V.

Og þeir Philistei tóku nú Guðs örk og fluttu hana frá Ebeneser til Asdód og létu hana í musteri Dagón og settu hana hjá Dagón. [ En sem þeir af Asdód stóðu árla upp þess annars dags þá fundu þeir Dagón dottinn á jörðu niður og lá þar á grúfu fyrir Drottni. [ En þeir tóku Dagón og settu hann upp aftur í sinn stað. Annars dags sem þeir stóðu snemma upp þá fundu þeir Dagón enn aftur dottinn á jörð niður liggjanda á grúfu yfir Guðs örk en hans höfuð og báðar hans hendur voru afbrotnar um þrösköldinn en bolurinn lá alleina fyrir sig. Því stíga ekki Dagóns prestar og allir þeir sem ganga í Dagóns hús á þröskuld nær þeir ganga fyrir Dagón þar í þeim stað Asdód inn til þessa dags.

Og Guðs hönd varð þung yfir þeim í Asdód og fordjarfaði þá og sló þá menn í þeirra leynilegan þarfagang í Asdód og öllum hennar landamerkjum. En þá fólkið í Asdód sá að það gekk svo til sagði það: „Látið Ísraels Guðs örk fara frá oss og höldum henni hér ekki lengi því hans hönd er ofhörð yfir oss og yfir vorum guði Dagón.“ Og þeir sendu boð út og söfnuðu öllum Philisteis höfðingjum til sín og sögðu: „Hvað skulum vér gjöra með Israelis Guðs örk?“ Þá svöruðu þeir: „Látið þá af Gað bera Israelis Guðs örk um kring.“ Og þeir báru Israelis Guðs örk um kring. Og þá þeir báru hana um kring þá varð eitt mikið upphlaup í stöðunum fyrir Guðs hönd og hann sló fólkið í stöðönum, bæði stóra og smáa, so að fúnuðu leynilegir vegar þarfagangsins á þeim. [

Þá sendu þeir örk Drottins til Ekron. En sem Guðs aurk kom til Ekron þá æptu þeir í Ekron: „Þeir bera Guðs aurk um kring til mín að slá mig í hel og mitt fólk.“ So sendu þeir boð og samankölluðu alla höfðingja Philisteis og sögðu: „Sendið Ísraels Guðs örk í burt aftur í sinn stað svo hún drepi ekki mig né mitt fólk.“ Því að Guðs hönd gjörði einn mikinn ókyrrleik í aullum borgum með miklu mannfalli.

En þeir menn sem ekki dóu þeir voru slegnir í leyndum limum síns líkama svo að ýlfran borgarinnar gekk upp í himininn.