Bókin Jósúa

I.

Og það skeði þá Móses þjón Drottins var andaður þá sagði Drottinn til Jósúa sonar Nún hver að verið hafði Móses þénari: „Móses minn þjón er andaður. Þar fyrir tak þig upp og far yfir þessa Jórdan, þú og allt þetta fólk, í það land sem eg gaf þeim Ísraelssonum. Og eg hefi gefið yður alla þá staði sem þér komið fótum á, so sem eg áður sagði til Mósen. Frá eyðimörkinni og þessu fjalli Líbanon allt að því mikla vatni Euphrates, allt til Hetithers land inn til þess stóra vesturhafs skal vera yðars lands ummerki. [ Enginn skal standa í móti þér alla þína lífdaga. Eg vil vera með þér líka so sem eg var með Móse og eigi vil eg yfirgefa þig og ekki heldur víkja frá þér. Vertu hughraustur og óefaður því þú skalt skipta landinu með þessu fólki hvert eg sór þeirra forfeðrum að gefa þeim.

Vertu þar fyrir öruggur og mjög hughraustur so að þú haldir og gjörir alla hluti eftir lögmálinu því sem minn þénari Móses bauð þér. Vík þú þar eigi frá, hverki til hægri né vinstri handar, so þú kunnir að höndla forsjállega í öllum þeim hlutum sem þú skalt gjöra. Og lát þessa lögmálsbók ekki koma frá þínum munni heldur iðka þú hana dag og nótt so þú megir halda og gjöra alla hluti þar eftir so sem skrifað er í henni. [ So skal það lukkast þér vel í öllu því þú gjörir og þú munt forsjállega kunna þér að hegða. Sjá þú, eg hefi boðið þér að þú sért hughraustur og styrkur. Óttast ekki og vert ekki hræddur því að Drottinn þinn Guð er með þér í öllum þeim hlutum sem þú skalt gjöra.“

Eftir þetta bauð Jósúa fólksins höfðingjum og sagði: „Farið um allar herbúðirnar og skipið fólkinu og segið: Tilbúið yður vistir því að þér skuluð ferðast yfir um þessa Jórdan eftir þrjá daga so að þér innkomið og eignist það landið sem Drottinn yðar Guð mun gefa yður.“

Og Jósef sagði til þeirra Rúbensona, Gaðsona og til hálfrar Manasses kynkvíslar: „Minnist á þau orð sem Móses þénari Drottins talaði til yðar og sagði: Drottinn yðar Guð hefur veitt yður hvíld og gefið yður þetta land. [ Látið yðar kvinnur, börn og búsamala blífa eftir í landinu því sem Móses hefur gefið yður þessumegin Jórdanar en þér skuluð ganga alvopnaðir fyrir yðrum bræðrum, allir þér sem vopnfærir eruð, og hjálpa þeim þar til að Drottinn gefur yðar bræðrum hvíld líka so sem yður, að þeir eignist landið sem Móses Guðs þénari gaf yður til eignar hinumegin Jórdanar, mót austri.“

Og þeir svöruðu Jósúa og sögðu: „Vér viljum gjöra allt það sem þú hefur boðið oss, svo og viljum vér fara hvert sem þú sendir oss. Og so sem vér vorum Móses hlýðugir so viljum vér hlýða þér. Veri aðeins Drottinn Guð þinn með þér líka sem hann var með Móse. Hver sem er þínum munni óhlýðugur og ekki hlýðir þínum orðum í öllu því þú býður oss sá skal deyja. Vert þú aðeins hughraustur og styrkur.“