XLII.

Og Job svaraði Drottni og sagði: [ „Eg meðkenni að þú formátt alla hluti og að þar er enginn þanki fólginn fyrir þér. Sá er einn fávís mann sem það þenkir að hann geti hulið sitt ráð. Þar fyrir þá meðkenni eg að eg talaði fávíslegana um það sem mér er forhátt og eg skil ekki. Svo heyr þú nú, leyf þú mér að mæla. Eg vil spyrja þig að, lær þú mig. Eg hefi heyrt þig með eyrunum og mín augu þau sjá þig nú einnin. Þar fyrir játa eg mig nú sakaðan vera og eg vil iðran gjöra í ösku og dufti.“

Þá eð Drottinn hafði talað þessi orð við Job þá sagði hann til Elífas af Teman: [ „Mín reiði er heiftug orðin yfir þér og þeim tveimur þínum vinum því að þér hafið ekki talað réttvíslega um mig svo sem minn þénari Job. Svo takið nú sjö uxa og sjö hrúta og gangið burt til míns þénara Job og offrið brennifórnum fyrir yður og látið Job minn þénara biðja fyrir yður. Því að hann vil eg álíta svo að eg láti ekki sjá hversu fávíslega að þér hafið gjört. Því að þér hafið ekki talað rétt um mig so sem minn þénari Job.“ Svo fóru þeir Elífas af Teman, Bildad af Súa og Sófar af Naema og gjörðu svo sem Drottinn hafði þeim sagt. Og Drottinn áleit Job.

Og Drottinn sneri Jobs fjötrum þá eð hann bað fyrir vinum sínum. [ Og Drottinn gaf Job tvefalt svo mikið sem hann hafði áður haft. Og allir hans bræður og allar hans systur og allir þeir eð áður voru hans kunningjar þá komu til hans og átu með honum í hans húsi og snerust til hans og hugsvöluðu honum yfir öllum þeim hörmungum sem Drottinn hafði látið yfir hann koma. Og hver einn þeirra gaf honum fagran silfurpening og eitt gullhlað. Og Drottinn blessaði Job eftir það meir en áður fyrri, so að hann átti fjórtán þúsundir sauða og sex þúsund úlfalda og þúsund pör uxa og þúsund asna. Og hann fékk sjö sonu og þrjár dætur. Og hann kallaði þá hinu fyrstu Jemíma, hina aðra Kesía og þá hina þriðju Keren Hapúk. Og þar fundust ekki so fríðar kvinnur í öllu landinu sem að voru þær dætur Job. Og faðir þeirra gaf þeim arftöku á meðal bræðra sinna.

Og Job lifði eftir það í hundrað og fjörutígi ár svo að hann sá börn og barnabörn sín allt í fjórðu ættkvísl. Og Job andaðist gamall og saddur lífdaganna.

Endir bókarinnar Job.