XIIII.

En þetta er það sem Ísraelssynir hafa eignast í Kanaanslandi það sem Eleasar kennimaður og Jósúa son Nún og þeir æðstu feður á meðal Israelissona ættkvísla útskiptu á millum þeirra. [ Og þeir skiptu því með hlutfalli á millum þeirra so sem Drottinn bauð þeim fyrir Mosen að gefa þeirri hálfri tíundu ættkvísl. Því Móses hafði gefið hálf þriðju kynkvísl sína arfleifð hinumegin Jórdanar. En hann gaf Levítunum öngvan arf með þeim því að það voru tvær ættkvíslir af Jósefs sonum, sem var Manasse og Efraím. Því gáfu þeir Levítiunum öngvan part í landinu utan borgir að búa í og forstaði handa þeirra góssi og fénaði. Sem Drottinn bauð Móse svo gjörðu Ísraelssynir og skiptu landinu.

So gengu synir Júda fram til Jósúa í Gilgal og Kaleb son Jefúnne Kenisiter sagði til hans: „Þú veist hvað Drottinn sagði til Mosen guðsmanns vegna þín og mín í Kades Barnea. [ Eg var fjörutíi ára gamall þá Móses Drottins þénari útsendi mig af Kades Barnea að skoða landið og eg færða honum svar eftir minni samvisku. En mínir bræður sem gengu upp með mér töldu æðru í hjörtu fólksins. En eg fylgda Drottni mínum Guði trúlega.

Þá sór Móses þann sama dag og sagði: Það land sem þú gekkst á með þínum fótum, það skal vera þín og þinna barna erfð ævinlega. Því þú eftirfylgdir Guði mínum Drottni trúlega. Og sjá nú, Drottinn hefur látið mig lifa sem hann sagði. En það er nú fimm og fjörutígi ár síðan að Drottinn sagði þetta til Mosen þá Ísrael gekk í eyðimörkinni. Og sjá nú, eg er í dag fimm og áttatígi ára gamall og em eg á þessum degi so sterkur og hraustur sem eg var á þeim degi þá Móses útsendi mig. Eins líka og sem minn mannskapur var þá so er hann enn nú samur til bardaga útgöngu og inngöngu. Þar fyrir gef mér nú þessa fjallbyggð sem Drottinn talaði um á þeim degi því þú heyrðir það á þeim degi. Því þeir Enakím búa þar og þar eru stórir og sterkir staðir, ef að Drottinn vill vera með mér so eg megi útdrífa þá so sem Drottinn hefur sagt.“

Þá blessaði Jósúa hann og gaf Kaleb syni Jefúnne Hebron til arfs. [ Og svo varð Hebron eign Kaleb sonar Jefúnne Kenesiter allt til þessa dags því hann eftirfylgdi Drottni Ísraels Guði með allri tryggð. En Hebron kallaðist fyrr meir Kirjat Arba sem var einn mikill maður á millum Enakím. Og landið lét af bardögum.