CVI.

Halelúja.

Þakki þér Drottni því að hann er góður og hans miskunnsemi varir eilíflega. [

Hver kann kraftaverki Drottins út að segja og öll hans dásemdarverk að lofa?

Sælir eru þeir sem varðveita réttindin og gjöra alla tíma hvað réttferðugt er.

Minnstu mín, Drottinn, eftir þeirri miskunn eð þú hefur til sagt fólki þínu. Veittu oss þitt hjálpræði

svo að vér megum sjá velferð þinna útvaldra og að gleðja oss yfir því það þínu fólki vel vegnar og að hrósa oss meður þinni arfleifð.

Vér höfum syndgast meður forfeðrum vorum, vér höfum misgjört og höfum óguðhræddir verið.

Feður vorir á Egyptalandi vildu ekki skilja þínar dásemdir, þeir hugleiddu ekki mikilleik þinna miskunnsemda og voru óhlýðugir við sjávarhafið, einkum við hafið rauða.

En hann hjálpaði þeim fyrir síns nafns sakir so að hann auðsýndi sína magt

og hann hastaði á hafið rauða, þá varð það burt og hann leiddi þá í gegnum undirdjúpið líka sem um aðra eyðimörk.

Og hann frelsaði þá út af hendi þeirra sem þá hötöðu og leysti þá út af hendi óvinarins. [

Og vatnið það drekkti þeirra mótstöðumönnum svo það enginn þeirra varð eftir.

Þá trúðu þeir á hans orð og sungu honum lof. [

En þeir forgleymdu snarlega hans verkum, þeir biðu ekki eftir hans ráðum.

Og þeir fengu girndarfýsn á eyðimörkinni og freistuðu Guðs á þeim öræfisóbyggðum. [

Og hann veitti þeim þeirra bænastað og sendi þeim nógan saðning svo að þá velgdi þar við.

Og í herbúðunum settu þeir sig upp á móti Mosen, í mót Aron þeim heilaga Drottins.

Jörðin opnaði sig upp og gleypti Datan og lukti sig út yfir Abíram [

og eldurinn tendraðist upp í þeirra samkundum, loginn hann uppbrenndi hina óguðlegu.

Þeir gjörðu sér kálf í Hóreb og tilbáðu það steypt skúrgoð [

og þeir umsneru [ þeirra dýrð út í líking nauts þess eð grasið étur.

Þeir forgleymdu Guði sem þá hafði frelsað, hver eð soddan stórmerki hafði gjört á Egyptalandi,

dásemdarverkin í landinu Kam og þau hræðilegu undurin í hafinu rauða.

Og hann sagði það hann vildi afmá þá, ef að Móses hans hinn útvaldi hefði ekki aftrað þeirri mannplágu til að stilla hans reiði svo að hann glataði þeim ekki með öllu. [

Og þeir forsmáðu það hið ágæta landið, þeir trúðu ekki hans orðum. [

Og þeir mögluðu í sínum landtjöldum, þeir hlýddu ekki raust Drottins.

Og hann hóf sína hönd upp í móti þeim svo það hann niðurslægi þá í eyðimörkinni.

Og hann í burtfleygði þeirra sæði meðal heiðinna þjóða og í sundurdreifði þeim út í löndin.

Og þeir gáfu sig til Baal Peór og átu af fórnfæringum dauðra skúrgoða. [

Og þeir reittu hann með sínum verkum, þá kom og svo plágan á meðal þeirra. [

Þá gekk fram Píneas og forlíkti það sakferli so þá tók plágan að linna

og það sama var honum reiknað til réttlætis um aldir og að eilífu.

Og þeir reittu hann við Mótmælisvatnið og þeir angruðu Mosen illa

því að þeir sturluðu hans hjarta so að honum hrutu nokkur orð.

Ekki heldur afmáðu þeir þær þjóðirnar hverjar eð Drottinn hafði þó skipað þeim, [

heldur samblönduðu þeir sig meðal heiðinna þjóða og lærðu svo verkin þeirra hinna sömu

og þjónuðu þeirra skúrgoðum, það sama varð þeim til falls. [

Og þeir offruðu sonu sína og dætur sínar djöflönum.

Og þeir úthelltu saklausu blóði, blóði sona sinna og dætra sem þeir offruðu skúrgoðunum Kanaan, svo að landið varð með blóðskuldum flekkað. [

Og þeir saurguðu sig so með sínum verkum og drýgðu hóranir í sínum tilfundingum.

Þá gramdist reiði Drottins sínu fólki og stuggaði við sinni arfleifð [

og gaf þá út í hendur heiðingjanna svo að þeir sem þá hötuðu drottnuðu yfir þeim

og þeirra óvinir þvinguðu þá og þeir urðu lítillættir undir þeirra hendur.

Hann frelsaði þá oftsinnis en þeir reittu hann með sínum ásetningum og urðu því fáir fyrir sinna misgjörða sakir.

Og hann áleit þeirra neyð þá eð hann heyrði þeirra kveinkan

og hann minntist á sinn sáttmála viður þá gjörðan og það sama iðraði hann eftir mikilleik sinnar miskunnsemdar

og lét þá finna miskunn fyrir öllum þeim sem þá höfðu herleidda.

Hjálpa þú oss, Drottinn Guð vor, og samansafna oss í burt frá heiðnum þjóðum svo að vér þökkum þínu heilögu nafni og prísum þitt lof.

Blessaður sé Drottin Guð Ísrael að eilífu, um aldur og ævi og allt fólkið segi: Amen. Halelúja.