VI.

Og eg sá það að lambið opnaði eitt af innsiglunum. [ Og eg heyrði eitt af þeim fjórum dýrunum segja líka sem með reiðarþrumu skrýð: „Kom og skoða.“ Og eg gætta að og sjá, að hvítur hestur og sá þar upp á sat hafði boga og honum varð gefin kóróna og hann fór út að yfirvinna og sigra.

Og þá það opnaði hið annað innsigli heyrða eg hið annað dýrið segja: [ „Kom og gæt að.“ Og þar gekk út annar hestur. Sá var rauður og þeim sem þar sat á varð gefið friðinn í burtu að taka af jörðu so að þeir dræpist niður innbyrðis. Og honum varð gefið stórt sverð.

Og er það opnaði hið þriðja innsiglið heyrða eg hið þriðja dýrið segja: [ „Kom og skoða.“ Og eg gætta að og sjá, að brúnn hestur og sá þar sat á hafði met í sinni hendi. Og eg heyrða meðal þeirra fjögra dýra röddina segja: „Mælir hveitis um einn pening og þrír mælir byggs um einn pening og víni og viðsmjöri gjör öngvan skaða.“

Og þá það opnaði hið fjórða innsiglið heyrða eg rödd hins fjórða dýrsins, segandi: [ „Kom og skoða.“ Og eg sá að bleikur hestur og sá þar á sat. Þess nafn hét „Dauði“ og helvíti honum eftirfylgdi. Og honum varð magt gefin til að deyða í fjórum áttum jarðar meður sverði og hungri og meður drápi af dýrum jarðar.

Og þá það opnaði hið fimmta innsiglið leit eg undir altarinu sálir þeirra sem líflátnir eru fyrir Guðs orðs sakir og fyrir vitnisburðarins sakir sem þeir höfðu. [ Og þær kölluðu hárri röddu og sögðu: „Drottinn, þú hinn heilagi og sannarlegi, hversu lengi þá dæmir þú og hefnir ekki vors blóðs á þeim sem á jörðu búa?“ Og þeim sérhverjum einum varð gefið hvítt klæði og til þeirra varð sagt að þeir hvíldist enn um nokkra stund þangað til að það uppfylldist að þeirra samþjónar og bræður kæmi þar og til hverjir einnin líflátnir skyldu verða líka sem þeir.

Og eg sá að það opnaði sjötta innsiglið og sjá, þá gjörðist mikill jarðskjálfti og sólin varð svört sem hærusekkur og tunglið sem blóð og stjörnur himins hrundu á jörðina líka sem annað fíkjutré nær það hristist af vindi miklum af fleygir sínum fíkjum. [ Og himinninn undan lét sem sú bók er saman verður vafin. Og öll fjöll og eyjar hrærðust úr sínum stöðum. Og jarðarinnar konungar og höfðingjar og ríkismenn og foringjar og magtarmenn og allir þrælar og frelsingjar skýldu sér í holum og hellum fjallanna og sögðu til hellanna og fjallanna: „Fallið yfir oss og hyljið oss fyrir augliti þess sem á stólnum situr og fyrir reiði lambsins! Því að hinn mikli dagur hans reiði er kominn. Hver fær staðið?“