XV.

Og Drottinn sagði til mín: [ Og enn þó að Moises og Samúel þeir stæðu frammi fyrir mér þá hefða eg þó ekki neitt hjarta til fólks þessa. Rek þá í burt frá mér og láttu þá héðan fara. Og nær eð þeir segja til þín: „Hvor skulu vær héðan?“ þá seg þú til þeirra: So segir Drottinn: Sá eð deyja skal hann komi þar til, sá sem undir sverðið skal, hann komi þar til, sá sem hungra skal, hann komi þar til, sá sem fangaður skal vera, hann komi þar til. Því að eg vil vitja þeirra með fjögra handa plágum, segir Drottinn, meður sverði so að þeir skulu í hel slegnir verða, meðru hundum sem þá skulu slíta og með fuglum loftsins og með dýrum jarðarinnar so að þeir skulu uppétast og að öngu verða. [ Og eg vil láta í burt drífa þá hingað og þangað um öll kóngaríkin á jörðunni sakir Manasses sonar Ezechie kóngsins Júda, vegna þess að hann hafði gjört til Jerúsalem. [

Hver vill þér þá miskunnsamur vera, þú Jerúsalem? Hver mun þá sjá aumur á þér? Hver mun þá framganga og árna þér friðar? Þú hefur yfirgefið mig, segir Drottinn, og ert í burt horfin frá mér. Þar fyrir hefi eg útrétt mína hönd á móti þér so það eg vil fordjarfa þig. Mér leiðist miskunnsömum að vera, eg vil meður vindskuplunni í burt kasta þeim úr landinu og eg vil mitt fólk, það sem ekki vill snúa sér í burt frá sínu vondu athæfi,k gjöra með öllu föðurlaust og fyrirkoma því so. Mér skulu fleiri ekkjur verða á meðal þeirra en það sandurinn er við sjávarströndu, eg vil láta einn augljóslegan fordjarfara koma yfir mæðurnar þeirra ungu mannskaparmannanna og láta þann staðinn skyndilegana og óforvarandi yfirfallast so að hún sem sjö börn hefur skal aumleg vera og sáran hjartans trega hafa. Því að hennar sól skal þegar að björtum degi undirganga so það bæði hennar frægð og fögnuður skal einn enda hafa og þá sem afgangs eru vil eg gefa undir þeirra óvina sverð, segir Drottinn.

Aví, mín móðir, að þú fæddir mig, á móti þeim eð hver maður í öllu landinu deilir og þrætir! Eg hefi hverki inntekið né útlánað meður okri, þó bölvar mér hver maður.

Drottinn sagði: Nú vel, eg vil láta nokkra af yður afgangs verða, þeim eð aftur á ný skal vel ganga. Og eg vil yður til hjálpar koma í nauðinni og þrengslunum á meðal óvinanna. Þenkir þú ekki að þar sé einhvers staðar það [ járn sem í sundur kunni að slá það járnið og þann koparinn af norðrinu? En eg vil áður fyrirfram gefa yðart góss og fjársjóðu að herfangi so að þér skulið ei neitt grand fá þar fyrir og það sama fyrir allara yðvara synda sakir sem þér hafið framið út í öllum yðar landsálfum. Og eg vil flytja yður í burt til óvina yðvarra, í það landið sem þér þekkið ekki. Því að eldurinn er upptendraður yfir yður í minni reiði.

Aha, þú veist það, Drottinn, minnstu vor haf umsjón yfir oss og hefn þú vor á vorum ofsóknurum. [ Tak oss að þér og drag eigi undan þína reiði viður þá það þú veist það vér verðum forsmáðir þinna vegna. En þitt orð, það efli oss þá eð vér fáum það og það sama þitt orð er vor hjartans gleði og huggunartraust. Því vér erum nefndir eftir þínu nafni, Drottinn Guð Sebaót. Vér samlögunst eigi við háðungarmennina og gleðjunst ei heldur með þeim. En vér einir verðum fyrir þinni hendi því að þú gjörir þig ofsareiðan við oss. Hvar fyrir þá varir vor pína so lengi og vor sár eru so þrútin með öllu það enginn kann að græða þau? Þú ert oss orðin so sem sá brunnur sem ekkert uppsprettuvatn gefur.

Þar fyrir segir Drottinn: [ Ef þú hallast til við mig þá vil eg og hallast til við þig og þú skalt vera minn prédikari. Og ef þú kennir hinum réttláta að skilja sig í burt frá þessu illþýði þá skaltu vera minn lærimeistari. Og fyrr en þú skyldir hneigjast til þeirra þá skulu þeir fyrr hneigjast til við þig. Því að eg hefi gjört þig að einum öruggum koparmúrvegg í gegn þessu fólki. Þó að þeir stríði á móti þér þá skulu þeir þó ekki yfirvinna þig því að eg er í hjá þér so að eg vil hjálpa þér og frelsa þig, segir Drottinn. Eg vil og einnin leysa þig af hendi þeirra hinna illskufullu og frelsa þig af valdi víkinganna.