XIII.

Og í þeim söfnuði sem var í Antiochia voru spámenn og lærifeður, meðal hverra var Barnabas og Símon er kallaðist Níger og Lúkíus hinn sýrlenski og Manahen sá eð var samfóstri Heródes tetrarka og Saulus. [ Og þann tíð þeir þjónuðu Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: „Útveljið mér Barnabam og Saulum í það verk sem eg hefi þá til kjörið.“ Þeir föstuðu þá og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá og létu í burt fara. Og sem þeir voru að sönnu útsendir af heilögum anda gengu þeir burt til Seleucia og þaðan sigldu þeir til Cipria. Og þá þeir komu til Salaminborgar tóku þeir að prédika Guðs orð í samkundum Gyðinga. En þeir höfðu Johannem til þjónustu.

Og sem þeir gengu yfir eyna allt til Paphosborgar þar fundu þeir nokkurn fjölkynngismann og falspropheta þann Gyðingur var hvers nafn eð var Barjehú. Sá var hjá Sergio Paulo landstjórnara, forsjálegum manni. [ Hann kallaði fyrir sig Barnabam og Saulum og hann fýsti að heyra Guðs orð. Þá stóð þeim í mót sá galdramaður Elýmas (því að so verður hans nafn útlagt) og sótti eftir að snúa landstjórnaranum frá trúnni. En Saulus, sá er og hét Paulus, fullur af heilögum anda leit á hann og sagði: [ „Ó þú djöfulsson, fullur alls táls og fláræðis og óvinur allrar réttvísi, þú lætur eigi af að umsnúa réttum vegum Drottins. Og sjá nú, að hönd Drottins kemur yfir þig og þú skalt blindur vera og sjá ei sól um nokkra tíma.“ Og jafnsnart féll á hann dimma og myrkur, fálmandi um kring sig og leitaði að þeim eð hann vildi leiða. Þá landstjórnarinn sá hvað gjörðist trúði hann og undraðist fyrir kenningu Drottins.

En þá Páll og þeir sem með honum voru sigldu frá Papho komu þeir til Pergen í Pamphylialandi. En Jóhannes skildi við þá og fór aftur til Jerúsalem. En þeir fóru þar þvert yfir frá Pergen og komu til Antiochia í Pisidíalandi og gengu inn í þeirra samkundu á þvottdegi og settust niður. En eftir lögmálslesturinn og spámannanna sendu yfirmenn samkundunnar og létu segja þeim: „Þér menn og bræður, ef nokkur áminningarræða er hjá yður til fólksins þá segið fram.“

Þá stóð Páll upp og benti til hljóðs með hendinni og sagði: [„Þér Ísraelsmenn og þér sem óttist Guð, þa heyrið. Guð Ísraelslýðst útvaldi feður vora og hóf upp fólk þetta þá þegar það var útlægt á Egyptalandi og með hávum armlegg útleiddi hann það þaðan og mestu í fjörutigu ár umleið hann þeirra siðvenjur í eyðimörku og afmáði sjö þjóðir á Kanaansjörðu og skipti með þeim eftir hlutfalli þeirra landi. Eftir það gaf hann þeim dómendur í þrjú hundruð og fimmtígir ára, allt til Samúel spámanns. Eftir það æsktu þeir sér konungs og Guð gaf þeim Saul son Kís, mann af Benjamínskyni, í fjörutígir ár. Og er hann afsetti þann uppvakti hann Davíð þeim til konungs, af hverjum hann vitnaði og sagði: Eg hefi fundið Davíð son Jessa, mann eftir mínu hjarta, hver gjöra skal allan minn vilja.

Af hvers sæði Guð framleiddi eftir fyrirheitinu Jesúm, Ísraels lausnara, eftir því sem Jóhannes prédikaði áður iðranarskírn fyrir hans auglits hingaðkomu öllu Ísraelsfólki. [ En sem Jóhannes hafði lyktað sitt skeið sagði hann: Eg em eigi hann hvern þér meinið mig vera heldur sjáið, að sá kemur eftir mig hvers skóklæði eg em eigi verðugur að leysa.

