Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Þá nokkur maður fær bólgu í sitt hold eða kláða eða hvítnar hans hold, so sem það vildi verða spitelska í hans holdi, þá skal leiða þann mann fyrir prestinn Aron eða fyrir eirn af hans sonum á meðal prestanna. [ Og þá presturinn sér flekkinn á hans hörundi, að hárið hvítnar og að það er djúpara til að sjá á þeim stað en annarsstaðar á hans holdi, þá er það vissilega líkþrá. Þar fyrir skal presturinn skoða hann og dæma hann óhreinan.

En sé þar nokkur hvítur flekkur á hans hörundi og er þó ekki djúpara til að sjá en hans annað skinn á holdinu og hárið hvítnar ekki, þá skal presturinn byrgja hann inni í sjö daga og skoða hann á þeim sjöunda degi. Sé það so að flekkurinn blífur samt sem fyrri sýndist hann og hefur ekki innétið sig á holdinu, þá skal presturinn byrgja hann inni í aðra sjö daga. Og þá hann skoðar hann í enn annan tíma á þeim sjöunda degi og formerkir hann að flekkurinn er í burt horfinn og hefur ekki víðar innétið sig á holdinu, þá skal hann dæma hann hreinan, vegna því það er kláði. Og hann skal þvo sín klæði og þá er hann hreinn. Og ef sá kláði étur sig víðara út á holdinu síðan hann var skoðaður af prestinum og dæmdur hreinn, en er nú í annan tíma skoðaður af prestinum, og ef presturinn sér það að kláðinn hefur étið sig víðara inn í holdið, þá skal hann dæma hann óhreinan, því það er vissulega spitelska.

Ef nokkur spitelsk ákoma er á manninum þá skal leiða hann til prestsins. Og nær hann sér og formerkir að þar er hvítt upphlaupið á skinninu og að hárið hvítnar og hörundið er rauðbólgið þá er það vissulega ein gömul líkþrá í hans holdi. Þar fyrir skal presturinn dæma hann óhreinan og ekki byrgja hann inni, því hann er allareiðu óhreinn.

En þegar spitelskan brýst út í holdinu og hylur allan líkamann, frá höfðinu allt til fótanna, allt það sem presturinn má sjá með augunum, sér þá presturinn og finnur að spitelskan hefur hulið allt hans hold, þá skal hann dæma hann hreinan, því að það er orðið alltsaman hvítt á honum. Því er hann hreinn. En er það rautt hörund bólgið á þeim degi sem hann er skoðaður, þá er hann óhreinn. Og þá presturinn sér það rauðbólgið hörund þá skal hann dæma hann óhreinan, það hann er óhreinn og það er víst spitelska. En ef það rauðbólgna hörundið umbreytist og verður hvítt, þá skal hann koma til prestsins. Og þá presturinn skoðar og formerkir að ákoman er orðin hvít, þá skal hann dæma hann hreinan, því hann er hreinn.

Vaxi þar kýli á nokkurs manns húðar holdi og læknast aftur og þar kemur upp síðan nokkuð hvítt í þeim sama stað eða verði þar hvítrauður flekkur, hann skal skoðast af prestinum. Sjái það presturinn að það er djúpara að sjá en hanns annað hold og að hárið er orðið hvítt þá skal hann dæma hann óhreinan, því að þar er víst ein spitelsk ákoma orðin af því kýli. En sjái presturinn og finni að hárið er ekki hvítt og að það er ekki djúpara að sjá en annað hans hold og er horfið, þá skal hann byrgja hann inni í sjö daga. Og ef það étur sig þá víðara út í hans holdi þá skal hann dæma hann óhreinan, því það er vissulega spitelsk ákoma. En blífi hvíti flekkur so samt og étur ekki víðara um sig þá er það örið af kýlinu og presturinn skal dæma hann hreinan.

Þegar nokkur brennir sig á eldi á skinninu og það hold er brann hefur rautt eður hvítt ör og presturinn skoðar hann og formerkir að hárið er orðið hvítt á þeim stað sem brann og er djúpara til að sjá heldur en annað hold, þá er þar sannlega orðin ein spitelska af þeim bruna. Þar fyrir skal presturinn dæma hann óhreinan, því það er spitelskt teikn. En sjái presturinn og finni að hárið á þeim stað hefur ekki umskiptst í hvítt og er ekki djúpara en annað hold og er þar með í burt horfið, þá skal hann byrgja hann inni í sjö daga og þann sjöunda dag skal hann skoða hann. Hafi það þá víðara útétið sig á hans holdi, þá skal hann úrskurða hann óhreinan, því það er spitelska. En hafi það verið kyrrt á þeim brunastað og ekki víðara étið sig í holdið og er þar með horfið, þá er það ör af brunanum. Og presturinn skal dæma hann hreinan, því það er eitt ör af þeim bruna.

