XLV.

Þetta er það orð sem Jeremias propheti talaði til Barúk Neríasonar þá eð hann skrifaði þessi orð í eina bók af munni Jeremias, á því fjórða árinu Jóakím Jósíasonar konungsins Júda, og sagði: [ So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels af þér, Barúk: Þú segir „Vei mér! Hvernin hefur Drottinn lagt mér til sorg ofan á sorg! Eg styn mig móðan og finn öngva hvíld.“ Seg þú honum so: Svo segir Drottinn: Sjá þú, eg niðurbrýt það sem eg uppbyggði og það sem eg hefi gróðsett það uppræti eg ásamt með öllu þessu miínu eigin landi. Og þú girnist so mikla hluti. Girnst það ekki því að sjá þú, eg vil koma láta ógæfu yfir allt hold, segir Drottinn, en eg vil gefa þér þína sálu að hlutskipti hvert sem þú fer.