IX.

Og er Jesús sté á skip fór hann yfir um aftur og kom í sína borg. [ Og sjá, að þeir færðu til hans iktsjúkan mann sá er í sæng lá. [ En sem Jesús leit þeirra trú sagði hann til hins iktsjúka: „Vertu hughraustur, sonur. Þínar syndir eru þér fyrirgefnar.“ Og sjá, að nokkrir af skriftlærðum sögðu með sjálfum sér: „Þessi guðlastar.“ Og sem Jesús sá þeirra hugsanir sagði hann: „Hvar fyrir hugsi þér svo vont í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar, eða að segja: Statt upp og gakk? En svo að þér vitið að Mannsins son hefur magt á jörðu syndir að fyrirgefa“ þá sagði hann til hins iktsjúka: „Statt upp, tak sæng þína og gakk í þitt hús.“ Og hann stóð upp og fór í sitt hús. En þá fólkið sá þetta undraðist það og prísaði Guð sá eð þvílíka magt hafði mönnum gefið.

Og er Jesús gekk þaðan sá hann mann sitja í tollbúðinni, Mattheum að nafni, og sagði til hans: [ „Fylg þú mér eftir.“ Og hann stóð upp og fylgdi honum eftir. Og það skeði er hann sat til borðs í húsinu, sjá, að margir tollheimtumenn og bersyndarar komu og settu sig til borðs með Jesú og hans lærisveinum. Og er Pharisei sáu það sögðu þeir til hans lærisveina: „Því etur yðar meistari með tollheimturum og glæpamönnum?“ En þá Jesús heyrði það sagði hann til þeirra: „Heilbrigðir hafa eigi læknarans þörf heldur þeir sem krankir eru. En fari þér og nemið hvað það er: Á miskunn hefi eg þóknan og eigi á offri. [ Því að eigi kom eg að kalla réttláta heldur syndara til iðranar.“

Þá gengu Jóhannes lærisveinar til hans og sögðu: [ „Hvar fyrir föstum vér og Pharisei so tíðum en þínir lærisveinar fasta eigi?“ Jesús sagði til þeirra: „Eigi mega brúðgumabörnin þvingan líða svo lengi sem brúðguminn er með þeim. En þeir dagar munu koma eð brúðguminn mun frá þeim takast og þá munu þeir fasta. Enginn setur bót af nýju klæði á gamalt fat því að bótin gliðnar frá fatinu aftur og verður svo slitin verri. Og eigi láta menn nýtt vín í forna leðurbelgi, annars sprengjast belgirnir og vínið spillist og belgirnir fordjarfast, heldur láta þeir nýtt vín í nýja belgi og verður so hvorttveggja forvarað.“ [

Og sem hann var þetta að tala við þá, sjá, að höfðingi nokkur gekk að og kraup fyrir honum niður og sagði: [ „Herra, dóttir mín er nýsáluð. En kom og legg þína hönd yfir hana og mun hún lifna.“ Jesús stóð upp og fylgdi honum eftir og so hans lærisveinar. Og sjá, að kona hver eð í tólf ár hafði blóðfall haft gekk á bak til við hann og snerti fald hans klæða. [ Því að hún sagði með sjálfri sér: „Ef eg mætta aðeins snerta hans klæðnað munda eg heil verða.“ En Jesús snerist við, leit á hana og sagði: „Vert glöð, mín dóttir, þín trúa gjörði þig heila.“ Og konan varð heil á þeirri sömu stundu.

Og er Jesús kom í foringjans hús og sá spilmennina og ys fólksins sagði hann til þeirra: [ „Farið frá því að stúlkan er eigi dauð heldur sefur hún.“ Og þeir dáruðu hann. En er fólkið var útdrifið gekk hann þar inn og tók um hönd hennar og stúlkan stóð upp. Og þetta rykti barst út um allt það sama land.

Og er Jesús gekk burt þaðan fylgdu honum eftir tveir menn blindir, þeir eð kölluðu og sögðu: [ „Ó þú sonur Davíðs, miskunna okkur!“ En er hann kom inn í húsið gengu hinir blidnu til hans. Jesús sagði til þeirra: „Trúi þið að eg kunni að gjöra ykkur þetta?“ Þeir sögðu til hans: „Að vísu, lávarður.“ Þá snart hann þeirra augu og sagði: „Verði ykkur eftir trú ykkar.“ Og þeirra augu lukust upp. Og Jesús hótaði þeim og sagði: „Sjáið til að það viti eigi nokkur.“ En er þeir gengu burt þaðan báru þeir hans rykti út um allt það land.

En þá þessir voru útgengnir, sjá, þá höfðu þeir til hans þann mann sem dumbi var og djöfulóður. [ Og að útreknum djöflinum talaði hinn mállausi og fólkið undraðist það og sagði: „Aldrei hefur slíkt verið í Ísrael.“ En Pharisei tóku að segja: „Hann rekur djöful út fyrir djöflahöfðingjanum.“

Og Jesús gekk um kring í öllum borgum og kauptúnum, kennandi í þeirra samkunduhúsum og prédikaði evangelium ríkisins og læknaði allar sóttir og öll krankdæmi með fólkinu. Og er hann leit fólkið sá hann aumur á því því að þeir voru vanmegna orðnir og tvístraðir sem þeir sauðir er öngvan hirðir hafa. Hann sagði þá til sinna lærisveina: „Að sönnu er kornskeran mikil en verkmennirnir fáir. Fyrir því biðjið herrann kornskerunnar að hann sendi verkmenn í sína kornskeru.“