III.

Hirðið eigi, bræður mínir, fleiri lærimeistarar að vera en vitið það vér munum þess meiri dóm fá. Því að allir vér brjótum margfaldlega. En hver hann verður eigi brotlegur í einu orði sá er algjörður maður og kann öllum líkamanum í taumi að halda. Sjáið, það vér beislum hestana so að þeir hlýði oss og snúum öllum þeirra líkama. Sjáið skipin: Þó að þau séu stór og verða af megnum vindi rekin þá verður þeim þó vent af litlu stýri hvert út sem sá vill er stýrir. So er einnin tungan lítill limur og uppbyrjar þó stóra hluti.

Sjáið hvernin so lítill eldur hversu mikinn skóg kann hann upp að tendra! Tungan er einnin eldur, veröld full ranglætis. So er tungan meðal vorra lima, flekkar allan líkamann og uppkveikir alla vora sýslan nær hún af helvískum upptendruð er.

Því að allar náttúrur dýra, fugla og orma og sjóskrímslanna verða tamdar og eru tamdir af mannlegri náttúru. En tunguna getur enginn manna tamið, hið óspakláta illt, fullt dauðlegs eiturs. Meður henni dýrkum vér Guð föður og með henni formælum vér mönnunum eftir Guðs mynd gjörðum. Af hinum sama munni framgengur blessan og bölvan. Það skal eigi so vera, kærir bræður. Útvellir nokkuð brunnurinn af samri upprás sætu og beisku vatni? Getur nokkur, bræður mínir, fíkjutré viðsmjör eður vínviður fíkjur borið? Líka so kann ekki hinn sami brunnur salt vatn og sætt að gefa.

Hver hann er vitur og forsóttur á meðal yðar hann auðsýni með góðri umgengni sín verk í hógværð og hyggindum. En ef hafi þér beiska öfund og hatur í yðrum hjörtum so hrósið yður ekki og ljúgið ekki í gegn sannleikanum. Því að það er ekki sú viska sem að ofan kemur heldur jarðleg, líkamleg og djöfulleg. Því hvar öfund og hatur er þar er óstaðfesti og allir hlutir illir. En sú viska sem að ofan kemur er fyrst hreinlíf, þarnæst friðsöm, hóglát, málhlýðin, góðu samlunduð, full miskunnsemda og góðs ávaxtar og óágreiningarsöm, án smjaðurs. En réttlætisins ávöxtur verður þeim í friði sáður sem friðinn halda.