III

[ Framar, Kærir Bræður, þá gleðjið yður í DROTTNI. Því það eg skrifa yður jafnan hið sama, tregar mig ekki, og gjörir yður þess öruggari. Gefið gætur að Hundunum, gefið gætur að illum Erfiðurum, gefið og gætur að a Tilsníðingunni. Því að vér erum umsníðing, vér sem Guði þjónum í Andanum, og hrósum oss af Christo Jesú, og forlátum oss ekki upp á Holdið, þó að eg hafi, það eg megi mér af Holdinu hrósa. Fyrst einn annar lætur sér þykja, hann megi sér Holdsins hrósa, en þá miklu framar eg, sem á hinum átta degi er umskorinn, einn út af Ísraels fólki, af ætt BenJamin, Ebreskur af Ebreskum, og eftir Lögmálinu Phariseus, eftir Vandlætinu ofsóknari Safnaðarins, eftir Réttlætinu í Lögmálinu verið óstraffanlegur.

[ En hvað mín ávinning var, það hefi eg Christi vegna fyrir skaða reiknað. Því að eg held alla hluti skaða vera, í hjá þeirri yfirgnæfanlegu viðurkenningu Christi Jesú míns DROTTINS, fyrir hvers sakir eg hefi alla hluti skaða reiknað, og held þá fyrir þrekk, Svo að eg ávinni Christum, og í honum fundinn verði, það eg hefi ekki mitt Réttlæti út af Lögmálinu, heldur það sem fyrir Trúna á Christum kemur, sem er það Réttlæti, er af Guði Trúnni tilreiknað verður, hann að kenna, og kraft hans upprisu, og sameign hans Harmkvæla, það eg verði og hans dauða líkur, so að eg mætti honum í móti renna í upprisu framliðinna.

Ekki það eg hafi það þegar höndlað, eður sé þegar fullkominn, eg skunda honum eftir, hvort að eg geti einnen höndlað, eftir því að eg em af Christo Jesú höndlaður. Mínir Bræður, Eg held mig eigi sjálfan fyrir þann, að eg hafi það höndlað. En eitt vil eg segja, Það eg gleymi því, hvað til baka er, og dreg mig af því sem í fyrir er. Eg skunda að því uppsetta Takmarki, eftr því Hnossi hvert framheldur þeirri Himneskri kallan Guðs, í Christo Jesú. Svo margir sem af oss eru nú fullkomnir, þá verum so sinnaðir. Og ef þér skuluð nokkuð annað halda, þá látið Guð yður það opinbera, Þó so framt, að vér, framgöngum eftir a Reglunni er vér erum inn komnir, og verum líka sinnaðir. [

Fylgið mér eftir Kærir bræður, og gætið að þeim sem so ganga, lifa sem þér hafið oss til fyrirmyndar. Því að margir ganga so, af hverjum eg hefi oftsinnis sagt yður, en nú segi eg yður grátandi, þeir óvinir Krossins Christi, hverra ævilok er Fyrirdæmingin, hverra Guð Maginn er, og þeirra vegsemd sem Jarðlega sinnaðir eru verður til skammar. En vor umgengni er á Himnum, hvaðan vér væntum frelsarans DROTTINS Jesú Christi, sá vorn fáfengann Líkama mun forklára, það hann líkur verði hans forkláruðum Líkama, eftir þeirri verkan, þar hann kann sér alla hluti með undirgefna að gjöra.