LIIII.

Menntarfræði Davíðs fyrir að syngja upp á hljóðfæri, þá þeir af Síf komu og kunngjörðu Saul: „Davíð heldur sig í fylsnum hjá oss“ [

Hjálpa þú mér, Guð, fyrir þitt nafn og lát mig rétt ske fyrir þína sannleiksmagt.

Guð, heyr þú mína bæn, hygg að málinu míns munns.

Því að hinir drambsömu setja sig upp á móti mér og hinir forsugu sækja fast eftir minni sálu og hafa ei Guð fyrir augum sér. Sela.

Sjá þú, Guð hann hjálpar mér, Drottinn hann er sá sem annast sálu mína.

Hann mun þá hrekkvísi mínum óvinum endurgjalda, sundurdreif þú þeim fyrir þíns sannleiks sakir.

Þá vil eg færa þér fagnaðarfórnir og þínu nafni, Drottinn, þakkir gjöra að það er svo huggunarsamlegt.

Því að þú frelsar mig út af allri minni neyð svo það mitt auga sér sína vild á óvinum mínum.