XXXVIII.

Og Drottinn svaraði Job af einu vindskýi og sagði: „Hver er sá sem svo skeikar í vísdóminum og talar svo óskynsamlegana? Umgyrð þínar lendar sem einn maður, eg vil aðspyrja þig, kenn þú mér. Hvar vart þú þá eg lagði grundvöll jarðarinnar? Seg þú mér það ef þú ert so mikill skilningsmaður? Veist þú hver eð setti hennar takmark eður hver eð dró þann mæliþráðinn yfir hana? Eða hvar upp á hennar undistöður eru settar eða hver eð lagði hennar hyrningarstein þá eð morgunstjörnurnar hver með annarri lofuðu mig og öll Guðs börn þau glöddu sig? Hver hefur tillukt sjávarhafið með sínum dyrum þá eð það braust út svo sem af móðurkviði? Þá að eg klædda það með skýjunum og vafði það í þokunni svo sem í öðrum reifum, þá eð eg hamlaði þess hlaupi með mínum garði og setti stengur og hurð þar fyrir og sagði: Allt hingað að skalt þú koma en ekki lengra, hér skulu þínar stoltar bylgjur leggja sig?

Hefur þú á þínum tíma boðið morninum og vísað morgunstjörnunni sinn stað so hann höndlaði hornin jarðarinnar og það hinir óguðlegu yrðu útkastaðir? Það [ innsiglið mun umbreyta sér sem annað leir og þeir munu standa sem annað klæðisfat. Og það ljósið skal í burt takast frá þeim óguðlegu og sá armleggurinn hinna dramblátra skal í sundur brjótast. Hefur þú ofan farið til hafsins grunna og gengið so í djúpsins farvegum? Hefur dauðans port nokkurn tíma opnað sig fyrir þér eða hefur þú séð myrkranna portdyr? Hefur þú áskynja orðið hversu breið jörðin er? seg þú fram, veistu allt saman þetta? Hvar er sá vegurinn þar sem ljósið byggir og hver að sé myrkursins staður so að þú kunnir burt að taka þess landamerki og formerkja þann farveginn þess hússins? Vissir þú að þú skyldir á þeim tíma fæðast og hversu margir þínir dagar skyldu vera?

Hefur þú þar verið hvaðan að snjórinn kemur eða hefur þú séð hvaðan haglið kemur hverju að eg inniheld til hörmungartímans og til þess stríðsins og ófriðardagsins? Um hvern veg skiptir ljósið sér og sá austanvindurinn upp fer á jörðina? Hver útskipti steypidöggunni sína rás og gjörði veginn eldinganna og reiðarþrumunnar so að það rignir í landið þar sem enginn er á, í þá óbyggðina sem enginn maður er, so það uppfyllir eyðimörkina og þau öræfin og lætur þar grænt gras gróa? Hver er daggarinnar faðir og hver fæddi hrímfrostið undir himninum so að vatnið verður hulið líka sem undir steinum og það vatsdjúpið frýs saman? Kannt þú það bandið Sjöstjarnanna saman að binda elligar upp að leysa það beltið þess Óríons? Kanntu að láta morgunstjörnuna fram koma í sinn tíma eður að færa þann Vagninn af himninum yfir þín börn? Veistu hvernin það himinninn skal regerast eða kanntu að kenna honum nokkuð af jörðu?

Kannt þú þínar reiðarþrumur að flytja hátt upp í skýin eður mun sá mikilleiki vatsins hylja þig? Kanntu að láta þær eldingarnar út svo að þær út færi og segja: Hér eru vær? Hver gefur vísdóminn í það [ leynda? Hver gefur skynsamlegar hugsanir? Hver er svo vís að hann kunni að telja skýin? Hver kann til að dýpta himinsins [ vatsbelgi þá eð því duftinu verður úthellt að það hleypur svo til samans og það hver kökkurinn loðir við annan?