Þannin algjörðist nú himinn og jörð og allur þeirra [ her. Og so fullkomnaði Guð á þeim sjöunda degi sín verk sem hann gjörði. Og hvíldist þann sjöunda dag af öllu sínu verki sem hann gjört hafði. Og hann blessaði þann sjöunda dag og helgaði hann, af því að hann hvíldist á þeim sama degi af öllum sínum verkum sem Guð skapaði og gjörði. [

Þannin varð nú himinninn og jörðin þá þau voru sköpuð á þeim tíma þá Guð Drottinn gjörði jörðina og himininn og allra handa tré á mörkinni sem ekki voru áður fyrri á jörðunni og allra handa jurtir á akrinum sem ekki voru áður fyrri. Því að Drottinn Guð hafði þá enn ekki látið rigna á jörðina og þar var enginn maður sem jörðina fágaði með sínu erfiði. En þar gekk upp ein þoka af jörðunni og vökvaði alla jörðina.

Og Guð Drottinn gjörði manninn af jarðar leiri og blés einum lifandi anda í hans ásjónu. Og so varð maðurinn ein lifandi sál. [

Og Guð Drottinn plantaði einn aldingarð í Eden á móti austri og setti manninn þangað, hvern hann hafði skapað. Og Guð Drottinn lét uppvaxa af jörðunni allra handa tré sem fögur voru að sjá og lystileg að eta, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og það skilningstré góðs og ills. [

Og þar rann ein mikil uppspretta út af Eden til að vökva aldingarðinn og sú uppspretta skiptist þaðan í fjögur stór vatsföll. Það fyrsta heitir Píson, það fellur um allt landið Hevíla og þar finnst gull, og gullið þess lands er forkostulegt, og þar finnst bedellíum og gimsteinninn ónyx. [ Það annað vatsfallið heitir Gíhon, það fellur um allt Bláland. [ Hið þriðja vatsfallið heitir Hídekel, það fellur fram hjá Assyría. Það fjórða vatsfallið er Eufrates. [

Og Drottinn Guð tók manninn og setti hann í þann aldingarð Eden að hann skyldi yrkja hann og varðveita. Og Guð Drottinn bauð manninum og sagði: „Þú skalt eta af allra handa trjám í aldingarðinum, en af því skilnings tré góðs og ills skaltu ekki eta. Því að á hverjum degi sem þú etur af því þá skaltu dauða deyja.“ [

Og Drottinn Guð sagði: „Það er ei gott að maðurinn sé einnsaman. Eg vil gjöra honum eina meðhjálp þá sem vera má hjá honum.“ Því að þá Guð Drottinn hafði skapað af jörðunni allra handa dýr á mörkinni og allskyns fugla undir himninum þá leiddi hann þau til Adams so að hann sæi hvað hann vildi nefna þau. Því að hvað helst nafn sem maðurinn gæfi öllum lifandi kvikindum þá skyldu þau so heita. So gaf Adam allra handa fénaði og fuglum loftsins og svo allra handa dýrum á jörðunni sérhverju sitt nafn. En þar fannst engin meðhjálp fyrir manninn sem vera mætti hjá honum.

Þá lét Guð Drottinn fastan svefn falla yfir manninn og þá hann svaf tók hann eitt af hans rifjum og byrgði aftur með holdi. [ Og Guð Drottinn uppbyggði eina kvinnu af rifbeini því sem hann tók af manninum og leiddi hana til hans. Þá sagði maðurinn: „Þetta er bein af mínum beinum og hold af mínu holdi, þar fyrir skal hún karlinna kallast, af því hún er af karlmanni tekin.“ [ Og þess vegna skal maðurinn yfirgefa föður sinn og móður sína og halda sér við sína eiginkonu og þau tvö skulu vera eitt hold. Og þau voru bæði nakin, Adam og hans kvinna, og skömmuðust sín ekki.