Verði nokkur maður eða kvinna skurfóttur á höfðinu eða í skegginu og presturinn skoðar teiknið og finnur að sá blettur er lægri heldur en annað hold til að sjá og hárið á sama stað er gult og þunnt, þá skal hann dæma hann óhreinan, því það er spitelsk skurfa á höfðinu eða í skegginu. En sjái presturinn að skurfan er ekki lægri til að sjá heldur en holdið og hárið er ekki svart, þá skal han byrgja þann inni í sjö daga. Og þá hann skoðar það á inum sjöunda degi og formerkir að sama skurfa hefur ekki víðar innétið sig og þar eru engin gul hár og skurfan er ekki djúpari til að sjá en annað hold, þá skal hann raka sér, þó hann raki ekki skurfuna. Og presturinn skal lykja hann inni aftur í aðra sjö daga. Og þá hann skoðar hann á þann sjöunda dag og formerkir að skurfan hefur ekki víðar útétið sig á holdinu og að það er ekki djúpara til að sjá en annarsstaðar á holdinu, þá skal presturinn segja hann hreinan og hann skal þvo sín klæði, því hann er hreinn. En sé það so að skurfan éti sig víðara út á holdinu síðan hann er dæmdur hreinn og presturinn sér það og formerkir að skurfan hefur so víðara inn étið sig á holdinu, þá skal hann ekki meir leita þar eftir ef hárið er gult, því hann er óhreinn. En sé skurfan kyrr fyrir hans augum og þar er svart hár upp á vaxið, þá er skurfan læknuð og hann er hreinn. Og þar fyrir skal presturinn segja hann hreinan.

Nær eirn maður eða kvinna hefur nokkurn hvítan flekk á húð síns holds og presturinn skoðar það sama og sá hvíti flekkur í burt hverfur, þá er ein hvít skurfa uppvaxin í skinninu og hann er hreinn.

En nær hárið fellur af nokkurs manns höfði so hann verður sköllóttur, hann er hreinn. Falli það honum framan af höfðinu og það verður glærotið, þá er hann hreinn. En vaxi þar á þeim bersköllótta eða hvar hann er rotinn eirn hvítur eða rauður flekkur, þá er þar spitelska upprunnin á þeim hárlausa eða á því sköllótta höfði. Þar fyrir skal presturinn skoða hann og þá hann formerkir að hvítur eða rauður flekkur er kominn á því glærotna eða sköllótta höfði og það er að sjá so sem líkþrá á skinnin, þá er hann spitelskur og óhreinn. Og presturinn skal segja hann óhreinan fyrir sakir þvílíks merkis sem er á hans höfði.

En hver sem þar er nú líkþrár, hans klæði skulu vera sundurrifin og hans höfuð bert en munnurinn huldur og skal kallast með öllu óhreinn. [ Og so lengi sem það teikn er á honum skal hann vera óhreinn. Hann skal búa alleina og hans heimili skal vera fyrir utan herbúðirnar.

Sé þar nokkuð spitelskt teikn á nokkru klæði, hvort heldur það er á ullu eða líni, á uppistöðunni eða fyrirvafinu, hvort heldur það er af líni eða af ullu, eða á skinni, eða á sérhverju því sem gjört er af skinni, og þá það teikn er bleikt eða rautt á klæðinu eða skinninu eða á uppistöðunni eða á fyrirvafinu eða á nokkrum hlut sem gjörður er af skinni, það er víst eitt spitelskt teikn. [ Þar fyrir skal presturinn skoða það. Og þá hann sér teiknið þá skal hann loka það inni í sjö daga. Sjái hann það á hinum sjöunda degi að teiknið hefur víðara étið sig inn á klæðinu, á þræðinum, eða á fyrirvafinu, á skinninu eða á nokkru því sem gjört er af skinni, þá er það eitt étandi spitelskt teikn og er óhreint. Og mann skal brenna það sama klæði eða þráðinn eða fyrirvafið, hvort það er heldur af ullu eða af líni, eða hvaða skinnavöru það er, á hvörju að soddan teikn er, því það er spitelskt teikn og skal uppbrennast í eldi.

En sjái presturinn að teiknið hefur ekki étið sig víðara inn á klæðinu eða á þræðinum eða á fyrirvafinu eða á hvaða skinnavöru það er, þá skal hann skipa að þvo það sem teiknið er á og lykja það inn í aðra sjö daga. Sjái þá presturinn eftir á þá teiknið er þvegið að það hefur eigi umbreyst fyrir hans augum, hefur og ekki víðara innétið sig, þá er það óhreint og skal brennast í eldi, því það hefur djúpt innétið sig og gjört það kláðugt. En nær presturinn sér að teiknið er horfið eftir það það er þvegið þá skal hann rífa það af klæðinu, af skinninu, af þræðinum eða af fyrirvafinu. Vill það enn brjótast út aftur á klæðinu, á þræðinum, á fyrirvafinu og á allsháttuðu skinnverki, þá er það flekkur og skal brennast í eldi, þar soddan teikn er. En sé það teikn gengið af klæðinu, af þræðinum eða af fyrirvafinu eða af öllu því sem gjört er af skinni síðan það var þvegið, þá skal það þvost aftur og so er það hreint.” Þetta er lögmálið um spitelskt teikn á klæðunum, hvort heldur þau eru af ullu eða líni, á þræðinum, á fyrirvafinu og á öllu því sem gjört er af skinni, til að segja það hreint eða óhreint.