CI.

Sálmur Davíðs.

Af miskunnsemi og dóminum vil eg syngja og þér, Drottinn, lof segja.

Forsjállega og skilvíslega breyti eg viður þá sem mér til koma og geng meinlauslega fram í mínu húsi.

Eg tek mér ekkert vont málefni til, eg stugga við honum sem illa gjörir og læt hann ekki hjá mér vera.

Eitt hrekkvíst hjarta það hlýtur frá mér að víkja, hinn illgjarna líð eg ekki.

Hann sem heimuglega bakmælir sínum náunga, þann afmái eg, hann fæ eg og eigi liðið sem dramblátur og metnaðarfullur er.

Mín augu líta til þeirra trúlyndra í landinu so að þeir búi hjá mér og gjarnan þá hefi eg fróma þénara.

Undirhyggjusamt fólk þa held eg ei í mínu húsi, hinir lygigjörnu hafa ekkert athvarf hjá mér.

Snemma þá afmái eg alla ómilda í landinu svo það eg afmái alla illgjörðamenn út af borginni Drottins.