XXVII.

Sem það var nú úrskurðað að vér skyldum sigla í Valland fengu þeir Pál og nokkra aðra bandingja þeim hundraðshöfðingja út af keisarans hirð sem Julio var að nafni. [ Og vér stigum á það skip sem af Adramantio viði var og skyldum sigla fyrir Asiam og létum síðan frá landi. Aristarkus úr Macedonia af Tessalóníu var meður oss og tókum annars dags land í Sídon. Július birti sig blíðan við Pál og lofaði honum að ganga til sinna góðra vina að sýsla sinna nauðþurfta. [ Þaðan leystum vér og sigldum undir Cypriam fyrir því að vindarnir voru oss öndverðir og sigldum yfir það haf sem gegnt er Cilicia og Pamphylia og komum til Myra í Lysia. [

Þar fann undirhöfðinginn skip úr Alexandria það sigla átti í Valland. Á það setti hann oss. En er oss veitti tregt að sigla so að vér komust varla um marga daga gegnt Gnidon (því vindurinn bægði oss) sigldu vær undir Krít til borgarinnar Salmóne og gátum þó varla beitt fram hjá. [ Þá komu vér í nokkur það lægi sem kallaðist Sæluhöfn. Þar lá og borgin Lasea í grennd við. En er miklir tímar voru umliðnir með því að nú var þó hættumeiri siglingin að fastan var þá umliðin, fyrir það ráðlagði Páll þeim og sagði til þeirra: [ „Góðir menn, eg sé að vor sigling mun verða bæði háskasöm og skaðamikil, ei alleinasta fyrir farminn og skipið heldur og einnin vorra lífdaga.“ En undirhöfðinginn trúði meir skipherranum og leiðsagnarmanninum en því er Páll sagði. Og er þar var engin höfn hæfileg til vetrarlegu þótti flestum ráðlegt að sigla burt þaðan að ef þeir mættu koma til Phenicen til vetrarlegu (sú höfn sem að er við Krít í gegn suðvestan- og norðvestanvindi). En þá sunnanvindur tók að gusta og þeir meintu að halda sína leið leystu þeir Asson og héldu fyrir framan Krít.

En eigi langt þar eftir hófst upp þvervindi í gegn skipinu þann vér köllum norðaust. Og er skipið lá undir áföllum og gat eigi rétt sig við veðrinu létu vér draga fyrir vind og svömluðum so. En sem vér komum við ey nokkra þá Clauda hét gátum vér varla bátinn uppdregið. En vér neyttum þá orku og settum hann upp og bundum við borðið. Því að vær óttuðust að oss mundi bera á grynningarnar og létum út tunnudufl og drifum so. Og er vér höfðum sterkan storm liðið vörpuðu þeir annars dags út streng og á þriðja degi snöruðu vér út með sjálfs höndum reiðskapnum skipsins. Og í marga daga skein hverki sól né stjörnur en stormveðrátta eigi lítil fyrir sjónum so að öll von vors hjálpræðis var horfin.

Og er vér höfðum lengi einskis neytt þá gekk Páll í miðið til þeirra og sagði: [ „Góðir menn, þér skylduð hafa hlýtt mér og leyst eigi út af Krít, so hefðu vær eigi liðið þessa kvöl og skaða. Og nú ræð eg yður að þér séuð með góðu geði því að einskis vors fjör mun tortýnast að fráteknu skipinu. Því á þessari nótt stóð hjá mér engill Guðs þess er eg em og þeim eg þjóna og sagði: Óttast þú eigi, Páll. Þér byrjar fyrir keisarann að koma. Og sjá, það Guð hefur veitt þér þá alla er með þér sigla. Fyrir því, góðir menn, verið með kátri lund því að eg trúi Guði að það muni so ske sem mér er sagt. En til eyjar nokkurar hljótum vér að koma.“

En eftir það er hin fjórtánda nóttin var yfirkomin sigldu vér um miðnætti í Adria. [ Skipmennina grunaði þá að sér mundi sýnast land nokkurt og vörpuðu grunnsökku og fundu tuttugu faðma djúp og skammt eitt þaðan köstuðu þeir sökkunni í annað sinn og fundu fimmtán faðma. Þá hræddust þeir að þá mundi mega steyta á skerum og fleygðu úr bakskutnum fjórum akkerum, æsktu og þess að dagur kæmi. En er skipverjar leituðu við að umflýja skipið og létu bátinn á sjóinn síga undir þeirri hylmingu að þeir létust vilja úr fram skipinu færa út akkeri þá sagði Páll til undirhöfðingjans og stríðsmannanna: „Nema að ef þessir blífi kyrrir í skipinu geti þér eigi bjargast.“ Þá hjuggu stríðsmennirnir bátfestarnar og létu ofan detta.

Og þá er birta tók réð Páll þeim að þeir tæki fæðslu til sín „því það er í dag“ sagði hann „fjórtándi dagur að þér hafið biðleikað við og fastandi verið og á öngvu bergt. Fyrir því ræð eg yður að þér takið fæðslu yður til hressingar það enginn yðar hárlokkur munu af yðru höfði forglatast.“ Og er hann hafði þetta rætt tók hann brauðið, gjörði Guði þakkir í allra þeirra augsýn, brauð það síðan og át. Þeim tók þá og öllum að batna í skapi og tóku sér fæðslu. En vér vorum alls í skipinu tvö hundruð sjö og sjötígir sálna. Og er vér vorum mettir létu vær af skipinu og köstuðum korninu í sjóinn.

En er dagur var þekktu þeir eigi landið. En við hafnarsund nokkurt urðu þeir varir það landtöku hafði hvert þeir vildu víkja skipinu ef þeir mættu því við koma. Og er þeir drógu upp akkerin slógu þeir sér til sjós og leystu upp stjórnböndin og settu rárseglið í ping fyrir veðrinu og héldu so að landi. Og er vér komum að því risi er sjór gekk umhverfis steytti það skipið á svo að framskipið stóð grunn óhræranlega en skuturinn lestist í sundur af ofurefli bylgnanna. [

En stríðsmennirnir lögðu það ráð til að bandingjarnir væri drepnir so að enginn þeirra umhlypi þótt út kynni að sveima. En undirhöfðinginn vildi Páli eigi granda láta og tálmaði þeirra ásetningi og bauð að þeir sem synt gætu skyldu fyrstir fleyta sér utan og leggjast að landi en aðrir, sumir á hlemmunum en sumir á skipbrotunum. Og það skeði so að þeir komust allir hólpnir til lands.