XVIII.

Og löngum tíma þar eftir þá kom orð Drottins til Eliam á því þriðja ári og sagði: [ „Far þú og sýn þig Akab svo eg láti rigna yfir jörðina.“ Og Elías fór af stað að hann léti Akab sjá sig. Og þar var mikið hallæri í Samaria.

Og Akab kallaði Abdía sinn hofgarðsmeistara til sín. [ En Abdías óttaðist harla mjög Drottin. Því að þann tíma sem Jesabel drap Guðs spámenn þá tók Abdías hundrað spámenn og geymdi þá í hellum, hér fimmtígi og þar fimmtígi, og gaf þeim brauð og vatn. So sagði nú Akab til Abdías: „Reistu í gegnum landið til allra rennandi lækja og uppsprettna og vit ef vér mættum finna hey heystum og múlum svo að kvikfénaðurinn deyi eigi allur.“ Og þeir skiptu með sér landinu til yfirferðar. Akab fór alleina einn veg og Abdías þann annan veginn.

En sem Abdías var nú á veg kominn, sjá, þá mætti Elías honum. Og sem hann þekkti hann þá féll hann fram á sína ásjónu og sagði: [ „Ert þú ekki minn herra Elías?“ Hann sagði: „Já. Far og seg þínum herra: Sjá, Elías er hér.“ Hann svaraði: „Hvað hef eg, þinn þénari, misgjört að þú vilt gefa mig í hendur Akab svo hann skuli slá mig í hel? Svo sannlega sem Drottinn þinn Guð lifir þá er þar ekkert fólk eða konungsríki til hvers að minn herra hefur eigi sent að leita eftir þér. Og þá þeir sögðu: Hann er ekki hér, þá tók hann einn eið af því kóngsríki og fólki að þeir hefðu hvergi fundið þig.

En nú segir þú: Far burt til þíns herra: Sjá, Elías er hér. Og þá eg fer nú í burtu frá þér þá má ske að Guðs andi flytji þig í burtu í þann stað sem eg veit ekki en ef eg segi Akab til þín en hann fyndi þig þá ekki eftir á þá mun hann slá mig í hel. En þinn þénari hefur óttast Drottin frá sínum barndómi. Er það ekki heyrumkunnigt orðið mínum herra hvað eg gjörði þá Jesabel drap Drottins spámenn að eg falda hundrað spámenn, í einum stað fimmtígi og í öðrum stað fimmtígi, í jarðholum og eg fædda þá með brauði og vatni? Og þú segir nú: Far og seg þínum herra: Helías er hér, so að hann slái mig í hel!“ Elías sagði: „Svo sannlega sem Drottinn Sebaót lifir fyrir hvers augliti eg stend: Í dag vil eg sýna mig Akab.“

Síðan fór Abdías burt í móts við Akab og undirvísaði honum þetta. Og Akab gekk í móti Elía. Og þá Akab sá Eliam mælti Akab til hans: „Ert þú sá sem að sturlar Ísrael?“ Hann svaraði: [ „Eigi sturla eg Ísrael heldur þú og þíns föðurs hús með því að þér forlétuð Drottins boðorð og gangið eftir Baal. Nú vel, send þú nú út og lát samansafna öllum Ísrael til mín og þeim fjórum hundruðum og fimmtígi Baals prophetum upp á fjallið Karmel og þeim fjórum hundruðum lundanna spámönnum sem eta af Jesabels borði.“ [ Svo sendi Akab út til allra Ísraelssona og kallaði saman spámennina upp á fjallið Karmel.

Þá gekk Elías fram fyrir allt fólkið og sagði: „Hversu lengi vilji þér haltra á báðar síður? Sé Drottinn Guð þá eftirfylgið honum en sé Baal það þá gangið eftir honum.“ En fólkið svaraði honum öngvu. Þá sagði Elías til fólksins: „Eg er nú alleina orðinn einn eftir af spámönnum Drottins en Baals spámenn eru fjögur hundruð og fimmtígi manna. Fáið oss nú tvo uxa og látið þá velja af öðrum hvorn þeir vilja og höggvi þeir hann í stykki og leggi upp á viðinn og láti öngvan eld þar undir. Eg vil taka annan uxann og leggja hann á viðinn og eigi heldur leggja þar eld undir. Síðan skulu þér kalla á yðars guðs nafn og eg vil kalla á nafn Drottins. Og hver sá Guð sem nú bænheyrir fyrir eldinn, sá skal vera Guð.“ Og allt fólkið svaraði og sagði: „Það er rétt.“

