XII.

Og sá [ kóngurinn mun gjöra hvað honum sýnist og hann mun taka sig upp og forhefja sig á móti því öllu sem Guð er og í móti þeim Guði allra guðanna mun hann hræðilegana tala. Og það hið sama mun honum takast þangað til að sú reiðin er úti. Því að það er úrskurðað hversu lengi eð það skuli vara. Og um Guð feðra sinna mun hann ei skeyta. Hann mun hverki um kvennaást né um nokkurn Guð hirða því að hann mun taka sig upp í móti öllum.

En í staðinn þess mun hann sinn sjálfs eigin guð Mausim heiðra. Því að hann mun þann guð sem hans feður hafa ekki af vitað heiðra með gulli og silfri, gimsteinum og dýrindisgripum. Og hann mun þeim (sem honum hjálpa til Mausim að efla meður þeim annarlegum guði eð hann hefur sér útvalið) miklar sæmdir veita og þá að höfðingjum gjöra yfir miklu góssi og landinu að verðlaunum meður þeim útskipta.

Og að lyktunum mun konungurinn mót suðrinu berjast viður hann. Og sá konungurinn móti norðrinu mun útbúa sig móti honum meður vögnum, riddörum og skipafjölda og mun innfalla í þau löndin að fordjarfa þau og yfirfara. Og hann mun inndraga í það verðuga landið og margir munu þar falla. En þessir munu hans hönd umflýja: Edóm, Móab og þeir frumburðir af sonum Ammón. Og hann mun sína magt útsenda í löndin og Egyptaland mun ekki undan honum að komast heldur mun hann fyrir sína yfirferð drottna yfir gulli og silfri og yfir öllum fjársjóðum Egyptalands, Lybie og Blálands.

En eitt heróp mun skelfa hann úr austri og norðri og hann mun með mikilli grimmd útfara verandi þess sinnis marga að drepa og fordjarfa. Hann mun landtjaldi sinnar hallar uppslá á millum tveggja sjávarhafa í kringum það verðuga heilaga fjallið þangað til eð það er útendað um hann og enginn um honum til fulltingis koma.

Á þeim tíma mun sá hinn mikli höfðingi Míkael sem fyrir þínu fólki stendur taka sig upp. [ Því að það mun slík hörmungartíð vera sem ei nokkurn tíma hefur verið í frá því það menn tóku að vera allt til þess tíma. Og á þeim sama tíma mun þitt fólk frelsað verða, allir þeir sem skrifaðir standa í bókinni. Og margir af þeim sem í moldu jarðarinnar eru og sofa munu uppvakna, sumir til eilífs lífs, sumir til eilífrar smánar og skammar. En þeir sem gott hafa kennt munu skína sem himinsins geislar og hinir sem mörgum vísa til réttlætisins líka sem stjörnur um aldir og að eilífu. Og þú, Daníel, byrg þú þessi orð og innsigla þessa skrift allt til þess hins síðasta tíma. Þá munu margir þar upp á hitta og mikinn vísdóm finna.“

Og eg Daníel sá og sjá þú, að þar stóðu tveir aðrir, einn þessumegin vatsins, hinn annar hinumegin. Og hann sagði til þess sem í líninu var klæddur hver uppi við vatnið stóð: „Hvenær mun endi vera á þessum stórmerkjum?“ Og eg heyrða til þess sem í líninu var klæddur, sá uppi við vatnið stóð. Og hann hóf upp sína hægri og vinstri hönd upp til himins og svór við þann sem eilíflegana lifir að það skuli vara um einn tíma og nokkra tíma og hálfan tíma. Og nær eð sundurdreifing þess heilaga fólksins hefur enda þá skal þetta ske.

Og eg heyrða það en eg skilda það ekki og sagði: „Minn herra, hvað mun þar eftir á verða?“ En hann sagði: „Gakk þú héðan, Daníel, því að það er byrgt og innsiglað allt til hins síðasta tíma. Margir munu hreinsaðir, kláraðir og reyndir verða og hinir óguðlegu munu illskusamlegana breyta og hinir ómildu munu ekki um það skeyta. En hinir skynsömu munu þess gæta. Og í frá þeim tíma nær það daglega offrið aftekst og svívirðing foreyðslunnar þar í staðinn verður innsett eru þúshund tvö hundruð og níutíir dagar. Sæll er sá sem eftir bíður og náð getur þúshund þrjú hundruð fimm og þrjátíu dögum. [ En þú, Daníel, far héðan þangað til endirinn kemur og hvíl þig það þú uppstandir til þíns hlutskiptis á endanum þeirra daga.“

Ending prophetans Danielis