XLVI.

Þetta er það orð Drottins sem skeði til Jeremia á móti öllum heiðnum þjóðum.

Á móti Egyptalandi

Á móti herliði faraó Nekó kóngsins af Egyptalandi sem lá við vatnið Euphrates í Karkemis hvert eð Nabogodonosor konungurinn af Babýlon sló á því fjórða árinu Jóakím Jósíasonar konungsins í Júda.

Búið til skjölduna og buklarana og dragið út í stríðið. Leggið á hestana og látið riddarana þar upp á sitja. Setjið upp hjálmana, hvessið gladielen, farið í brynjurnar. En hvernin kemur það til að eg sé þeir eru duglausir og flýja undan og þeirra kempur eru í hel slegnar? [ Þeir flýja so geist undan að þeir líta eigi aftur og skelfingin er í kringum þá, segir Drottinn. Sá hinn skjóti kann ekki í burt að flýja og eigi heldur hinn öflugi undan að komast. Þeir eru fallnir og niður slegnir í mót norðrinu hjá vatninu Euphrates. Hvar er nú sá sem dró hingað upp sem eitt vatsflóð og hvers bylgjur sig upphófu sem aðrar vatsbylgjur? Egyptalandsmenn drógu upp hingað sem annað vatsflóð og þeirra bylgjur hófu sig hátt so sem vatsbylgjur og sögðu: „Eg vil draga upp þangað til að hylja landið og til að fordjarfa þá staðina með þeim sem þar inni búa.“

Nú vel, stígið á hestana, hleypið með vagnana, látið hetjurnar út draga og Blámennina og þá út af Pút sem skjölduna hafa og bogaskytturnar af Lydia. Því að þetta er dagur Drottins, Drottins Sebaót, einn hefndardagur það hann vill hefna sín á sínum óvinum so að sverðið skal upp éta þá og verða fullt og drukkið af þeirra blóði. Því að þeir hljóta að verða Drottni Sebaót eitt slátrunaroffur í því landinu mót norðrinu við vatnið Euphrates. Þú jungfrú, Egyptalandsdóttir, gakk héðan upp til Gíleað og sæk þér smyrsl en það kemur til einskis að þú farir með miklar lækningar, þú verður ekki heilbrigð að heldur. Þín skömm er augljós vorðin á meðal heiðinna þjóða, af þínum gráti er landið fullt það ein hetjan fellur yfir aðra og liggur svo hvor um þveran annan.

Þetta er það orð Drottins sem hann talaði til Jeremiam propheta þá eð Nabogodonosor konungurinn af Babýlon dró út til að slá Egyptaland. Kunngjörið það í Egyptalandi og undirvísið það í Migdal, látið þá í Nóf og Takpanhes fá það að vita og segið: [ „Bú þig til varnar það sverðið mun upp eta allt það hvað í kringum þig er.“ Hvernin kemur það til það þínir hinir voldugu falla til jarðar og geta ekki við staðið? Drottinn kastar þeim so niður, hann gjörir það að so margir falla af yður so að hver liggur þar um annan þveran annan. Þá sögðu þeir: „Upp, látum oss draga til vorra manna í vort fósturland fyrir sverðinu þess víkingsins.“ Þá mun kallað eftir þeim það faraó konungurinn af Egyptalandi liggi fallinn og hann hafi misst sín landtjöld.

So sannarlega sem eg lifi, segir sá konungurinn sem heitir Drottinn Sebaót, hann skal draga hér fram so hár sem fjallið Tabor er á meðal annarra fjalla og so sem Karmel það við sjóinn stendur. [ Þú datturin sem býr í Egyptalandi, tak þinn ferðabúning það Nóf mun í eyði lögð og uppbrennd verða so að enginn mun búa þar inni.

Egyptaland er einn feitur kálfur en slátrunarmaðurinn kemur af norðrinu og þeir [ daglaunararnir sem þar inni búa eru einnin sem feitir kálfar en þó hljóta þeir að snúa sér á flótta hver með öðrum og fá ekki við staðið. Því að sá dagurinn þeirra ólukku mun yfir þá koma, einkum sem er þeirra vitjunartími. Þeir bruna þar fram so eð glamrar í þeirra harneski og koma með óvígan her og flytja auxar yfir hana líka sem skógarmenn. Þeir hinir sömu munu so höggva í hennar skógi, segir Drottinn, að það mun ekki teljandi vera. Því að þeir eru fleiri en þær engisprettur sem enginn fær talið. Dótturin Egyptalands stendur með skömm það hún er gefin í hendur þess fólksins af norðrinu.

Drottinn Sebaót, Guð Ísraels, hann segir: Sjá þú, eg vil vitja þeirra stjórnaranna af Nó og faraó og þeirra í Egyptalandi með sínum guðum og konungum. Já faraó með öllum þeim sem traust höfðu á honum, þá vil eg gefa í þeirra hendur sem stunda eftir þeirra lífi og í hendur Nabogodonosor konungsins af Babýlon og hans þénara. Og þar eftir á skaltu byggð verða so sem það var forðum daga, segir Drottinn.

En þú, minn þénari Jakob, óttast ekki og þú Ísrael, vert óhræddur, því að, sjá þú, eg vil hjálpa þér af því fjarlæga landinu og þínu sæði burt úr þeirra herleiðingarlandi so að Jakob skal aftur koma og í friði vera og gnóglegt hafa og enginn skal skelfa hann. Þar fyrir óttast ekki, minn þjón Jakob, segir Drottinn, því að eg er hjá þér. Við alla þá heiðingja til hverra að eg hefi í burt rekið þig vil eg einn enda gjöra en við þig vil eg ekki neinn enda gjöra heldur þá vil eg aga þig með hófsemi so það eg láti þig þó ekki óhegndan. [