XIX.

En sem Ezechias kóngur heyrði þetta þá reif hann sín klæði og færði sig í einn sekk og gekk í hús Drottins. Og hann sendi Eljakím hofmeistara og Sebna ritara með þeim elstu kennimönnum, klædda sekkjum, til spámannsins Esaiam sonar Amos. [ Og þeir sögðu til hans: „So segir Ezechias: Þetta er hryggðarinnar ströffunar og guðlöstunar dagur. Börnin eru komin að fæðingu en þar er enginn máttur til að fæða. Ef að Drottinn þinn Guð vildi heyra öll orð þessa ypparsta skenkjara hvern hans herra kóngurinn af Assyria sendi hingað að tala svo háðuglega um þann lifanda Guð og ásaka hann með þeim orðum sem Drottinn þinn Guð hefur heyrt. [ So bið þú nú fyrir þeim sem eftir eru orðnir og enn eru til.“

En sem Ezechia kóngs þénarar komu til Esaiam þá sagði Esaias til þeirra: „Segið yðrum herra svo: Svo segir Drottinn: Egii skalt þú hræðast þau orð sem þú heyrðir með hverjum kóngsins sveinar af Assyria guðlöstuðu mig. Sjá, eg vil gefa honum einn anda að hann skal heyra tíðindi og draga heim aftur í sitt land og eg vil fella hann með sverði í sínu landi.“

En sem Rabsaces kom aftur fann hann kónginn af Assyria. [ Hann barðist á Líbna því hann heyrði að hann var dreginn frá Lakís. Og þá hann frétti af Tírhaka Blálandskóngi: „Sjá, hann er útkominn að berjast við þig“ þá sneri hann aftur. Og hann sendi boð til Ezechiam og lét segja honum: „Segið so Ezechia Júdakóngi: Lát þú ekki þinn Guð svíkja þig á hvern þú treystir og segir: Jerúsalem skal ekki gefast í kóngsins hönd af Assyria. Sjá, þú hefur heyrt hvað Assyriakóngar hafa gjört öllum löndum og foreytt þeim. Skyldir þú þá einn frelsast? [ Hafa nokkuð heiðingjanna guðir frelsað þá sem mínir forfeður fordjörfuðu: Gósan, Haran, Resef og sonu Eden sem voru í Telassar? Hvar er kóngurinn af Hemat, kóngurinn af Arpad og kóngurinn af staðnum Sefarvaím, Hena og Íva?“

En sem Ezechias hafði meðtekið bréfin af sendiboðunum og lesið þau þá gekk hann upp til Drottins húss og útbreiddi þau fyrir Drottni. Og hann bað til Drottins og sagði: „Drottinn Guð Ísraels hver að situr yfir kerúbím, þú ert einn Guð yfir öllum kóngaríkjum á jörðunni, þú skapaðir himin og jörð. [ Drottinn, hneig þú þín augu og heyr, lát upp þín eyru og sjá og heyr Senakeríbs orð sem hann sendi hingað að hæða þann lifanda Guð. En satt er það, Drottinn: Assyriakóngar hafa drepið heiðingjana með sverði og þeirra lönd, hafa og kastað þeirra guðum í eld. Því að það voru ekki guðir heldur handaverk manna, stokkar og steinar, og því hafa þeir fyrirkomið þeim. En nú, Drottinn vor Guð, hjálpa þú oss frá hans hendi so að öll kóngaríki á jörðunni megi vita að þú, Drottinn, ert Guð alleina.“

Þá sendi Esaias son Amos til Ezechiam og lét honum so segja: [ „Svo segir Drottinn Ísraels Guð: Eg hefi heyrt hvers þú hefur beðið af mér um Sennakeríb Assyriakóng. Þetta er það sem Drottinn hefur talað í móti honum: Jungfrúin Síonsdóttir forsmár þig og hæðir að þér, dóttir Jerúsalem hristir sitt höfuð eftir þér. Hverjum hefur þú brígslað? Og hvern hefur þú guðlastað? Yfir hvern upphófst þú þína rödd? Þú hófst þín augu í gegn Þeim heilaga í Ísrael. Þú hæddir Drottin með þínum sendimönnum og sagðir: Eg em uppfarinn á hæðir fjallanna fyrir margfjölda minna vagna, hæst upp á Líbanon. Eg hefi afhöggvið hans hávu sedrustré og útvalin furutré og em kominn til Karmelsskógs ystu herbergja. Eg hefi uppgrafið og útdrukkið þau annarlegu vötn og eg hefi uppþurrkað öll stöðuvötn með sólum minna fóta.

En hefur þú ekki heyrt að fyrir löngu hefi eg þvilíkt gjört og af upphafinu hefi eg þetta allt reiðubúið? En nú hefi eg látið svo koma að þeir föstu staðir skyldu falla og verða að eyðigrjóthrúgu og þeir sem búa þar úti skyldu verða máttlausir og hræddir og skammast sín og verða sem gras á akri og sem það græna hey á þakinu hver tað visnar áður en það er fullvaxið. [ Eg veit þitt heimili, þinn útgang og þinn inngang og að þú æðir í móti mér. En fyrst að þú æðir svo í móti mér og þinn ofmetnaður er kominn upp fyrir mín eyru þá vil eg leggja einn hring í þínar nasir og eitt beisl í þinn munn og eg vil leiða þig þann sama veg aftur sem þú komst hingað.

Og þetta skal vera þér til eins merkis að þú skalt fæðast á þessu ári við slíkt sem tilfæst en á öðru ári við það sem sjálft vex en á þriðja ári skulu þér sá og skera akra yðra og yðra víngarða planta og neyta þeira ávaxta. En það sem á er eftir af húsi Júda skal þá gróðursetjast og bera ávöxt. Því að þeir sem eftir blífa skulu koma af Jerúsalem og þeir af Síonsfjalli sem eru frelsaðir. Vandlæti Drottins Sebaót skal gjöra þetta.

Og því segir Drottinn svo um Assyriakóng: [ Eigi skal hann koma í þessa borg og öngri öru skal hann skjóta þar inn og ei skal hann slá herskildi um hana og öngvar vívélar skal hann setja þar um kring heldur skal hann fara þann veg aftur sem hann hingað kom og ei skal hann koma í þennan stað – Drottinn segir það – og eg vil hlífa þessari borg og hjálpa henni fyrir mína skuld og sökum míns þénara Davíðs.“

En á þeirri sömu nótt fór engill Drottins út og sló í hel hundrað þúsund og fimm og áttatígi þúsund manns í herbúðum þeirra Assyris. [ En sem þeir stóðu árla upp um morguninn, sjá, þá lá þar allt fullt með dauðra manna líkami. Síðan tók Sennakeríb Assyriakóngur sig upp og fór í burt og sneri til Niniven. En sem hann tilbað í húsi Nísrok síns guðs þá slógu hans synir Adramelek og Sareser hann í hel með sverði. [ Og þeir flúðu í landa Ararat. En hans son Asorhaddon varð kóngur í hans stað.