XCIX.

Drottinn hann er kóngurinn, fyrir það sturlast fólkið, hann situr yfir kerúbím, þar fyrir ókyrrar sig veröldin.

Drottinn er mikill til Síon og hár upp yfir öllu fólki.

Þakki menn þínu miklu og dásamlegu nafni hvert eð heilagt er.

Í ríki þessa konungsins þá elska menn réttinn, þú hefur réttvísina, þú gjörir dóminn og réttvísina í Jakob.

Forhefjið Drottin Guð vorn, tilbiðjið fyrir hans fótskör því að hann er heilagur.

Móses og Aron meðal hans kennimanna og Samúel meður þeirra sem hans nafn ákalla, þeir ákalla Drottin og hann bænheyrði þá.

Hann talaði við þá í gegnum skýjastólpann, þeir héldu hans vitnisburði og þau boðorð sem hann gaf þeim.

Drottinn, þú ert vor Guð, þú bænheyrðir þá, þú Guð fyrirgafst þeim og vandaðir um þeirra breytni.

Forhefjið Drottin vorn Guð og tilbiðjið fyrir hans heilögu fjalli því að Drottinn vor Guð hann er heilagur.