Og Elías sagði til Baals spámanna: „Útveljið yður nú annan uxann og búið fyrri til fórnfæringar því þér eruð fleiri og kallið á yðars guðs nafn og leggið öngvan eld þar undir.“ Og þeir tóku þann uxa sem hann fékk þeim og bjuggu hann til og kölluðu á Baals nafn frá morni og inn til miðdags og sögðu: „Baal, bænheyr oss!“ En þar kom engin rödd og ekkert svar í móti. Og þeir höltröðu um kring altarið það þeir höfðu gjört. En sem kominn var miðdagur þá spottaði Elías þá og sagði: „Kallið hátt því hann er einn guð. Hann hefur nokkuð að hugsa eða gjöra eða má vera hann sé farinn nokkuð eða hann sofi svo að hann vakni.“ Og þeir kölluðu hátt og særðu sig með hnífum og handsöxum sem siður þeirra var til so að blóð rann um þá. [ En sem miðdagurinn var nú liðinn þá spáðu þeir þar til að fórnfæringartími var kominn en Baal gaf öngva raust og ekkert svar og eigi ansaði hann þeirra bænum.

Þá sagði Elías til alls fólksins: „Komi allt fólkið hingað til mín.“ Og sem allt fólkið kom til hans þá bætti hann upp það Drottins altari sem niður var brotið og tók tólf steina eftir ættartölu sona Jakobs (til hvers að Drottins orð skeði og sagði: [ „Þú skalt kallast Ísrael“). Og hann byggði eitt altari í nafni Drottins af þeim steinum. Og hann gjörði eina vatnrás í kringum altarið so víða sem er tveggja kornmæla rúm. Og hann hlóð viðnum í bulung og sundraði uxann í stykki og lagði hann ofan á viðinn og sagði: „Sækið fjögur ker með vatn og ausið yfir brennifórnina og yfir viðinn.“ Og hann sagði: „Gjörið það annan tíma.“ Og þeir gjörðu svo í annað sinn. Og hann sagði: „Gjörið það enn í þriðja sinni.“ Og þeir gjörðu það í þriðja sinn so að vatnið rann í kringum altarið og gröfin varð full af vatni.

Og þegar sá tími var kominn að offra skyldi matoffri þá gekk Elías spámaður fram og sagði: „Drottinn, Abrahams, Ísaks og Ísraels Guð, lát það í dag kunnigt verða að þú ert alleina Guð í Ísrael og eg þinn þénari hafi allt þetta gjört eftir þínu orði. [ Bænheyr mig, Drottinn, bænheyr mig svo að þetta fólk megi vita að þú, Drottinn, ert Guð og að þú hér eftir umsnúir þeirra hjörtum.“ Þá féll eldur Drottins niður og uppbrenndi brennioffrið, viðinn, steinana og jörðina og so vatnið í díkinu. En sem allt fólkið sá þetta féll það fram á sínar ásjónur og sagði: „Drottinn er Guð, Drottinn er Guð.“

Þá sagði Elías til þeirra: [ „Handtakið Baals spámenn so að enginn af þeim komist undan.“ Og þeir höndluðu þá. Og Elías færði þá ofan til lækjarins Kíson og drap þá þar.

Og Elías sagði til Akab: „Far þú upp, et og drekk því nú þýtur fyrir miklu regni.“ En sem Akab fór upp að eta og drekka þá gekk Elías upp á Karmel þar sem það var hæst og lagðist á grúfu til jarðar og setti sitt höfuð á millum sinna knia. Og hann sagði til síns þénara: „Gakk upp og horf í haf út.“ Hann gekk upp og hugði að og sagði: „Þar er ekkert að sjá.“ Og hann sagði: „Gakk aftur þangað“ sjö sinnum. Og í sjöunda sinni sagði hann: „Sjá, þar dregur upp lítinn skýflóka úr hafinu líka sem eins manns hönd.“ [ Hann sagði: „Far upp og seg þú Akab að hann spenni fyrir sinn vagn og fari ofan so að regnið grípi hann eigi.“ Og því næst áður en menn varði varð himinninn dimmur af þykkvum skýjum og vindi og kom eitt ákaft regn. En Akab fór og kom til Jesreel. Og hönd Drottins kom yfir Eliam og hann gyrti lendar sínar og fór undan Akab þar til að hann kom í Jesreel.