XXX.

Þessi eru orð Agúr sonar Jake, kenning og ræða Litíel, Latíel og Úkal: [

Eg em [ heimskastur allra manna og mannleg speki er ekki með mér, eg hefi öngva visku numið og eg veit ei hvað heilagt er.

Hver uppstígur í himininn og niðurstígur? Hver heldur vindinum í sínum höndum? Hver samandbindur vötnin í eitt klæði? Hver hefur sett öll jarðarinnar endimörk? Hvað heitir hann? Hvað heitir sonur hans? Veistu það?

Öll Guðs orð eru skær og eru skjöldur fyrir þeim sem á hann treysta. [ Auk þú ekki við hans orð par að hann straffi þig ekki og verðir þú ljúgari fundinn. [

Tveggja hluta bið eg þig, að þú viljir ekki synja mér áður en eg dey: [ Skúrgoðavillu og lygar láttu vera langt frá mér, fátækt og auðæfi gef þú mér ekki en láttu mig hafa minn deildan verð. Annars kynna eg (nær eg er of saddur) að afneita þér og segja: „Hvar er Drottinn?“ Eða nær eg er of fátækur hljóti eg að stela og mig á míns Drottins nafni að forgrípa.

Rægðu ekki þrælinn við sinn lánadrottin að hann bölvi þér ekki og hljótir þú að bera sökina.

Þar er það kyn sem bölvar sínum föður og ekki blessar sinni móður,

eitt kyn sem þykist hreint vera og er þó ekki þvegið af sínum sauri,

eitt kyn sem hátt ber sín augu og hátt upplyftir sínum augnabrám,

eitt kyn sem hefur sverð fyrir tennur, það sem étur með sínum jöxlum og uppétur þá lítilmegnu í landinu og hina fátæku á meðal lýðsins.

Blóðsugan hefur tvær dætur sem svo segja: „Fá mér, fá mér!“

Þrír hlutir eru óseðjanlegir og hinn fjórði segir ei: „Það nægir“: Helvíti, konunnar kviður, jörðin seðst ekki af vatninu og eldurinn segir aldrei að nóg sé.

Það auga sem spottar sinn föður og forsmáir sína móður henni að hlýða það hljóta [ hrafnar út að kroppa og arnarungar upp að éta.

Þrír hlutir þykja mér undarlegir og hinn fjórða veit eg ekki: Arnarinnar vegur í loftinu, höggormsins skriður á bjarginu, skipsins farvegur í miðju hafinu og vegur mannsins til ungrar [ píku.

Líka svo er hórkonunnar vegur, hún svelgir og þurrkar sinn munn og segir: „Eg hefi ekki neitt illt gjört.“

Eitt land það ruglast af þremur hlutum og hinn fjórða þolir það ekki: Nær eð nokkur þræll verður til kóngs tekinn, þegar fávís maður er of saddur, þegar ill kona verður tekin til hjúskapar og nær ein ambátt verður erfingi sinnar frúr.

Fjórir hlutir eru vesalir á jörðunni og þeir eru hyggnum vitrari: Maurinn er sá veiki lýður, þó útvega þeir sína fæðslu um sumartíma, kúnísinn sá veikur lýður, þó sem áður þá setja þeir sitt hús í steinunum, grashoppurnar hafa öngvan kóng, þó ganga þær út með sínum hóp, göngurófurnar vinna með sínum höndum og eru í kónganna höllum.

Þrír hlutir hafa fínan gang og það fjórða gengur vel: León það sterkasta meðal dýranna og snýr fyrir öngvum aftur, veiðihundur með þykkvum lendum og einn hrútur og einn kóngur í móti hverjum enginn þorir að rísa.

Hafir þú [ heimskast og of hátt farið og nokkuð vont í frammi haft svo legg þú hönd á munn þér.

Þegar menn skekja mjólkina þá gjörist þar af smjör og hver sem hann snýtir fast nasirnar hann þvingar þar blóð út og hver hann egnir til reiði hann kemur sundurþykki af stað.