innbyggjara og þér skylduð niðurbrjóta þeirra altari. En þér hlýdduð ekki minni raust. Því hafi þér það gjört? Þá sagða eg so: Eigi vil eg útrýma þá fyrir yður svo þeir verði yður að einni snöru og þeirra skúrgoð yður að neti.“ [ Og sem engill Drottins hafði talað öll þessi orð til alls Ísraelsfólks þá upphóf almúginn sína raust og grét. Og þeir kölluðu þann stað [ Bókím og færðu Drottni fórnir í þeim sama stað.

Því að eftir það að Jósúa hafði skilið fólkið frá sér og Ísraelssynir voru af stað farnir, hver til sinnar arfleifðar að eignast landið, þá þjónaði fólkið Drottni so lengi sem Jósúa lifði og þeir elstu menn sem lengi lifðu eftir Jósúa og séð höfðu alla stóra Guðs gjörninga sem Drottinn hafði gjört Ísrael. Og sem Jósúa son Nún Guðs þénari var andaður þá hann var hundrað og tíu ára gamall jörðuðu þeir hann í Timnat í sínum landamerkjum á fjallinu Efraím í norður frá því fjalli Gaas. [

Þá þeir allir sem lifað höfðu á þeim tíma voru komnir til sinna (framliðinna) forfeðra so að þar eftir kom ein önnur ætt upp hver að ekki þekkti Drottinn, vissi og ekki af þeim verkum sem hann hafði gjört við Ísrael,

þá gjörðu Ísraelssynir illt í augliti Drottins og þjónuðu Baalím en yfirgáfu Drottin Guð sinna feðra hver þá hafði leitt af Egyptalandi og fylgdu annarlegum guðum, þess fólks guðum sem bjuggu í kringum þá, og tilbáðu þeirra guði og styggðu svo Drottin. [ Því þeir yfirgáfu Drottin æ og alltíð en þjónuðu Baal og Astarót. [

Og af þessu uppkveiktist Guðs reiði yfir Ísrael og hann gaf þá í þeirra hendur sem þá ræntu að þeir skyldu ræna frá þeim og hann seldi þá í sinna óvina hendur þar í kring svo þeir gátu ekki meir staðið í mót sínum óvinum heldur í hvað máta þeir vildu bera sig að þá var Guðs hönd í mót þeim til ólukku svo sem Drottinn hafði sagt og svarið þeim. [ Og þeir þrengdust mjög á allar síður.

Og þá Drottinn uppvakti þeim dómendur sem frelstu þá af ræningjanna höndum þá voru þeir ekki heldur þeim dómendum hlýðugir heldur frömdu þeir hór með annarlegum guðum og tilbáðu þá og viku fljótt af þeim vegi sem þeirra feður höfðu gengið, þeir sem hlýddu boðorðum Drottins og gjörðu ekki sem þessir. [

Og þá Drottinn uppvakti þeim dómara þá var Drottinn með dómaranum og hjálpaði þeim af þeirra óvina höndum so lengi sem sá dómarinn lifði. Því Drottinn sá aumur á þeirra kveinan yfir þeim sem þvinguðu og niðurþrykktu þá. En þegar sá dómarinn deyði þá sneru þeir sér og fordjörfuðu það meir en þeirra feður svo að þeir fylgdu öðrum guðum, þjónuðu þeim og tilbáðu þá. Þeir viku ekki af sínu uppsátri, eigi heldur af sínu hörðuðugu athæfi.

Og því uppkveiktist reiði Drottins yfir Ísrael að hann sagði: „Sökum þess að þetta fólk hefur yfirtroðið minn sáttmála sem eg hefi boðið þeirra feðrum og hlýðir ekki minni raust þá vil eg og hér eftir ekki fordjarfa heiðingjana sem Jósúa lét eftir þá hann deyði svo eg vil reyna Ísrael með þeim ef þeir vilja blífa á herrans vegi og ganga þar úti sem þeirra feður voru eða eigi.“ Svo lét Drottinn þessa heiðingja blífa að hann útrýmdi þá ekki so snöggt, þá sem hann hafði ekki yfirgefið í Jósúa hönd.