XVIII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Hvaða málshætti er það þér hafi í Ísraelslandi og segið: „Feðurnir átu það beiska vínberið en barnanna tennur hafa sljóvgast þar af“? So sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, þá skal svoddan málsháttur ekki meir ganga á meðal yðar í Ísrael. Því sjáið, allar sálir eru mínar, föðursins sál er jafnvel mín svo sem sálin sonarins. Sú sál sem syndgast hún skal deyja.

Nær eð nokkur er nú frómur og breytir vel og réttvíslega, hver að eigi etur á fjöllunum, hver eð eigi upplyftir sínum augum til afguðanna hússins Ísraels og saurgar eigi eiginkonu náunga síns og liggur eigi með konunni í hennar krankleika, hver eð öngvum manni gjörir skaðræði, hver eð skuldamanninum fær sinn pant aftur, hver að ekki grípur neitt fyrir öðrum með valdi, hvör eð útskiptir sínu brauði með hungruðum og klæðir þann sem nakinn er, hver að ekki fremur neitt okur, hver að ekki tekur nokkurs manns ábata frá honum, hver að í burt snýr sinni hendi frá röngu, hver að dæmir rétt á milli annarra manna, hver að gengur eftir mínum réttindum og heldur mín boðorð að hann gjöri þar alvarlegana eftir, sá er réttlátur, hann skal lifa, segir Drottinn Drottinn.

En ef hann getur einn son og verði hann einn morðingi sem úthellir blóðinu eða gjörir eitthvert út af þessum illskuverkum og gjörir ekki neitt af hinum öðrum heldur etur á fjöllum uppi og saurgar húsfreyju náunga síns, gjörir skaðræði hinum fátæka og volaða, tekur nokkuð með valdi, gefur ekki það aftur sem til panta var sett, upplyftir sínum augum til afguðanna hvar með hann gjörir eina svívirðing, lánar út með okran, leitar ávinnings, skyldi sá lifa? Hann skal ekki lifa, heldur með því hann gjörði alla svoddan svívirðing þá skal hann dauða deyja, hans blóð skal yfir honum vera.

En ef hann getur einn son sem sér allar svoddan syndir þær eð hans faðir gjörir og er óttasleginn það hann gjöri eigi so, etur ekki á fjöllum uppi og hefur ekki sín augu upp til þeirra afguðanna hússins Ísraels, saurgar ekki eiginkonu náunga síns, gjörir öngum skaðræði og heldur ekki inni því sem í panta var sett, tekur ekki neitt með valdi, útskiptir sínu brauði með hungruðum og klæðir þann sem nakinn er, í burt snýr sinni hendi frá röngu, tekur ekki upp á okur og ávinning heldur varðveitir mín boðorð og lifir eftir mínum réttindum, sá skal ekki deyja fyrir síns föðurs misgjörða sakir, heldur lifa. En hans faðir sem rangindin og ofríkið framdi og gjörði það á meðal síns fólks sem ekki dugði, sjá þú, sá hinn sami skal deyja fyrir sinna misgjörða sakir.

So segi þér: „Hvar fyrir skal sonurinn ei bera síns föðurs misgjörning?“ Fyrir það að ahnn gjörði vel og réttvíslega og hann hélt og gjörði öll mín réttindi, þá skal hann lifa. Því að hver sála sem syndgast hún skal deyja. Sonurinn skal ekki bera föðursins ranglæti og faðirinn skal ei bera sonarins ranglæti heldur skal réttlætið hins réttferðuga vera yfir honum og það ranglætið hins rangláta skal vera yfir honum. [

En ef sá hinn óguðlegi í burt snýr sér frá öllum sínum syndum sem hann hefur gjört og varðveitir öll mín boðorð og gjörir vel og réttvíslega þá skal hann lifa en ekki deyja. Allar hans illgjörðir sem hann hefur gjört skulu ekki í minni festar verða heldur skal hann lifa fyrir síns réttlætis sakir sem hann gjörir. Þenkir þú það eg hafi þóknan á duaða hins óguðlega, segir Drottinn Drottinn, og ekki miklu heldur að hann í burt snúi sér frá sínu athæfi og lifi? [

Og ef hinn réttferðugi í burt snýr sér frá sinni réttvísi og breytir vondslegana og lifir eftir öllum þeim svívirðingum sem hinn óguðlegi hann gjörir, skyldi hann lifa? Já, öll hans réttvísi sem hann hefur gjört skal ekki í minni leggjast heldur skal hann deyja í sínum misgjörningum og syndum sem hann hefur gjört. En þó segi þér að Drottinn höndli ekki réttilega.

Svo heyrið nú, þér af húsi Ísraels: Er það eigi svo? Eg hefi rétt en þér hafið órétt. Því nær eð hinn réttferðugi snýr sér í burt frá sinni réttvísi og breytir vondslegana þá hlýtur hann að deyja. En þó skal hann deyja fyrir sakir sjálfs sinnar illsku sem hann gjörði. Þar í móti, nær eð hinn óguðlegi í burt snýr sér frá sinni óréttvísi sem hann hefur gjört og breytir nú vel og réttvíslega þá skal hann ahlda sinni sálu lifandi. Því fyrst hann sér sig um og í burt snýr sér frá allri sinni illsku sem hann hefur gjört þá skal hann lifa en ekki deyja.

En þó segja þeir af Ísraels húsi að Drottinn hann höndli ekki rétt. Skyldi eg hafa órétt? Þér af Ísraels húsi hafið órétt. Þar fyrir vil eg dæma yður, þér af húsi Ísraels, hvern eftir sinni tilverkan, segir Drottinn Drottinn. Þar fyrir þá umvendið yður af öllum yðar lögbrotum svo að þér fallið ekki fyrir yðvara misgjörða sakir. [ Burt fleygið frá yður öllum yðar yfirtroðslum meður hverjum þér hafið afvega gengið og gjörið yður eitt nýtt hjarta og einn nýjan anda. Því hvar fyrir viltu svo deyja, þú Ísraels hús? Því að eg hefi eigi neina vild á þess dauða sem deyr, segir Drottinn Drottinn. Þar fyrir snúið yður og skulu þér lifa.