XIII.

Og það skeði eftir þetta að Absalon, son Davíðs, átti sér samborna systir. [ Hún hét Tamar og var kvenna fríðust og Ammon, son Davíðs, lagði ástarhuga á hana. Og Ammon lagðist niður sjúkur af ástarhita systur sinnar Tamar. [ Því hún var ein jungfrú og það þótti Ammon torvellegt vera að gjöra henni nokkra vansemd.

Ammon hafði einn vin, hann hét Jónadab, son Símea, bróður Davíðs, og Jónadab var mjög vitur maður. Hann sagði til hans: „Hvar fyrir verður þú, kóngsson, so magur dag frá degi? Kannt þú ekki að segja mér það?“ Þá svaraði Ammon: „Eg hefi ást á Tamar, systur Absalons, bróður míns.“ Jónadab sagði til hans: „Þú skalt leggjast í þína rekkju og lát sem þú sért sjúkur. En sem þinn faðir kemur að vitja þín þá seg þú til hans: Leyf minni systur Tamar að koma til mín svo hún gefi mér að eta og matbúi fyrir mér og taki eg fæðu af hennar hendi.“

Síðan slær Ammon sér niður og lést vera sjúkur. Sem kóngur spyr það fór hann strax að finna hann. Þá sagði Ammon til kóngsins: „Biður eg að þú leyfir minni systur Tamar að hún matreiði mér einn velling eður tvo so að eg megi eta af hennar hendi.“ Þá sendi Davíð boð eftir Tamar í hennar hús og lét segja henni: „Far í hús þíns bróðurs Ammon og bú honum fæðu.“ Tamar gekk í hús síns bróður Ammons. En hann lá í sinni rekkju. Hún tók mjöl og vætti fyrir hans augum og matreiddi honum einn velling. Og hún tók matgjörðina og gaf hana upp og setti hana fyrir hann. En hann vildi ekki eta.

Þá sagði Ammon: „Lát þú alla menn ganga út úr herberginu.“ Og þeir gengu allir í burt. Þá sagði Ammon til Tamar: „Ber þú réttinn í herbergið svo eg megi eta af þinni hendi.“ Þá tók Tamar matgjörðina sem hún hafði tilreitt og bar fyrir Ammon sinn bróður í svefnherbergið. Og sem hún bar réttinn til hans að hann skyldi eta þá þreif hann til hennar og sagði: „Kom hingað til mín, systir, og sof hjá mér.“ Hún sagði: „Nei, minn bróðir, skamma þú mig ekki því að ei er það hæfilegt í Ísrael. Gjör ei slíkt heimskupar því að hvernin fæ eg staðið undir slíkri minni skömm? [ En þú munt haldinn vera sem heimskur dári í Ísrael. En tala þú þetta við kónginn, þá neitar hann mig þér ekki.“

En hann vildi ekki hlýða beiðni hennar og lét hana kenna aflsmuna og lá með henni nauðugri. Og Ammon lagði á hana mikla óþykkju svo að hann hataði hana miklu meir en hann hafði hana áður elskað. Og Ammon sagði til hennar: „Statt upp og far burt.“ Hún svaraði honum: „Verra er nú þetta heldur en það annað sem þú hefur gjört við mig að þú burt rekur mig.“ En hann vildi ekki hlýða hennar orðum heldur kallaði á sinn þjónustusvein og sagði: „Rek þessa í burt frá mér og loka þú dyrunum eftir henni.“ Og hún var klædd mislitum kyrtli því að kóngadætur höfðu svoddan klæðnað meðan þær voru ósaurgaðar meyjar.

Nú sem hans þénari hafði rekið hana út og lokað dyrunum eftir henni þá dreifði Tamar ösku í höfuð sér og reif þann mislita kyrtil sem hún var í og lagði hendur á sitt höfuð og gekk fram grátandi. Og hennar bróðir Absalon sagði til hennar: „Hvað er eða hefur þinn bróðir Ammon verið hjá þér? Nú, mín systir, þegi þú, hann er þinn bróðir, legg ekki þetta á hjarta.“ Svo var Tamar einslega í húsi Absalon síns bróðurs. En sem þetta fre´ttir Davíð kóngur varð hann afar reiður. En Absalon talaði ekkert við Ammon, hvorki gott né illt. Absalon var illa við Ammon fyrir það að hann haðfi krenkt Tamar, hans systur.

En þá tvö ár voru liðin lét Absalon klippa sauði sína í Baal Hasór sem að liggur undir Effraím. Og Absalon bauð öllum kóngsins sonum og hann kom til kóngsins og sagði: „Sjá, þinn þénari lætur nú klippa sauði sína. Þar fyrir bið eg að kóngurinn með sínum sveinum virðist að fara með sínum þénara.“ Kóngurinn svaraði Absalon: „Nei, minn son, lát oss eigi alla fara so að vér gjörum þér ei so mikinn kostnað.“ En sem hann bað hann mikillega þar um þá vildi kóngurinn ekki að heldur og hann blessaði honum.

Þá sagði Absalon: „Þá bið eg að minn bróðir Ammon fari með oss.“ Kóngurinn svaraði honum: „Til hvers skal hann fara með þér?“ Þá neyddi Absalon hann so að hann lét Ammon og alla kóngsins syni fara með honum. En Absalon bauð sínum mönnum og sagði: „Sjáið vel til að þá Ammon er orðinn víndrukkinn og eg segi til yðar: Sláið Ammon og drepið hann, þá verið óhræddir því að eg skipa yður það. Þar fyrir verið fullhugaðir og öruggir.“ Sveinar Absalon gjörðu við Ammon so sem Absalon hafði boðið þeim.

Þá spruttu upp allir kóngsins synir og hver einn og einn sté á bak sínum múl og flýði. [ En sem þeir voru nú á veginum heimleiðis þá flaug sá kvittur fyrir Davíð að Absalon hefði drepið alla kóngsins syni og að enginn af þeim mundi lifa eftir.

Þá stóð kóngurinn upp og reif sín klæði og féll fram til jarðar og allir hans þénarar þeir sem hjá honum voru rifu sín klæði. Þá svaraði Jónadab, son Semei, bróður Davíðs og sagði: „Minn herra, hugsa ekki að allir sveinarnir, kóngsins synir, séu dauðir heldur er Ammon alleinasta dauður. Því Absalon hefur það geymt með sér inn til þessa frá þeim degi að hann krenkti hans systir Tamar. Þar fyrir legg nú, minn herra kóngur, eigi slíkt á hjarta að allir kóngsins synir muni dauðir vera heldur er Ammon alleinasta dauður.“

En Absalon flýði. Og umskyggnarinn á varðhaldinu hóf sín augu upp og litaðist um og sjá, mikill mannflokkur fór ofan um fjallshlíð þar sem ei var almannavegur. Þá sagði Jónadab til kóngsins: „Sjá nú, minn herra, hvar kóngsins synir koma. Það er so skeð sem þinn þénari sagði.“ Og sem hann hafði út talað, sjá, þá komu kóngssynir, upphófu sín hljóð og grétu. Kóngurinn og allir hans þénarar grétu og mjög fastlega. En Absalon flýði og fór til Talmaí, sonar Amíhúð, kóngsins í Gesúr. [ En kóngurinn syrgði son sinn alla daga. En sem Absalon flýði til Gesúr var hann þar í þrjú ár. Og Davíð kóngur hætti að leita eftir Absalon því að hann lét af harmi eftir Ammon það hann var dauður.