XI.

En hver sér hrósar, sá hrósi sér í Drottni. Því fyrir það er enginn reyndur það hann lofar sig sjálfur heldur það Drottinn lofar hann. Gæfi Guð þér hélduð mér litla eina fávisku til góða því eg vanda um við yður með guðlegu vandlæti. Því að eg hefi fastnað yður einum manni svo að eg í hendur selda Kristi eina skírlífa mey. En það óttunst eg að líka sem höggormurinn tældi Evu með sinni fláræði so líka megi og fordjarfast yðar hugskot og affalla í frá þeim einfaldleik sem er í Christo. [ Því ef sá sami sem til yðar kemur prédikaði einn annan Jesúm, þann vér höfum ei prédikað, eða ef þér meðtækjuð annan anda þann þér höfðuð ekki meðtekið, elligar annað evangelium það þér höfðuð ekki meðtekið, þá umliðu þér það réttlega.

Því að eg held það eg sé eigi minni heldur en .þeir hinir æðri postular eru. Og þótt eg sé fáfróður í málinu þá em eg þó eigi fáfróður í viðurkenningunni. Því eg em hjá yður öldungis vel kenndur. Eða hefi eg syndgast í móti því það eg minnkaði mig so að þér upphefðust? Því að eg hefi kunngjört yður þetta evangelium fyrir ekkert og eg hefi rænt aðrar samkundur og verðlaunin af þeim tekið það eg prédikaði yður. Og þann tíð eg var hjá yður nálægur og mig skorti var eg öngum þungur því mína nauðþurft uppfylldu þeir bræður sem komu af Macedonia. Og í öllum hlutum gætta eg mín að vera utan þyngsla við yður og svo vil eg og gæta mín héðan í frá.

Því so sannarlega sem Krists sannleikur er í mér þá skal mér þessi hrósan í héröðum Achaia ekki tilstífld verða. Hvar fyrir? Að eg skyldi ei elska yður? Guð veit það. En hvað eg gjöri og vil gjöra það gjöri eg fyrir það að eg afsníði þeim það tilefni sem tilefnis fara á leit það þeir mættu hrósa sér að þeir sé so sem vér. Því að þessháttar falspostular og sviksamlegir erfiðismenn gjöra sig að Krists postulum. Og það eru eigi undur því sjálfur andskotinn umsnýr sér stundum til ljóssins engils. Fyrir því er það eigi mikilsvert þótt hans þénarar umvendi sér einnin til réttlætisins prédikara, hverra endalok munu verða eftir þeirra verkum.

Eg segi nú enn aftur það enginn meini það eg sé fávís. En ef eigi, þá meðtakið mig sem annan fávísan so það eg hrósi mér einnin nokkuð lítið. Hvað eg tala nú það tala eg, eigi svo sem í Drottni, heldur so sem í fávisku, með því vér erum í hrósunina komnir. Af því margir hrósa sér eftirholdinu vil eg einnin hrósa mér. Því að þér umlíðið gjarnan fáfróða með því þér eruð sjálfir vitrir. Þér umlíðið þótt nokkur hneppi yður í þrælkan, þótt nokkur féfletti yður, þótt nokkur taki frá yður, þótt nokkur hrokist upp við yður, þótt nokkur slái í yðra ásjónu. Þetta segi eg eftir óvirðing so sem að værum vér breyskvir vorðnir.

Í hverju helst sem það nokkur er djarfur – eg tala í heimsku – þá em eg einnin djarfur. Þeir eru ebreskir – eg einnin. Þeir eru Israeliti – eg einnin. Þeir eru Abrahams sæði – eg einnin. Þeir eru Krists þénarar – eg tala heimskulega – eg em miklu framar. Eg hefi meir erfiðað, eg hefi meiri högg liðið, eg em oftar fanginn verið, oftar í dauðans hættu. Af Gyðingum hefi eg fimm sinnum fengið fjörutigu slög einu færra. Þrisvar sinnum egm eg húðstrýktur, einu sinni grýttur. Þrisvar hefi eg skipbrot liðið. Dag og nótt var eg í sjávardjúpi. Oft þá hefi eg í ferðum verið. Eg hefi verið í háskasemdum til vats, í háskasemdum meðal morðingja, í háskasemdum millum Gyðinga, í háskasemdum meðal heiðingja, í háskasemdum í bhorgum, í háskasemdum á eyðimörku, í háskasemdum á sjó, í háskasemdum meðal falskra bræðra, í eymdum og erfiði, í miklum vökum, í hungri og þorsta, í miklum föstum, í kulda og klæðleysi.