XVI.

Job svaraði og sagði: [ „Oftsinnis hefi eg nú heyrt soddan, allir saman eru þér aumlegir huggunarmenn. Skulu þau lausungarorðin öngvan enda hafa eða hvernin dirfist þú svo að tala? Eg kunni og einnin so vel að tala sem þér. Vildi Guð það að yðar sálir væri í stað minnar sálu! Eg vilda þá og einnin setja mig á móti yður með orðum og hrista mig á yður með mínu höfði. Eg vilda styrkja yður með munninum og hugsvala með mínum vörum. En þó að eg tali þá vægir mér ekki þó mín pína. En leggi eg þar ekki til þ´þa fe rhún þó eigi heldur í burt frá mér.

En nú gjörir hann mig þreyttan og í sundurkremur allan mig. Hann hefur gjört mig hrukkóttan og [ vitnað í móti mér. Og minn mótstandari upphefur sig í gegn mér og veitir mér mótmæli. Hans grimmd í sundur slítur og hann sem mér er reiður bítur tönnunum til samans yfir mér, minn mótstöðumaður hvessir sín augu á mig. Þeir hafa uppsperrt sína munna á móti mér og slógu mig háðuglega á mín kinnarbein og kældu so sína reiði á mér. Guð hann gaf mig undir hinn rangláta og lét mig koma í ómildra hendur. eg var ríkur en hann hefur gjört mig að öngvu, hann tók um háls mér og í sundur sleit mig og setti mig til eins málsteikns. Hann umkringdi mig með sínum skeytum, hann hefur í sundur sniðið mín nýru og vægði ekki, hann hefur úthellt mínu galli á jörðina. Hann veitir mér hvert sár af öðru og hann hljóp á mig sem annar risi.

Eg saumaði einn sekk yfir mína húð og lagði mitt [ horn í moldarduft. Mitt andlit er bólgið af gráti og mínar augnabrár eru formyrkvaðar. Einnin þó þar sé ekkert ranglæti í mínum höndum og þó mín bæn sé hrein. Og þú, jörð, hyl ekki mitt blóð og mitt kall mun öngvan stað finna. Sjá þú það, minn vottur er á himni og sá er mig þekkir er í upphæðunum. Mínir vinir eru mínir háðungarmenn en mitt auga það tárfellir til Guðs. Kynni maðurinn að þreyta lög við Guð sem annar mannsins niðji við sinn vin! En þau ákveðnu árin eru komin og eg fer í burt þann veg hvern eg kem eigi aftur.