IIII.

Ísraelssynir tóku enn að auka illgjörðir sínar fyrir Drottni eftir andlát Ehúð. Og Drottinn gaf þá í hendur Jabín sem að var kóngur þeirra Cananiter og hann sat í Hassór. [ Síssera var hans hershöfðingi og hann bjó í Haróset þeirri heiðnu. [ Og Ísraelssynir kölluðu til Drottins því að hann hafði níu hundruð járnvagna og þvingaði Ísraelsfólk undir sitt vald í tuttugu ár.

Á þessum sama tíma var sú spákona Debóra dómari í Ísrael hver eð var eiginkona þess manns sem hét Lapídót. [ Og hún bjó undir einum pálmviðarskógi er nefndist Debóra í millum Rama og Betel, á fjallinu Efraím. Og Israelisfólk kom upp til hennar því að hún dæmdi á meðal þeirra.

Hún sendi boð og lét kalla til sín Barak son Abínóam af Kedes Neftalí og lét svo segja honum: „Hefur ekki Drottinn Guð Ísrael boðið þér? Far héðan á fjallið Tabor og tak tíu þúsund með þér af Neftalí og sonum Sebúlon því eg vil leiða Síssera Jabín stríðshöfuðsmann til þín við það vatn Kíson með sína vagna og allan sinn her og eg vil gefa hann í þínar hendur.“

Barak svaraði henni: „Ef þú vilt fara með mér þá vil eg fara. [ En ef þú vilt ekki þá fer eg hvergi.“ Hún sagði: „Eg vil fara með þér. En öngvan heiður munt þú fá af þessari ferð sem nú fer þú heldur mun Guð efa Síssera í hönd einnar kvinnu.“ Og eftir þetta bjó Debóra sig og fór með Barak til Kedes. Þá kallaði Barak Sebúlon og Neftalí til sín í Kedes og reisti gangandi með tíu þúsund manns. Debóra var í för með honum.

En Heber Keniter var af þeim Keniter. [ Hann var kominn af Hóbab mági Móse og hafði reist sína tjaldbúð hjá þeirri eik Saanaím hjá Kades.

Þá fékk Síssera að vita að Barak son Abínóam var kominn á fjallið Tabor. [ Og hann samansafnaði öllum sínum vögnum, níu hundruð járnvagna, og öllu því fólki sem var með honum frá þeim heiðingjastað Haróset allt að því vatni Kíson. Og Debóra sagði til Barak: „Rís upp, þetta er sá dagur hverjum Drottinn hefur gefið Síssera í þínar hendur. Því Drottinn mun fara á undan þér.“ Svo fór Barak niður af fjallinu Tabor og þau tíu þúsund manna með honum.

En Guð skelfdi Síssera og alla hans vagna og hans mikla her fyrir Barak sverðseggjum so að Síssera stökk af sínum vagni og flýði á fæti undan. En Barak rak flóttann og sótti eftir vögnunum og hernum til heiðingjanna Haróset. Og allt herfólk Síssera féll fyrir sverðseggjum so þar var ekki einn lifandi maður eftir.

En Síssera flúði á fæti í tjaldbúð Jael sem var húsfrú Heber þess Keniters. [ Því Jabín kóngur af Hasór og Hebers þess Keniters hús höfðu frið hvorir við aðra. Þá gekk Jael út í mót Síssera og sagði til hans: „Vík minn herra, vík til mín og óttast ekki neitt.“ Og hann sneri inn til hennar í tjaldbúðina og hún breiddi yfir hann skikkju. Hann sagði til hennar: „Eg bið, gef mér lítið vatn að drekka því mig þyrstir.“ Þá tók hún eina mjólkurbyttu, gaf honum að drekka og breiddi yfir hann aftur. Og hann sagði til hennar: „Gakk út í tjaldsdyrnar og sjáir þú nokkurn koma og spyrja að hvert hér er nokkur þá seg þú að hér sé enginn.“

Þá tók Jael kvinna Heber einn búðarnagla og hamar í sína hönd og gekk hljóðlega inn til hans og sló naglann í gegnum hans gagnvanga so hann nam staðar í jörðu. En hann féll í ómegin, varð máttlaus og lét lífið.

En þá Barak sótti eftir Síssera þá kom Jael út móti honum og sagði til hans: „Far hingað, eg vil sýna þér þann mann sem þú leitar eftir.“ Og sem hann gekk inn til hennar sá hann hvar Síssera lá dauður og naglann standa í hans gagnvanga. Með þessum hætti lækkaði Guð Jabín Cananiterkóng fyrir Ísraelslýð. Og Ísraelssona hendur efldust og styrktust mót Jabín Cananiterskóngi þar til að þeir afmáðu hann. En Debóra og Barak sonur Abínóam sungu bæði þennan lofsöng á þeim tíma og sögðu: