Nær eð Drottinn Guð þinn innleiðir þig í landið í hvert að þú skalt inn koma að eignast það og út drífur fyrir þér margar þjóðir sem eru þeir Hetíter, Gírgósíter, Amoríter, Kananíter, Peresíter, Hevíter og Jebúsíter, sjö þjóðir sem eru stærri og sterkari en þú ert, og nær eð Drottinn Guð þinn ofurgefur þér þær so að þú sláir þær þá skalt þú foreyða þeim að þú gjörir öngvan sáttmála við þær, eigi heldur auðsýnir þeim nokkra náð. [ Þú skalt öngvar mægðir gjöra við þær. [ Þú skalt ekki gefa þeirra sonum yðrar dætur og þeirra dætur skulu þér ekki taka til handa yðrum sonum. Því að þær koma yðrum sonum til að falla frá mér að þér þjóni annarlegum guðum so að þá blífi reiði Drottins upphvött yfir yður og afmái yður fljótlegana.

Heldur skulu þér gjöra so viður þá: Þeirra [ altari skulu þér niðurbrjóta, þeirra stoðir í sundur slá, þeirra lunda afhöggva og þeirra skúrgoð í eldi brenna. [ Því að þú ert Drottni þínum Guði eitt heilagt fólk. [ Og Drottinn Guð þinn hefur útvalið þig til fólks síns eigindóms út af öllu fólki því sem er á jörðu. Ekki hefur Drottinn meðtekið og útvalið yður fyrir það að þér væruð meiriháttar en allar aðrar þjóðir því þú ert hin minnsta meðal allra þjóða, heldur af því að hann hefur elskað yður og það hann héldi sinn eið sem hann hafði svarið yðar forfeðrum, þá hefur hann útleitt yður með voldugri hönd og frelsað þig út af því þrældómshúsi, af faraónis húsi kóngsins af Egyptalandi.

So skalt þú nú vita það Drotitnn Guð þinn er einn Guð, einn trúfastur Guð, sem heldur sáttmála og miskunnsemi í þúsund liðu viður þá sem hann elska og hans boðorð varðveita og endurgeldur þeim sem hann hata fyrir sínu augliti so að hann fyrirfari þeim og hann forsómar ekki að endurgjalda þeim fyrir sínu augliti sem hann að hatri hafa. [ So varðveittu nú þau boðorðin, þá lagasetninga og réttindi sem ég býð þér í dag að þú gjörir þar eftir.

Og nær eð þér heyrið þessa lögmáls setningana og haldið þá og gjörið þar eftir þá mun og Drottinn Guð þinn halda þann sáttmála og miskunnsemi sem hann hefur svarið þínum forfeðrum og hann mun elska, blessa og margfalda þig. Og hann mun blessa þinn lífsins ávöxt og þann ávöxtinn þíns lands, þitt korn, þitt vín og viðsmjör, ávöxtinn þinna kúa og þann ávöxtinn af þínu kvikfé, í því landinu sem hann hefur svarið forfeðrum þínum að gefa þér. Þú munt blessaður vera yfir allt fólk. Þar skal enginn vera ófrjósamlegur á meðal þín og eigi heldur á meðal þíns fénaðar. Drottinn mun í burt taka frá þér allan sjúkdóm og leggja öngvan vondan egypskan krankleika á þig sem að þú veist vel og hann mun leggja hann uppá alla þína hatursmenn. Þú skalt uppsvelgja allt það fólk sem Drotitnn Guð þinn mun gefa þér. Þú skalt ekki vægja því og ekki þjóna þeirra guðum því að það mun þér verða til einnrar tálsnöru.

En ef að þú segir í þínu hjarta: „Þetta fólk er fleira en ég er. Hvernin kann ég að útdrífa það?“ þá vert ekki hræddur fyrir þeim. Hugsa þú hvað Guð þinn hefur gjört faraó og öllum Egyptalandsmönnum fyrir þær miklu freistanir sem þú sást með augunum og fyrir þau tákn og stórmerki hvernin það Drottinn Guð þinn útleiddi þig með voldugri hönd og útréttum armlegg. So mun og Drottinn Guð þinn gjöra öllu því fólki sem þú ert hræddur við.

Og Drottinn Guð þinn mun senda [ meinkindur á meðal þeirra þar til að það verður allt í eyðilagt sem eftir er orðið og sig hefur geymt fyrir þér. Vert ekki hræddur við þá því að Drottinn Guð þinn er með þér, sá hinn mikli og ógurlegi Guð. [ Drottinn Guð þinn mun foreyða þessu fólki fyrir þér, það eina eftir það annað. Þú mátt ekki so bráðlega útdrífa það so að skógdýrin verði ekki ofmörg í móti þér í landinu. [ Drottinn Guð þinn mun yfirgefa þá fyrir þér og mun slá þá niður með miklu mannslagi, allt þar til er hann hefur foreytt þeim. Og hann mun gefa þér þeirra konunga í þínar hendur og þú skalt foreyða þeirra nöfnum undir himninu. Þar skal enginn kunna að standa á móti þér þar til að þú hefur foreytt þeim.

Þú skalt uppbrenna með eldi líkneskjurnar skúrgoða þeirra og þú skalt ekki girnast á það gull eður silfur sem þar er á elligar að taka til þín nokkuð þar út af, so að þú misgrípir þig ekki þar útí. Því að soddan er fyrir Drottni Guð þínum ein svívirðing. Þar fyrir skaltu ekki bera þá svívirðing inn í þitt hús að þú verðir ekki bölvaður so sem að það sama er, heldur skaltu hafa einn viðbjóð og hrylling viður því því að það er bölvað.