II.

Þessir eru landsins synir sem voru úr herleiðingunni hverja Nabogodonosor kóngur af Babýlon hafði hertekið og komu nú aftur í Jerúsalem og Júda, hver í sinn stað. [ Og þeir komu með Sóróbabel, Jesúa, Nehemía, Seraja, Reelja, Mardókaí, Bilsan, Mispar, Bigevaí, Rehúm og Baena.

Þetta er manntal Ísraelsfólks. Synir Parees: Tvö þúsund hundrað sjötígi og tveir. Synir Efatja: Þrjú hundruð sjötígi og tveir. Synir Ara: Sjö hundruð sjötígi og fimm. Synir Pahat Móab meðal sona Jesúa, Jóab: Tvö þúsund átta hundruð og tólf. Synir Elam: Þúsund tvö hundruð fimmtígi og fjórir. Synir Satú: Níu hundruð fjörutígi og fimm. Synir Sakaí: Sjö hundruð og sextígi. Synir Baní: Sex hundruð fjörutígi og tveir. Synir Bebaí: Sex hundruð tuttugu og þrír. Synir Asgad: Þúsund tvö hundruð tuttugu og tveir. Synir Adóníkam: Sex hundruð sextígi og sex. Synir Bigevaí: Tvö þúsund fimmtígi og sex. Synir Adín: Fjögur hundruð fimmtígi og fjórir. Synir Ater af Esekía: Átta og níutígi. Synir Besaí: Þrjú hundruð tuttugu og þrír. Synir Jóra: Hundrað og tólf. Synir Hásúm: Tvö hundruð tuttugu og þrír. Synir Gibbar: Níutígi og fimm. Synir Betlehem voru hundrað tuttugu og þrír. Menn Netófa: Fimmtígi og sex. Þeir menn af Anatót: Hundrað tuttugu og átta. Synir Asmavet: Fjörutígi og tveir. Þeir synir af Kirjat Jearím, Kafíra og Beerót: Sjö hundruð fjörutígi og þrír. Þeir synir af Rama og Gaba: Sex hundruð tuttugu og einn. Þeir menn af Mikmas: Hundrað tuttugu og tveir. Þeir menn af Betel og Haí: Tvö hundruð tuttugu og þrír. Synir Nebó: Fimmtígi og tveir. Synir Magbís: Hundrað fimmtígi og sex. Synir Elam hins annars: Þúsund tvö hundruð fimmtígi og fjórir. Synir Harím: Þrjú hundruð og tuttugu. Þeir synir Lód, Hadíd og Ónó: Sjö hundruð tuttugu og fimm. Synir Jeríkó: Þrjú hundruð fjörutígi og fimm. Þeir synir Senaa: Þrjár þúsundir sex hundruð og þrjátígi.

Prestanna synir, Jedaja af húsi Jesúa: [ Níu hundruð sjötígi og þrír. Synir Immer: Þúsund fimmtígi og tveir. Synir Pashúr: Þúsund tvö hundruð fjörutígi og sjö. Synir Harím: Þúsund og seytján. Levítarnir, synir Jesúa og Kadmíel, af sonum Hódavja: [ Sjötígi og fjórir. Söngvararnir, synir Assaf: [ Hundrað og tuttugu og átta. Synir dyravörðarann, synir Sallúm, synir Ater, synir Talmón, synir Akúb, synir Hatíta, synir Sóbaí: [ Þessir allir voru hundrað níu og þrjátígi.

Þeir [ Nathinei: Synir Síha, synir Hasúfa, synir Tabbaót, synir Kerós, synir Síaa, synir Padón, synir Lebana, synir Hagaba, synir Akúb, synir Hagab, synir Samlaí, synir Hanan, synir Giddel, synir Gahar, synir Reaja, synir Resín, synir Nekóda, synir Gasam, synir Úsa, synir Pasea, synir Asna, synir Meóním, synir Nefúsím, synir Bakbúk, synir Hakúfa, synir Harhúr, synir Baslút, synir Mehíra, synir Harsa, synir Barkóm, synir Sísera, synir Tamat, synir Nesía, synir Hatífa. Synir þénara Salomonis: Synir Sótaí, synir Sóferet, synir Perúda, synir Jaala, synir Darkón, synir Giddel, synir Sefatja, synir Hattil, synir Pokeret af Sebaím, synir Ami. Allir Nathinei og synir þénara Salomonis voru til samans þrjú hundruð níutígi og tveir.

Og þessir fóru og upp með Mítel, Mela, Tel, Harsa, Kerúb, Addón og Immer, en þeir gátu ekki sagt til sinna feðra húsa og ekki til þeirra sæðis, hvert þeir voru af Ísrael, synir Delaja, synir Tobía, synir Nekóda: Sex hundruð fimmtígi og tveir. Og af prestanna sonum: Synir Habaja, synir Hakos, synir Barsillaí sem tók sér eina kvinnu af dætrum Barsillaí Gileaditer og var nefndur eftir því sama nafni. Þeir leituðu eftir registri sinnar fæðingar og fundu ekki. Þar fyrir voru þeir reknir frá kennimannskapnum. Og Hatírsata sagði til þeirra að þeir skyldu ekki eta af því allrahelgasta fyrr en sá prestur upprisi sem hefði ljósið og réttinn.

En allur almúginn svo sem einn maður var tvær og fjörutígi þúsundir þrjú hundruð og sextígi. [ Að auk þeirra þrælar og ambáttir, þeir voru sjö þúsund þrjú hundruð þrjátígi og sjö. Og þeir höfðu tvö hundruð söngvara og söngkvinnur, sjö hundruð sex og þrjátígi hesta, tvö hundruð fimm og fjörutígi múla, fjögur hundruð fimm og þrjátígi úlfalda, sex þúsund sjö hundruð og tuttugu asna.

Og nokkrir af þeim yppustu feðrum, þegar þeir komu til Drottins húss í Jerúsalem, þá voru þeir fúsir til Drottins húss að uppbyggja það aftur í sínum stað. Og þeir gáfu eftir sínum efnum til fjársjóðar gjörningsins: [ Eitt og sextígi þúsund gyllini og fimm þúsund pund silfurs og hundrað kennimannaklæði. Og prestarnir og Levítarnir og nokkrir af fólkinu og söngvararnir og dyraverðirnir og þeir Nethinem settist niður í þeirra staði og allur Ísrael í sínar borgir.