LV.

Nú vel, allir þér sem þyrstir eruð, komið hingað til vatsins, og þér sem öngva peninga hafið, komið hingað, kaupið og etið, komið hingað og kaupið án peninga, fyrir ekki neitt, bæði vín og mjólk. [ Hvar fyrir telji þér peninga út þar ekki neitt brauð er og kostið þar yðru erfiði til hvar þér kunnið ekki saddir að verða? Heyri þér mér heldur og etið það góða, þá mun yðar sála í sælgæti feit verða. Hneigið yðar eyru hingað og komið hér til mín. Heyrið, þá mun yðvar sála lifa því að eg mun við yður eilíflegan sáttmála gjöra, einkum sem er þá vissulega náðina [ Davíðs. [ Sjá þú, eg hefi sett hann lýðnum til vitnismanns, til höfðingja og yfirboðara fólkino. Þú mant hina heiðnu kalla hverja eð þú þekkir ei og þeir hinir heiðnu sem ekki þekkja þig munu hlaupa til þín vegna Drottins Guðs þíns og þess Hins heilaga í Ísrael sem þig vegsamar.

Leitið Drottins á meðan hann má finnast, kallið á hann á meðan hann er nálægur. Sá hinn óguðlegi láti af sínum vegi og illvirkinn af sinni hugsan og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, og til Guðs vors, því að í hjá honum er mikil fyrirgefning. [ Því mínar hugsanir eru ei sem yðrar hugsanir og yðrir vegir eru ei mínir vegir, segir Drottinn. Heldur so miklu meir sem það himinninn er hærri en jörðin so eru einnin mínir vegir hærri en yðrir vegir og mínar hugsanir en yðrar hugsanir.

Því að líka sem regnið og snjórinn það kemur af himni ofan og fer ei þangað aftur heldur vökvar það jörðina og hana frjóvsama gjörir og lætur vaxa so að hún gefur sæðið til að sá og brauðið til að eta, so skal það orðið sem út af mínum munni framgengur einnin vera: [ Það skal ekki tómt aftur til mín koma heldur gjöra það hvað mér vel þóknast og það skal vel gagnast þeim til hverra eg sendi það. Því að þér skuluð í gleðinni í burt fara og í friðinu út leiddir verða. Fjöllin og hálsarnir skulu fyrir yður glaðværir vera meður lofsöng og öll trén á mörkunum með lófaklappi. Grenið skal vaxa í staðinn þistlanna og myrrutréð í staðinn þyrnanna. Og Drottni skal það eitt nafn og eitt eilíft teikn vera það ekki mun í burt tekið verða.