XIX.

Hann gekk og inn og reisti í gegnum Jeríkó. [ Og sjá, að maður sá er Zacheus var að nafni, hver eð var foringi tollheimtumanna og sjálfur hann auðigur. Og hann girntist að sjá Jesúm, hver hann væri, og gat eigi fyrir fólkinu því að hann var lítill vexti. Hann hljóp þá fram undan og klifraði upp í nokkurt aldintré so að hann sæi hann því þar átti hann fram um að fara. Og sem Jesús kom að þeim sama stað leit hann upp og sá hann og sagði til hans: „Zachee, stíg þú með skyndingi ofan því að í dag byrjar mér að vera í þínu húsi.“ Og hann sté skyndilega ofan og tók við honum fagnandi. Og er þeir sáu það mögluðu þeir allir það hann skyldi herbergja sig hjá bersyndugum manni.

En Zacheus stóð og sagði til Jesú: „Sjáðu herrra, helftina minna eigna gef eg fátækum og ef eg hefi nokkurn tælt þá gefi eg ferfalt aftur.“ Jesús sagði til hans: „Í dag þá veitist þessu húsi heilsa með því að hann er Abrahams sonur. Því að Mannsins sonur er kominn eftir að leita og að frelsa hvað fortapað er.“

Að þeim enn áheyrendum jók hann við og sagði þessa eftirlíking af því að hann var hartnærri Jerúsalem og það þeir ætluðu að Guðs ríki mundi þá strax opinbert verða og sagði: [ „Nokkur eðlaborinn mann ferðaðist í fjarlæg lönd að hann aflaði sér ríkis og kæmi so aftur. Þessi kallaði á tíu sína þjóna og fékk þeim tíu pund og sagði til þeirra: Sýslið þar með til þess eg kem aftur. En hans borgarmenn hötuðu hann og sendu honum boð og létu so segja honum: Vær viljum ei þennan ríkja láta yfir oss.

Það skeði og þá hann kom aftur sem hann hafði ríkið undir sig tekið skipaði hann að kalla á þá sömu þjóna hverjum hann hafði féð fengið so að hann vissi hvað mikið hver hafði sýslað. Hinn fyrsti kom og sagði: Herra, þitt pund hefur afrekað tíu pund. Hann sagði þá til hans: [ Eija, þú góði þjón. Af því þú vart trúr í litlu skaltu vald hafa yfir tíu borgum. Hinn annar kom og sagði: Herra, þitt pund hefur samandregið fimm pund. Til hans sagði hann: Og þú skalt vera yfir fimm borgum.

Og hinn þriðji kom og sagði: Herra, sjá, þar er þitt pund hvert eg hefi í sveitadúki fólgið. Eg hræddunst þig því þú ert maður ógurlegur, tekur það upp hvað þú hefur eigi niður lagt og uppsker það hvað þú sáðir eigi. Hann sagði þá til hans: [ Af þínum munni dæmi eg þig, hinn vondi þjón. Vissir þú það að eg er maður ógurlegur, takandi það hvað eg lagði ei niður, uppskerandi það hvað eg sáða eigi, hvar fyrir gafstu eigi minn pening í mangarans borð að nær eg kæmi hefði eg þess með okri krafið?

Og hann sagði til þeirra sem hjá stóðu: Takið það pund frá honum og fáið það þeim sem tíu pund hefur. Þeir sögðu honum: Herra, tíu pund hefur hann. En eg segi yður það að hver eð hefur honum mun gefið verða en frá þeim sem ekkert hefur mun það burtnumið verða hvað hann hefur. Þó þá mína óvini sem eigi vildu mig ríkja láta yfir sér, leiðið hingað og deyðið hér frammi fyrir mér.“ [ Og sem hann sagði nú þetta fór hann hið beinasta og gekk upp til Jerúsalem.

Og það skeði þá hann tók að nálgast Betfage og Bethania og kom til fjallsins Oliveti að han sendi út tvo af sínum lærisveinum og sagði: [ „Fari þið í það kauptún hvert gegnt ykkur er og þá þér komið þar inn munu þið finna ösnufola bundinn á hverjum aldrei hefir enn nokkur manna setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og ef nokkur spyr ykkur því þér leysið hann þá segið honum svo: Herrann þarf hans við.“

En þeir fóru burt sem sendir voru og fundu sem hann hafði sagt þeim. Og er þeir leystu folann sögðu hans drottnar: „Fyrir hvað leysi þér folann?“ Þeir sögðu: „Drottinn þarf hans við.“ Og þeir höfðu hann til Jesú og köstuðu sínum klæðum á folann og settu Jesúm þar upp á. En er hann fór af stað breiddu þeir undir sín klæði á veginn.

Og þá hann tók að nálgast og fór ofan af fjallinu Oliveti hóf upp allur flokkur hans lærisveina af fagnaði Guð að lofa meður hárri röddu yfir öllum þeim kraftaverkum sem þeir höfðu séð og sögðu: „Blessaður sé sá konungur er kemur í nafni Drottins! Friður sé á himni og dýrð á upphæðum!“ Og nokkrir af Phariseis þeir eð voru með fólkinu sögðu til hans: „Meistari, straffa þína lærisveina!“ Til hverra hann sagði: „Eg segi yður það: Ef þessir þegðu þá mundu steinarnir hljóða.“

Og sem hann tók meir að nálgast sá hann á borgina og grét yfir henni og sagði: [ „Ef þú vissir það mundir þú á þessum degi hugleiða að hvað til þíns friðar heyrði – en nú er það dulið fyrir þínum augum. Því að þeir dagar munu yfir þig koma það þínir óvinir munu um þig og þín börn með þér skjaldborg setja og þér umsát veita og á alla vegu að þér þrengja og þig niður að velli brjóta og eigi munu þeir í þér láta stein yfir steini vera af því það þú þekktir eigi þinn vitjunartíma.“

Og hann gekk inn í musterið og tók út að reka þá sem seldu og keyptu þar inni og sagði til þeirra: [ „Skrifað er: Mitt hús er bænahús, en þér gjörðuð það að spillvirkjainni.“ Og hversdaglega kenndi hann í musterinu. En kennimannahöfðingjar og skriftlærðir og vildarmenn lýðsins sóttu eftir að fyrirkoma honum og gátu eigi fundið hvað þeir skyldu honum gjöra því að allt fólkið var honum áhangandi og heyrði honum.