IIII.

Hann tók enn aftur að kenna þeim við sjóinn. [ Þar safnaðist saman margt fólk til hans so að hann varð að stíga á skip og sat so á sjónum og allt það fólk stóð þar á landi við sjóinn. Og hann kenndi þeim margt í eftirlíkingum.

Og í sinni prédikan þá sagði hann til þeirra: [ „Heyri þér. Sjá, einn sáðsæðari gekk út að sá. Og það varð þá hann sáði að sumt féll utan hjá veginum og þar komu fuglar loftsins og átu það upp. En sumt féll í grýtt akurlendi þar það hafði ekki mikla jörð og rann fljótlega upp því að það hafði öngva jarðardýpt. Og þá er sólin gekk upp skrældist það og af því að það hafði öngva rót þá visnaði það. Og sumt féll í bland þyrna og þyrnarnir vóxu upp yfir og kæfðu það so það færði öngvan ávöxt. Og sumt féll í góða jörð og færði ávöxt, hvert eð uppvóx og frjóvgaðist. Og sumt færði þrítugfaldan og annað sextugfaldan og sumt hundraðfaldan ávöxt.“ Og hann sagði til þeirra: „Hver hann hefir eyru til að heyra sá heyri.“

Og þá hann var einnsaman spurðu þeir sem hjá honum voru (með þeim tólf) hann að þessari eftirlíkingu. [ Og hann sagði til þeirra: „Yður er það gefið að vita leynda dóma Guðs ríkis en til þeirra sem þar eru fyrir utan þá sker það allt í eftirlíkingum að þeir með sjáandi augum sjái og skynji þó eigi og meður heyrandi eyrum heyri og undirstandi þó eigi so þeir snúist ekki það þeirra syndir mættu fyrirgefast.“ Og hann sagði til þeirra: „Kunni þér ekki að skilja þessa eftirlíking, hvernin munu þér þá kunna að skilja hinar allar?

Sáðsæðarinn sáir orðinu. [ En þeir eru það sem utan hjá veginum er hvar orðið verður sáð og þá þeir hafa heyrt það kemur andskotinn skjótt og nemur í burt orðið það sáð var í þeirra hjörtu. Líka so eru þeir einnin sem sáðust í grýtta jörð. Því nær þeir hafa heyrt orðið þá meðtaka þeir það strax með fagnaði og hafa þó öngva rót í sér heldur eru þeir fráhverfir. Nær sér hreyfir mótgangur og ofsókn fyrir orðsins sakir þá blygðast þeir strax. Og hinir er í bland þyrnanna sáðust eru þeir sem heyra orðið og þá er þessa heims sútir og undirhyggja flats fédráttar og aðrar fleiri girndir ganga inn og kefja orðið so blífur það án ávaxtar. Og þeir eru það sem í góða jörð eru sáðir er heyra orðið og meðtaka það og færa ávöxt, einn þrítugfaldan, annar sextugfaldan og sumir hundraðfaldan.“

Og hann sagði til þeirra: [ „Kveikist og ljósið til þess að það setjist undir borð eður mæliask? [ Nei, heldur að það setjist upp á einn kertahald. Því að þar er ekkert so hulið að það opinberist eigi og þar er ekkert so leynt að það kunngjörist eigi. Hver hann hefur eyru að heyra, sá heyri.“ Og hann sagði til þeirra: „Gætið að hvað þér heyrið. Með þeim mælir er þér mælið út þá mælist yður inn og yður sem áheyrið skal við aukast. Því að hver hann hefur þeim skal gefast og hver hann hefur eigi frá honum mun takast og einnin það hann hefur.“ [

Og hann sagði: [ „Guðs ríki er líka so sem nær eð maðurinn kastar fræ í jörðina og sofnar síðan og hann stendur upp nótt og dag. En fræið grær og vex upp so að hann veit eigi (því að jörðin færir ávöxt af sér sjálfri, í fyrstu grasið, þar næst axið og so þarnæst fullt hveiti í axið) og er það hefir framleitt ávöxtinn þá sendir hann strax kornsigðin því að kornskurðartíminn er kominn.“

Og hann sagði: [ „Hverju skulu vér jafna Guðs ríki? Eða við hverjar eftirlíkingar skulu vér það samlíkja? So sem að eitt mustarðskorn þá því verður í jörð sáð er það öllu sæði minna sem eru hér á jörðu. Og þá því er sáð vex það upp og verður öllum kálgrösum meira og fær mikla kvistu so að fuglar himins mega hreiður byggja undir þess skugga.“

Og í slíkum mörgum eftirlíkingum þá talaði hann fyrir þeim orðið eftir því sem þeir það heyrt gátu og án eftirlíkinga þá talaði hann ei til þeirra. [ En sérdeilis þá lagði hann það allt út fyrir sínum lærisveinum.

Og sama dags að kveldi þá sagði hann til þeirra: „Föru vær hér yfir um.“ Og þeir forlétu fólkið en tóku hann til sín. Sem hann var á skip kominn voru þar og önnur skip hjá honum.

Og þar gjörðist mikill stormvindur so bylgjurnar féllu yfir skipið og það fylltist upp. [ En hann sjálfur var í skutnum og svaf á einum kodda. Þeir vöktu hann þá upp og sögðu til hans: „Meistari, hirðir þú ekki um það þó vér tortýnust hér?“ Hann reis upp við og hastaði á vindinn og sagði til sjóvarins: „Þagna þú og vert hljóður.“ Og vindinn kyrrði og þar varð logn mikið. Hann sagði þá til þeirra: „Því eru þér so hræddir? Eða hverju gegnir það þér hafið öngva trú?“ Og þeir skelfdust af ótta og sögðu sín í millum: „Hvern meini þér þennan? Því að vindur og sjór hlýðir honum.“