X.

So gaf Guð Macchabeo og hans liðsmönnum þann hug að þeir inntóku musterið og borgina aftur og niðurrifu hin önnur altarin og kirkjur sem heiðingjar höfðu hér og hvar á strætunum uppreist. [ Og þá þeir höfðu musterið hreinsað þá smíðuðu þeir annað altari, tóku eldstein og slógu eld og fórnfærðu að nýju, hvað ekki var gjört í tvö ár og sex mánuði, og offruðu reykelsi og kveiktu á lömpunum og framsettu skoðunarbrauðin. [ Þá þetta var allt búið féllu þeir fram á sínar ásjónur fyrir Drottni og báðust fyrir að hann ekki lengur léti þá koma í slíka hörmung heldur ef þeir misgjörði oftar honum á móti þá vildi hann miskunnsamlega straffa þá en gefa þá ekki þeim guðlösturum og grimmum heiðingjum í hendur.

Og Guð lét það svo ske að musterið varð hreinsað á þeim sama degi á hverjum það var áður af heiðingjum saurgað, einkum á þann tuttugasta og fimmta dag mánaðarins kaslev. [ Og þeir héldu heilagt með fögnuði átta daga so sem tjaldbúðarhátíð og minntust þar á að þeir fyrir litlu höfðu haldið þeirra tjaldbúðarhátíð í eyðistöðum og í hellum svo sem villudýr og báru blómgandi grös og grænar greinir og pálmaviðu, lofandi Guð sem þeim hafði sigurinn gefið að hreinsa hans musteri. Þeir létu og eitt boð út ganga um allt Júdaland að menn skyldu halda árlega hátíð á þessum degi. So hafði Antiochus hinn göfgi einn endadag.

Nú eftirfylgir um Antiochum Eupator, hins óguðlega Antiochi son, hvað fyrir ófriður verið hefur undir hans ríkisstjórnan ætíð í öllum stöðum. [

Þá Eupator var kóngur setti hann Lysian til hins hæðsta höfðingja sá fyrr var höfuðsmaður í Phenice og Coelo-Syria. [ En Ptolomeus Macron, sá sem gjarna hlíft hefði Gyðingum með rétt af því að þeir höfðu þangað til liðið so mikið ofríki og óréttindi, hann kostaði kapps á að menn skyldu láta þá í friði vera. [ Þar fyrir klöguðu hans vinir hann fyrir Eupator og kölluðu hann opinberlega einn forræðara af því að hann hafði uppgefið eyna Syprus fyrir Antiocho hinum göfga hverja Philometor hafði honum bífalað og hann hlaut að hafa minni bífalning. Það fékk honum slíks hugarangurs að hann deyddi sjálfan sig með olivian.

Þá Gorgias varð nú höfuðsmaður yfir því sama takmarki safnaði hann stríðsfólki og lagði sig sérdeilis í móti Gyðingum. [ Það sama gjörðu og Edómítar. [ Hvar sem þeir gátu þá útráku þeir Gyðingana af köstulum og hagstæðum borgum og tóku til sín þá afföllnu Gyðinga sem útreknir voru af Jerúsalem.

Þá kom Macchabeus og hans flokkur til samans og báðu að Guð vildi hjálpa þeim. [ Og þeir féllu inn í fastar borgir Edómíta og unnu þær með valdi og í hel slógu alla þá sem gripu til vopna á múrnum og aðra þá sem þeir gátu yfirkomist so að það voru tuttugu þúsundir. En níu þúsundir flýðu undan þeim í tvo sterka turna hverjir eð búist höfðu við ófriðarstormi. Þá setti Júdas Macchabeus til Símon, Jósef og Zacheum og lét eftir hjá þeim so mikið fólk að þeir höfðu nógan liðsafla til að storma upp á turnana. En hann reisti sjálfur fyrir aðrar borgir. En sá flokkur sem var hjá Símon lét snúa sér með fé af þeim sem í turnunum voru og meðtóku af þeim fimmtán og tuttugu þúsundir gyllini og létu þá fara í burt. Þá Macchabeus spurði það kallaði hann höfuðsmennina til samans og áklagaði þetta að þeir hefði selt sína bræður fyrir fé og létu óvinina komast í burt. Og hann lét lífláta þá svo sem svikara og stormaði jafnsnart til þeirra tveggja turna. Og það lukkaðist honum og hann í hel sló í þeim báðum köstulum meir en tuttugu þúsundir manna. [

En Timotheus, hvers lið Gyðingar höfðu áður slegið, bjó sig til með miklu liði af útlensku fólki og safnaði miklu riddaraliði úr Asia og kom þeirrar meiningar að hann vildi afmá allan Gyðingalýð. [ Og þá hann kom til landsins þá bað Macchabeus og hans flokkur til Drottins, dreifandi ösku yfir höfuð sér og íklæddust sekkjum og féllu fram fyrir altarinu og báðu að Guð vildi vera þeim hollur en óvinunum gramur og setja sig á móti þeim sem sig uppreisti í móti honum so sem í lögmálinu skrifað stendur. [

Þá þeir höfðu nú so lokið sinni bæn tóku þeir sínar verjur og reistu lágan vegg út af staðnum þar til þeir mættu óvinunum. Og jafnsnart sem sólin gekk upp tókst þar bardagi þó þar væri liðsmunur. Því að Gyðingarnir höfðu öruggt traust til Drottins (sem er víst sigurmerki) en hinir aðrir höfðu það uppbyrjað af einum saman ofstopa og drambsemi.

Þegar bardaginn var nú sem harðastur þá birtist óvinunum af himni fimm menn veglegir ríðandi á hestum og hafandi gullbeisli. Þeir fóru fram undan fylkingu Gyðinga og tveir voru hjá Macchabeo og hlífðu honum með sínum vopnum svo að enginn gat komið sári á hann. Og þeir skutu aurvum og eldingum að óvinunum so að þeir urðu blindir og flýðu. Og þar féllu tuttugu þúsundir og fimm hundruð og sex hundruð riddara. [

Þá flýði Timotheus til Gasara í eina sterka borg hverja höfuðsmaðurinn Chereas hafði inni að halda. Macchabeus og hans lið lá þar fyrir í fjóra daga. En borgarmenn treystu þar á að borgin lá so hátt og hæddu og spottuðu þá mjög úr máta. En á þeim fimmta degi urðu tuttugu ungir menn reiðir vegna slíkrar háðungar og hlupu alldrengilega að múrveggnum og stormuðu upp á hann. Og þeir drápu í sinni grimmd allt það sem fyrir þeim varð. Hinir aðrir komu þá eftir þeim og komust í staðinn og settu eld í turninn og uppbrenndu þá guðsspottara. Aðrir hjuggu upp portin so að allt liðið kæmist inn og unnu þeir staðinn og drápu Timotheum þar hann hafði geymt sig í einnri syriu og Cheream hans bróður og Apollophanem. [ Eftir þetta allt gjört vegsömuðu þeir Guð með lofsöngvum sem Ísrael hafði veitt slíka velgjörninga og gefið þeim sigur.