Þér menn, góðir bræður og þér synir Abrahams slektis og þeir sem yðar á milli óttast Guð, yður er þetta hjálpræðisorð sent. Því að þeir sem bjuggu í Jerúsalem og þeirra höfðingjar, með því þeir þekktu hann eigi né spámannaraddirnar (hverjar lesnar verða hvern þvottdag) hafa þeir með sínu dómsatkvæði uppfyllt. Og þó þeir fyndi öngva dauðasök með honum beiddu þeir af Pilato að hann léti aflífa hann. [ En sem hann hafði fullkomnað allt hvað af honum var skrifað tóku þeir hann ofan af trénu og lögðu í gröf. En Guð uppvakti hann af dauða, hver og séður er um marga daga af þeim sem með honum fóru af Galilea upp til Jerúsalem, hverjir að eru hans vottar hjá fólkinu.

Og vér bjóðum yður það fyrirheit sem til feðra vorra er skeð að það sama hefur Guð uppfyllt oss þeirra sonum í því hann uppvakti Jesúm, so sem í öðrum sálmi skrifað er: Þú ert minn son, í dag ól eg þig. En það Guð uppvakti hann af dauða að hann kæmi ei framar til rotnunar aftur þá sagði hann so: Trúlega skal eg halda við yður þá náð er Davíð var lofuð. Fyrir því segir hann enn í öðrum stað: Þú munt eigi leyfa að þinn heilagi skuli rotnan sjá. Því sennilega þá Davíð hafði sinn aldur út þjónað og að Guðs forsjó sofnaði hann og er lagður til feðra sinna og hefur rotnan séð. En sá hvern Guð uppvakti hefur eigi rotnan séna.

Fyrir því sé yður viturlegt, góðir menn og bræður, það yður boðast fyrir þennan syndanna fyrirgefning og af öllu því hverju þér gátuð ekki réttlátir orðið fyrir Moyses lögmál. En hver hann trúir á þennan sá er réttlátur. Því sjáið svo til að eigi komi það yfir yður hvað sagt er fyrir spámennina: Sjá, þér forsmánarar, undrið yður og verðið að öngu. Því að eg gjöri það verk á yðrum dögum hverju þér trúið eigi þó ef nokkur talaði yður það út.“

En að útgengnum Gyðingum af samkundunni báðu þeir hinir heiðnu það hann segði þeim þessi orð á eftirkomandi þvottdegi. Og er samkundan í sundurdreifðist fylgdi Páli og Barnaba margir Gyðingar eftir og guðræknir menn sem Júðar höfðu gjörst. Og þeir sögðu þeim og áminntu þá að þeir skyldu stöðugir blífa í Guðs náð. En að eftirkomanda þvottdegi kom til samans nærsta allur borgarmúgur að heyra Guðs orð. Og er Gyðingar sáu fólkið fylltust þeir vandlætingar og tóku að mæla í gegn því sem Páll sagði, mótkastandi það og háðungarorðum lastandi. Þeir Páll og Barnabas sögðu þá sköruglega: [ „Það byrjaði að yður skyldi Guðs orð fyrst segjast. En af því þér rekið það frá yður og dæmið yður sjálfa eilífs lífs ómaklega, sjáið, það vér snúust þá til heiðinna þjóða það so hefur Drottinn boðið oss: Eg setta þig heiðnum þjóðum til ljóss so að þú sért hjálpráð allt til yðsta jarðarenda.“

Og þá hinir heiðnu heyrðu það glöddust þeir og vegsömuðu orð Drottins og svo margir urðu trúaðir sem til eilífs lífs voru skikkaðir. Og orð Drottins tóku út að berast um öll héröð. En Gyðingar hvöttu þá upp guðræknar og hæverskar kvinnur og hina æðstu menn borgarinnar og uppkveiktu so ofsókn í móti Páli og Barnaba og ráku þá burt úr sínum landsálfum. [ En þeir hristu duft fóta sinna á þá og komu til Iconiam. Og lærisveinarnir fylltust af fagnaði og heilögum anda.